Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 19

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 19
 Tyrkneskur búðingur Uppskriftin er ætluð 8—10 manns. 6 dl mjólk Yi stöng vanilla 'Z matsk. maizena 4 eggjarauður li/2 dl sykur 10 blöð matarlím Vz—3Á °) kakó og dá- lítið af heitu vatni 50 g hakkaðar möndlur l—li/2 dl kokkteilber 4 dl þeyttur rjómi ið (látið liggja í bleyti áð- ur) útí og hellið búðingn- um í tvær skálar. Hrærið nú kakóinu í aðra skálina. Báðir skammtar látnir kólna um stund, þar til búð- ingurinn er farinn að stífna. Setjið þá kokkteilber og möndlur í þá skál, sem kak- óið er ekki í. Þeytið rjómann og skiptið honum jafnt. Látið stífna betur. Takið fram stórt, Sjóðið % hluta mjólkur- innar með vanillustönginni. Hrærið maizenað út í mjólk- ina, sem eftir er, bætið því síSan út í pottinn og látið suðuna koma upp. Fiskið vanillustöngina upp aftur. Hrærið eggjarauður og syk- ur og mjólkinni saman við, hellið mausinu aftur í pott- inn og látið suðuna enn koma upp. Setjið matarlím- hátt form og sáldrið sykri í. Hellið dálitlu úr „möndlu- skálinni" í það, siðan úr „súkkulaðiskálinni" og end- urtakið. Búðingurinn á að vera vel kaldur, þegar hann er borinn á borð. Takið hann gætilega úr forminu, skreytið með þeytt- um rjóma og kokkteil- berjum. Fiskur í mayonnaise Beinlaus soðinn fiskur, salatolía, borðedik, mayonn- aise, pipar, salt, tómatar. Borðedik, pipari og salti blandað saman við salatolí- una. Fiskurinn settur í og látinn liggja í leginum í 2— 3 klukkutíma. Settur á fat og mayonnaise hellt yfir. Tómatarnir skornir í sneið- ar og notaðir til bragðbætis og skreytingar. Brauð- terta „Ein græn," biður okkur að hjálpa sér að „fylla" brauðtertubotn. Það má vitaskuld gera á ýmsa vegu, og birtist hér ein útgáfan. Botninn er smurður og síð- an sett lag af þunnum kjöt- sneiðum. Næst er sett baunasalat. Hraðsoðin egg brytjuð niður og dreift yfir salatið. Þá er aftur kjötlag, en nú mega sneiðarnar vera þykkari en í fyrra sinnið. Þá kemur röðin að annarri salattegund, til dæmis rækjusalati. Mayonnaise smurt hringinn í kring og skreytt með hakkaðri per- sille. Ofan á má setja lag af mjúkum osti og skreyta síðan með eggjum, sítrón- um, sardínum og persille. Franskar kartöflur Okkur hafa borizt all- margar fyrirspurnir um, hvernig malla skuli svo- nefndar franskar kartöflur. stykki. Soðnar í matarolíu þar til þær eru ljósgular. Teknar úr pottinum og rétt áður en þær eru bornar Hér kemur uppskriftin. Skrælið kartöflurnar og skerið þær niður i stengur (1x1x5 sm). Skolið þær og þurrkið síðan með hreinu á borð er þeim dýft aftur i heita olíuna og verða þá gulbrúnar. Setjið kartöfl- urnar á pappír og sáldrið salti á þær. Gulrófnagratín 100 g smjör, 150 g hveiti, hálfur 1 mjólk, 5 egg, salt og pipar, rasp, 375 gr soðnar gul- rófur. Bakið upp smjör og bæt- ið mjólkinni i. Látið sjóða um stund. Kælt. Hrærið eggjarauðurnar í, eina í einu. Setjið salt og pipar eftir smekk. Þeytið hvít- urnar og skerið gulrófurn- ar niður í smábita. Hrærið hvítunum og rófunum sam- an. Setjið deigið í eldtraust form, smyrjið það vel og sáldrið raspi undir deigið og ofan á. Rétturinn er til- búinn til átu eftir um það bil klukkustund. Snætt með kartöflum og bræddu smjöri. Rússneskt te Teinu hellt í bollana. Einni matskeið af jarða- berja- eða hindberjasaft bætt í ásamt einrii sítrónu- sneið. wmm • *3S> V Nýjar unglingabækur Lítið á eftirtaldar unglingabækur áðnr en þér veljið jólabókina: HANNA HEIMSÆKIR EVU HANNA VERTU HUGRÖKK MATTA MAJA EIGNAST NYJA FELAGA MATTA MAJA VEKUR ATHYGLI JAFET FINNUR FÖÐUR SINN JÓI OG HEFND SJÓRDU JONNI 1 ÆVINTÝRALANDINU KIM OG FÉLAGAR ÞRÍR FRÆKNIR FERÐALANGAR BARDAGINN VIÐ BJARKAGIL SONUR VEHOIMANNSINS SÖGUR SINDBAÐS GULLEYJAN SMALADRENGURINN, eftir Joh Spýri BODHLAUPH) RAUÐI HRINGURINN TlGRISDYRIÐ FRA SAN DIEGO Þessar unglinga baekur eru skemtilegar og ódýrar H.f. Leiftur Þingholtsstræti 27. Sími 17554. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.