Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 23

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 23
kringla eftir öllum duttlungum þinum, Mike Hallovan ? Hann horfði aftur á hana svörtum, leiftrandi augum. — Það er betra fyrir þig, sagði hann með hægð. — Annars fer ég með þig, eins og þú stendur. Ég hef aðeins tíu daga orlof . . . —¦ Og ég gæti verið orðin ekkja eftir Hallov- an að mánuði liðnum . . . — Það gæti vel farið svo, sagði Mike dapur- lega. — En í tíu daga skaltu vera ástkoria mín, Meg litla. Svo þér er bezt að hafa hraðann á! — Er þér . . . er þér alvara, Mike? Málrómur hennar var blíður og mjúkur. Þú tekur ástina fram yfir dauðann. — Mig langar til að lifa meðan ég lifi, sagði hann. — Ó, flýttu þér nú Meg. Hún hljóp til hans, vafði örmunum um háls honum og kyssti hann. Tiu mínútum seinna var hún komin út í bil- inn hans, sem stóð undir álmviðartrjánum. Hún þrýsti sér fast upp að honum. — Ó, Lochinvar, sagði hún og lagði vangann upp að handlegg hans. — Aktu nú hratt. Þau námu ekki staðar fyrr en þau voru komin yfir landamærin. Þar námu þau staðar fyrir framan hús friðdómarans. Og þar voru þau gefin saman. Mike stóð við hlið hennar, þegar hún hringdi til f jölskyldu sinnar. Það var Paula systir henn- ar, sem kom fyrst í símann og fékk fréttirnar. — Þetta er ekki til að gera veður út af, Paula, sagði Meg. — En þú getur hæglega fengið þér aðra brúðarmey. Ég var að reyna brúðarkjólinn þinn og ég held að þú ættir að láta víkka hann um svo sem eina og einn þumlung. Jæja, talaðu nú við Mike. Hann stendur hérna hjá mér og virðist vera eitthvað órótt. Ekki veit ég hvernig á því stendur! Báðning á 3. Verðlaunakrossgátu. F A N G ELSISVIST + SA Y L U R + ÖKLAR + KAKAN R E G I N + ALT + VAKUR + S I G Ð + SPAAK + R+RIS T N + A A+N + + LÖFÖT + 0 I + V E TRARDAGUR + ÖS + T E + ARÐA+KERALD + R E I Ð ++US+KR+KA U'P Ö A R + ARRISUL + AGGI S K A R TA+N'AREIÐ+NN A + + Ö TTA + L + GLUFAN M Ö K + VARGUR + IR + ÐI A R S T IÐIR + EIN + FUN L A + Ö SIÐ + GIN + BARN ,—,__.________ POSTURINN Framhald af bls. 2. Kæra Vika: Mikið þakka ég þér fyrir allar góðu stundirn- ai- sem þú hefur veitt mér. Mig langaði að bera undir þig eitt atriði. Eg er búin að vera trúlofuð lengi (2 ár tæp) og alltaf sama stráknum. Hann er að læra iðn og á eftir 3 ár. Hann var dálítið laus við og blautur (eins og það er kallað) þegar ég kynntist honum, en hætti fljótlega eftir að við opinberuðum og varð bezti strákur, fór að læra en hafði áður ekkert viljað læra. En nú upp á síðkastið hefur hann farið að drekka aftur og það meir en góðu hófi gegnir. Ég held að það sem á aðallega sök á þessu nýupptekna fylleríi, sé það, að vinur hans einn sem lengi hefur verið í siglingum á norsku skipi, er kominn aftur til landsins og hefur leitt hann út í þetta. Það þýðir ekkert þó ég reyni að tala um fyrir honum, það er eins og hann sé hætt- ur að taka mark á mér og ég get varla á heilli mér tekið, stundum þegar verst gegnir er ég að hugsa um að slíta trúlofuninni en mér þykir svo vænt um hann að ég get það ekki. Viltu gefa mér einhver góð ráð, kæra Vika. Þin D. Svar: Slík mál sem þín eru jafnan erfið við- fangs. Ég get ekki ráðlagt þér annað en reyna enn að tala um fyrir honum, sýna honum fram á, að ef hann hyggist halda svona áfram verði öllu lokið milli ykkar. Því að ég hef satt að segja ekki trú á að hann bœti sig, þó að þið giftust. Talaðu við hann af festu og stillingu og forð- astu að œsa þig upp eða grdta. Það hefur yfir- - 3 P A U G - Árni Pálsson, prófessor, ræddi þýzk stjórnmál við kunningja sinn og lét jafnframt í Ijósi sínar persónulegu skoðanir á forvígis- mönnum þýzku þjóðarinnar. Um Goebbels sagði hann þetta: Það er áreiðanlegt, að Goebbels er Gyðingur, og mikið má það vera, ef hann er ekki afkomandi annars hvors ræningjans, sem krossfest- ir voru með Kristi og mér er nær að halda, að hann eigi ætt sína að rekja til ræningjans, sem ekki iðraðist! —o— Sveinn Sæmundsson, hinn góð- kunni yfirmaður rannsóknarlög- reglunnar, er ættaður úr Austur- Landeyjum, og eru sveitungar hans mjög hreyknir af honum. Sumar nokkurt, þegar Sveinn var erlendis að kynna sér lögreglu- mál kemur bóndinn á Vatnshóli, sem Oddur heitir Þórðarson, að Krosshjáleigu í Landeyjum. Bónd- inn þar heitir Þorvaldur og er ræðinn og skemmtilegur karl. Talast þeir nú við um tíðafar og heyskap, þar til Þorvaldur spyr Odd, hvort hann viti nokkuð um Svein sinn Sæmundsson. — O—jú, segir Oddur og tekur hraustlega í nefið, hann er ný- lega farinn utan til þess að kynna sér hegningaraðferðir og æfa sig i glæpaverkum. TVIBURABELTIN Lady - Rollon Lady - „Bux komin á markaðinn. Léttir fallegir litir. Lady h.f. Barmahlíð 56 — Sími 12-8-41. a leitt slœm áhrif og fyllir hann stífni og þrjózku. Auðvitað vil ég ekki ráðleggja þér að slíta trú- lofuninni fyrr en í fuTlq hnefana, en þð er betra að segja skilið við hann áður en þið til dæmis eignist börn. Með beztu kveðju og óskum um gott gengi! Vikan, Reykjavík: Dagbókin frá Litla-Hrauni er einstök í sinni röð og Vikan hefur sýnt mikla djörfung með því að birta hana. Hún er „mannlegt plagg" eins og það er réttilega orðað. Meira af slíku. Hún er á köflum átakanleg lesning og ýtir óþægilega við mpnni .... En úr þvl ég er farinn að skrifa ykkur lang- ar mig ati spyrja hvort þið hafið gleymt að rífa af almanakinu þarna á ritstjórnarskrifstofunni ? Jurtasöfnun á ekki að vera á þessum árstíma. Kannski þið getið frætt mig á því hvar hægt sé að tína blóm nú í nóvember? Og útieldstæði! A hvaða breiddargráðu eruð þið staddir? Væri ekki ráð að endurskoða hnattstöðuna ? Að öðru leyti er ég harðánægður með Vikuna. Hún er alltaf að batna og er því bezt að lifa. Kær kveðja, Sigurður Magnússon. Svar: Við þókkum falleg orð um blaðið og er gleðilegt, að fólk tekur því vel. Dagbókin er að SÖnnu einstakt plagg, sem lengi mun væntanlega i minnum haft. Svo var það almanakið. Vtet er hér dagatal og reynt að fylgjast bœrilega með tímauum. Blóm má líka fá víða, t. d. hjá Krist- manni og í Alaska og miklu viðar og á veturna er einmitt bezti tíminn til að ganga frá blóma- sófnum, sem aflað hefur verið undangengið sum- ar. Útieldstœði eru einnig mjög nytsamleg og nú ganga hvort sem er kuldar í garð, svo þeirra er cinmitt mest þörf. Með beztu kveðjum. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.