Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 20

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 20
— En hvað það hefði verið mikið einfaldara fyrir þig, veslings Gilles minn, að koma og búa hjá okkur. Þau höfðu farið yfir síki og voru komin á stóran hafnargarð, sem var allur lagður kopar- hellum. Þetta var Ursulineshafnargarðurinn, en við hann áttí Gilles að búa eftirleiðis. Lengra burtu sá hann vagnana, sem voru kenndir við Mauvoi- sin. Þetta voru grænir vagnar og allan daginn voru þeir á ferð milli La Rochelle og sveitanna í kring. Þar beið fólk með körfur og töskur. Farangri var hlaðið á þakið á vögnunum. Fólk gekk þar fram og áftur í rökkrinu, því að þarna voru engin götuljós, aðeins glæta frá hliðarljósum fremsta vagnsins. ^, Veður var kalt og saggasamt. Eloi frænka hafði það á vitundinni, að Gilles liði óþægilega. — Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, sagði hún. — Þetta gengur allt af sjálfu sér. Au'ðvitað er forstjóri og ráðsmaður fyrir þessu. — Heljarkarl. — En þess þarf með til að stjórna svona fólki. Á hafnarbakkanum var stærðar bygging, sem einu sinni hafði verið kirkja. Dyrnar voru opnar upp á gátt og þar inni gat Gilles séð marga Mauvoisin-vagna, því að þetta var notað fyrir vagnskúr. Við innganginn var' verkstæði fyrir bráðabirgðaviðgerðir. Gegnum gluggann sá Gilles mann með góðmannlegt augnaráð. Um framhandleggi hans var sveipað svörtu satíni. Þar inni voru allskonar hlutir og varahlutir. Sums staðar voru ýmiskonar landbúnaðarvélar. Á öðrum stað voru vélar, sem verið var að gera við. Tvö skermalaus ljós héngu niður úr loftinu og lýstu upp þennan stað, þar sem eínu sinni hafði brunnið reykelsi, en þaðan lagði nú olíu- þef. Stuttur og þrekvaxinn maður var þar inni og var það sýnilega verkstjórinn, sem Gérardine frænka hafði verið að tala um. Vinstri handlegg- urinn var gervihandleggur, með stálkrók í stað- inn fyrir hönd. — Það er bezt, að Plantel kynni þig fyrir hon- um. Við skulum fara inn í húsið. Var þetta prestssetur ? Bak við kirkjuna, sem hafði verið breytt i vagnageymslu, var koldimmt. Þar var hellulagður garður, vel girtur og húsið var gamalt og með tveimur álmum. — Frændi þinn keypti þetta vegna þess, að það var í eigu greifa nokkurs, mannsins, sem hann hóf starfsemi sína með. — Hvaða starfsemi? — Sem ekill. Það er eins gott, að þú vitir það strax, því að þeir munu verða margir, sem hafa gaman af að minna þig á það. Dauft ljós sást í gluggunum á annarri hæð. Gérardine hringdi bjöllunni. Lengi vel var ekki anzað. Loks kom gömul, lágvaxin kona til dyra og opnaði. Hún stóð kyr í dyrunum án þess svo mikið sem að heilsa gestunum. Gérardine gekk beint inn og kveikti ljósin í forsalnum. Þegar gamla konan hafði lokað dyr- unum, rölti hún burtu. — Þegar Bob kemur aftur frá Paris, getur hann hjálpað þér til að búa húsið sæmilega að húsgögnum. Hann er mikill smekkmaður. Frændi þinn var ekkl mikill smekkmaður. Hún opnaðí hverjar dyrnar eftír aðrar og komu þá í ljós stórir salir. Það var saggalykt þar inni, því að árum saman hafði ekki verið kveikt upp í arni þar inni. Octave frændi hafði keypt húsið með öl.lum húsbúnaði og hafði skilið við það nákvæmlega eins og hann tók við því. Meira að segja myndirnar á veggjunum voru þær sömu og áður og skrautið á arinhillunni. — Hér verður að breyta öllu, sagði Gérardine og andvarpaði. — Við skulum fara upp. Á fyrstu hæðinni var allt með sama svip. Þar voru rykfallin húsgögn í gömlum stíi. Octave frændi hafði naumast litið þar inn í mörg ár, því að hann hafði búið eingöngu á annarri hæð- inni. — Eruð þið þarna, börnin mín? Dætur Eloi höfðu verið að hjálpa þjónunum við að taka til í íbúðinni. Louise kom fram á stigapallinn, þegar móðir hennar kallaði. Hún var með klút bundinn um höfuðið. Það yrði ekki langt þangað til Gilles yrði einsamall. Hann þráði þá stund. Hendur hans skulfu af óþolinmæði. Hann hlustaði ekki á það, sem hún sagði við hann. Var það ekki einkennilegt, að hinn auðugi Octave, eigandi allra vagnanna, skyldi eiga þessi gamaldags húsgögn? Sumir sögðu, að' þetta væru húsgögn foreldra hans. Það var eins og Eloi frænka væri þaulvön njósnum. Hún leit eftir því, að allt væri í röð og reglu og blómin, sem hún hafði sent, væru á rétt- um stað. — Nú skulum við lita á svefnherbergið. Rúmstæðið var úr mahogny og það hafði verið í eigu afa og ömmu Gilles, en þau höfðu átt heima í Niel-sur-Mer. Þar var gamaldags hæg- indastóll. Á veggjunum voru tvær stækkaðar ljósmyndir í ávölum umgerðum, af gömlum manni og gamalli konu. Gilles varð undrandi á því að sjá, að afi hans hafði verið lágvaxinn maður og gildur . . .• — Vesling Gilles minn. Við verðum að . . . Hún þagnaði í miðri setningu og þerraði aug- un með vasaklútnum sínum, eins og hún væri að vara Gilles við einhverri hættu. Komið þið, stúlkur. Ég lít hérna inn á morg- un, Gilles, til að vita, hvernig þér líði. Svo kvaddi hún hann og fór. Loks var hann orðinn einn eftir í húsinu, sem hér eftir átti að vera heimili hans. Hann var aleinn og dálítið órólegur. Þó heyrði hann diskaglamur í næsta herbergi, þar sem verið var að bera á borð. Gilles dró dökk gluggatjöldin til hliðar og sá þá út í dimman hafnargarðinn. Lengra burtu sá hann götuljós og að baki var ljómi yfir mið- borginni. Við endann á vinstri álmu hússins, var ljós í glugga, fremur dauft. Það var vafa- laust herbergi frænkunnar — þeirrar frænku, sem hann hafði aldrei séð. Hann vissi ekki, hvað tímanum leið og datt ekki í hug, að líta á úrið. Honum þótti rúm frænda sins mjög einkennilegt. Var það ekki kyn- legt, að enginn skyldi nokkurntíma hafa sýnt honum mynd af frænda hans. Gilles braut heil- ann um það, hvernig hann hefði litið út. Hafði Octave Mauvoisin verið hávaxinn maður og of- 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.