Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 10
Snúa mætti alkunnum talshætti á þessa leið: „Segðu mér hvernig hús- gögn þú átt, þá skal ég segja þér hver þú ert.“ — Það mun ekki of- mælt, að húsgögnin séu áþreifanleg- astur vottur um „sálarfegurð í mannabústöðum". Hér á landi, bæði i þessum og öðrum efnum, hafa orðið stórkost- legar framfarir á síðustu árum. Þetta hefur að vísu einnig átt sér stað viða um lönd m. a. hafa Norður- landaþjóðirnar Finnar, Danir og Svi- ar verið um margt til fyrirmyndar og má eflaust rekja þær breytingar sem hér hafa á orðið til þeirra. — Húsgögn og híbýlamenning hafa ætíð verið snar þáttur í menning- unni og margir sígildir hlutir gerðir á því sviði, sem bera menningar- skeiðum liðinna alda fagurt vitni. Tízkuprjál og sönn fegurð er tvennt ólíkt en hver veit nema það bezta, sem gert er á sviði húsgagnafram- leiðslu nú í dag verði skoðað sem „klassískur still" af komandi kyn- slóðum? HUSGÖGN = MENNENGARVOTTUR GUMMAR HERIVIAMMSSOIM: 1 Stólar „D 207“ úr valhnotu í teliklit. — Notaðir sem borðstofustólar eða jafnvel fyrir skrifstofur og funda- herbergi. Gerðir af Cr. Koford-I.ar- sen, Kaupmannahöfn. 2 Húsgögn í setustofu, borðfætur svartir, borðplötur hvítar. Áklæði: orange, stólar úr vaihnotu og króm- uðustáli. Framleidd af Miller og Eames New York og Cassina, Italíu eftir teikningum frá Knoll Inter- national. 3 Dívan fyrir dagstofu, gestaherbergi eða hótel. Lengd: 190 cm, breidd 70 cm. Framleiddur af Wilhelm Benze, Þýzkaiandi eftir teikningn Karl Eichhorn. 4 Þessi stóll eftir Arne Jacobsen, Dan- mörku hefur náð alheimsútbreiðslu. Sveigður krossviður og krómað stál. 3 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.