Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 18

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 18
VERÐLAUNAKROSSGÁTA VIKUNNAR. Eins og lesendum er kunnugt hef- ur Vikan tekið upp þá nýbreytni að veita verðlaun fyrir rétta ráðn- ingu krossgátunnar í hvert sinn. Berist fleiri réttar ráðningar en ein, verður að sjálfsögðu dregið um það hver vinninginn hlýtur. Verðlaunin eru 100 krónur. Ve.gna lesenda okkar í sveitum landsins hefur verið ákveðið að veita þriggja vikna frest til að skila ráðningum. Lausnin sendist biaðinu í lokuðu umslagi, merkt „Krossgáta“ í pósthólf 149. 1 sama blaði og lausnin er birt, verður skýrt frá nafni þess sem vinning hlýtur. Allmargar réttar ráðningar bár- ust á 3. verðlaunakrossgátu Vik- unnar og var dregið úr réltum ráðningum. SIGURBUR ÞORVALDSSON, Borgarvegi 3, Ytri-Njarðvík, hlaut verðlaunin, 100 krónur. Vinnandinn má vitja verðlaun- anna á ritstjórnarskrifstofu Vik- unnar, Tjamargötu 4. Lausn á 3. krossgátu Vikunnar er á bls. 23. Sk'ALD- Æ vi - s ^a/i * Tal a HÚ/HuR KVd /v- V/Tf/V 0 R. LÍ F- FÆ R l TA i*(K ÓSKyRT s T4 LLUR. i DKVKK- U R l/VA/ VOKV- eih. SK.ST. ÍSL. STflFVfc SkiP- TALfl noLti > St 6 k k - -£Í-£— FAA&C- LECtT Tú Lft & ERfe 1* e-M e -* /VOKK- U t TÓ V'V KAFFi- BRAuÐ ÍLÍ'MR HCiTuR Pe iT Faa’T ur fiiT »/»!> T ov/v R-€kt/)í) S Am- snceiá RIFA $TÍTr Fox- $K€yTi /MHSuR Turt brcwa l<£HA<V 'a Flík KA uP- FÍLhO, CrL'0& VA/& - V /0 1 jgj mm MfiT- fteibsu* l/VW TALA h'*lF BiRTA T o'/v v - TóBa-k Tavs 1 HRÓ5- AR IftCkuR Kafai huój> £ R £kk 1, forht > f JflLA DVE l ta FOR- SeT/v-. Trivat PRfTT- IR veiT- S 1 Cr- PlS>\ 'OKÍRKi e i vs TfívM íifj’n Bn Ai> SKRÓ•*- UÐU ð*yTTfi AT- H A SÓCta/ TRyGC- Bft KK- e L61 TLTÓT VI'SIR Ró'ih Tala Heu-tic, Bo XG RÍKl BSPfí &f?6t/V ‘flFÆTt eiv- KEV/flS- JTAFuR. PRysK' t/R i Vít | 6!*$ K'f/Vþ SMÓ- f>VBA VBL e i v- KE/vvis- STAFIR. v'óxruR 5 BlBLÍV- Dagbók frá... Framhald af bls. 15. slæmu leiðindakasti, vafalaust því versta sem yfir mig hefir komið. Hér var nokkuð um heimsóknir í dag án þess þó að ég nyti þar nokkurs af. Vegna bréfs þess er ég fékk frá pabba, hefi ég nú á tilfinningunni að ég muni ekki losna héðan í bráð. Þetta veldur mér kviða og hálfgerðu hugarangri. Mestum hluta dagsins eyddi ég hér í klefa mínum, lá og bylti mér á eigin raunum, svo að mér fannst um tíma sem allt væri glatað, algert tilgangs- leysi gagntók mig. 16/6 Ég er nú kominn til starfa innanhúss, sé um ræstingu á göngum efri hæðar, og er þetta mjög viðráðanlegt starf. Ég hefi í dag verið í mjög sæmilegu skápi, enda þótt aldrei geti það orðið gott undir þessum kringumstæðum. Veður er í dag fremur slæmt, norðan stormur og kalsi. Nú er ég á ný farinn að vænta bréfs frá . . . 17/6 1 dag er sautjándi júní. Sá dagur, er mestur hátíð- leiki og eining ríkir um. Sautjándi júni minnir okkur á baráttu ótölulegs fjölda manna og kvenna er fórnuðu öllu sínu í baráttu til frelsis til handa komandi kynslóðum á Islandi. Hér á þessum eymdarstað, var dagur þessi einnig með nokkrum hátíðabrag, menn fengu hér hangikjöt og sitt hvað það sem hátíðum heyrir til. Auk þessa ritaði ég forstjóranum bréf og bað hann með hliðsjón af deginum að gefa okkur föngum nokkuð aukið frelsi, m. a. með auknum útiverutíma sem og að menn yrði ekki lokaðir inni fyrr en um kl. 12 í stað kl. 9. Dagur þessi leið svo í ró og hátíðleika hinnar göfugu baráttu sem hann er helgaður. Mig greip í dag áköf löngun til þess að vera úti á meðal frjálsrar og fagn- andi þjóðar. 18/6 Dagur þessi var drepandi leiðinlegur og bar ekkert nýtt í skauti sínu. Ég geri mér sífellt vonir um að losna úr þessari prísund sem allra fyrst. 19/6 Veður er nú þessa dagana fi-emur þungbúið, alskýjað og andar köldu, þannig að gróðri fer iítt fram. Ég á nú mjög náðuga daga og nýt ýmsra fríðinda fram yfir aðra fanga, vegna starfs mins sem þvotta- manns á efri hæð. Mér finnst nú svo sem vistin hér hafi aldrei áður verið mér jafn erfið og nú hina síðustu daga, og veldur því sennilega að ég hefi meiri tíma til þankabrota og get því fremur íhugað öll mín mál. Ég er nú sem stendur mjög spenntur, vegna þess að ég á hálfvegis von á . . . n. k. sunpudag. Bregðist það að ég heyri frá henni, má með sanni segja að hinn litli tilgangur lífs mins sé þrotinn. 20/6 Hér skeður sem fyrr fátt er raskar hinu fasta formi fangalífsins. Aðeins hinar venjulegu kviksögur um náðanir o. s. frv. varpa ofur litlum spenningi yfir tilveruna hér. Mér finnst nú svo sem sífellt beri meira á leiðindum og óróa hið innra með mér, enda þótt lítt verði það markað við ytri sýn. Ég býð nú sunnudagsins með miklum spenningí, því þá fæ ég úr því skorið hvort . . . er mín eður ei. Þetta veldur mjög óþægilegu hugarástandi, þannig að mér finnst tíminn ákaflega lengi að líða og hefi ekki eirð i mér til nokkurs hlutar. Eg geri mér stöðugt vonir um að losna, en frétti þó fátt af þeim málum. Ég geri mér sterkar vonir í sambandi við komandi mán- aðamót, því þá ætti eftir öllu að dæma að vera lokið samtali dóms- málaráðherra og svo þeirra er vinna að þvi að losa mig. Veður var í dag fremur gott, en þó sólarlaust. 21/6 1 dag er hið bezta veður og angan vors og gróanda fyllir loftið. Starf mitt er mjög létt og gefur mér mjög mikinn tíma til hverskyns þankabrota, svo að næst- um er of mikið að því góða. Því hér á þessum stað virðist mér svo sem bezt sé að hugsa hið allra minnsta, því með miklum heilabrotum um hina ýmsu hluti er nokkur hætta á að menn nálgist um of kjarna málanna og fái þá nokkurn þef af rotnun alls opinbers lífs á meðal þjóðarinnar. Hér skeður sem fyrr fátt fréttnæmt, þó ber það til tíðinda í dag að troðið var eldspýtum upp í allar hurðarskrár hússins, þetta varð til þess að styggja nokkuð skap fangavarðanna, því nú kom að því að þeir ágætu menn þurftu í eitt sinn að taka til hendi til þess að fá opnað dyrnar. Ég er sem stendur mjög spenntur, þó mig fýsi að vita hvort mín elskaða . . . er sú er ég ætlaði að hún væri. Ér þessu fæst skorið á morgun, því hún hafði heitið því að koma hér í heim- sókn á morgun, ég bíð og vona hið bezta í þvi sem öðru. Framhald á bls. 24. 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.