Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 24

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 24
Dagbók frá LitSa-DratsiBa Framhald af bls. 18. 22/6 Sunnudagur þessi rann upp Pjartur og fagur, baðaður geislum glitrandi sólar. Enda þótt náttúran skartaði nú sínu feg- arsta hið ytra, var sannarlega ekki og er ekki sól í mtnu sinni, þvi allt það sem ég hefi vonað og trúað á í sambandi við þennan sunnudag brást og ég er á góðum vegi með að verða að sálsjúkum aumingja, og svo lengi sem ég hfi mun ég reyna að forðast að svo verði, enda þótt ég þurfi til þess að strjúka úr þessu djöfuls bæli. Ég get varla sagt að ég hafi lengur trú á þeim Z . . og K .- takist að losa mig, svo mjög finnst mér allt þeirra atferli dauft og rotið. 23/6 Dagur þessi var svo sem allir aðrir í þessu and- lausa búri, þrautleiðinlegur. Mér finnst nú sem vistin hér sé næsta óbæri- leg. Þetta mun ekki hvað síst koma til af hinum mikla spenningi er ég stöðugt lifi í, vegna þeirra frelsis vona er mér hafa verið gefnar. Ég hefi þó einhvern veginn fengið það inn á heilann að allt þetta tal um náðun mér til handa, sé einungis ætl- að til þess að friða mig um sinn. Ef ég ekki frétti neitt fastákveðið nú um mánaðamótin, mun ég taka til hverra þeirra ráða er ég tel að geti gefið mér frelsi, jafnvel þótt ekki væri nema um stuttan tima. Sálarástand mitt er nú dag hvern mjög bágt, enda vart við öðru að bú- ast, því þessi meðhöndlun hentar alls ekki mínu eðli og því miður má segja hið sama um marga aðra hér í fangelsinu. 24/6 Þessi dagur var frábrugð- in öðrum hér að því leyti til að nokkuð var um ölvun á meðal fanganna. Vegna þessa kom til nokk- urra óspekta innan fangahópsins og var einn fangi borinn inn í öngviti, eftir að hafa lent í ryskingum við samfanga sinn. .Það er mér sem og fleirum hér nokkur ráðgáta hvernig slíkt getur átt sér stað. Dagur þessi var að öðru leyti þrautleiðinlegur, Veður var að vísu mjög gott, glamp- andi sólskin og hiti og naut ég þess að nokkru þrátt fyrir þungt skap. 25/6 1 dag er ég innilokaður ásamt sjö föngum öðrum, innilokun þessi er vegna vínmálsins frá 1 gær og er nú verið að grafast fyrir um tilkomu þessa brennivíns- dropa. Einn fanganna hefir borið það að einn af fangavörðunum hafi út- vegað honum vín. Þetta gerir málið allt nokkru erfiðara, þvi komi ekki hið rétta í ljós getur svo farið að þessi fangavörður missi stöðu sína. Mér finnst að enda þótt ýmsum kunni að falla miður vel við þennan fangavörð, sé ekki rétt að bera á hann að því er mér virðist saklausan, svo alvar- legt brot sem hér um ræðir. Ég hefi það sem af er dagsins ýmist sofið eða mókt eða þá að ég hef verið að lesa mér til dægrastyttingar. En því mið- ur á ég orðið mjög erfitt með lestur þvi hugurinn er sifellt á sveimi ann- arsstaðar. Um mannskapinn sem hér dvelur nú má að sjálfsögðu margt segja, flestir fanganna eru að mín- um dómi fjarri því að vera slæmir menn, hafa allflestir lent hér sök- um of mikillar neyzlu áfengis. Flest- ir eru þeir mjög dagfarsgóðir og sam- komulag fanga á milli verður að telj- ast gott. Einn fanganna hefur hér veitt mér marga ánægjustund, þ. e. S.., mér finnst því leitt að missa af félagsskap hans, en fyrst og fremst ber mér þó að gleðjast yfir því að hann skuli nú vera að losna. En svo sannarlega mun ég sakna félagsskap- ar hans, því hann er einn hinn fjöl- hæfasti og skemmtilegaati maöur sem ég hefi kynnst. Dagur er nú að kveldi og brennivínsmálið að mestu upplýst og allir nema þrír fangar lausir úr innilokun. Enn berast mér engar frétt- ir af losun á mér, enda þótt mér berist annað veifið bréf frá mínu fólki, þar sem mér er ávallt sagt að ég sé í þann veginn að losna. Ég er raunar hættur að marka þetta losunarhjal. 26 /6 Engar fréttir berast mér enn frá þeim er með mál mín hafa að gera. Mér finnst svo sem allt sé þetta mál mitt mjög torvelt, það hefur að minnsta kosti tekið allt of langan tíma að fá fulla vitneskju um hvort ég muni losna héðan í bráð eður ei. Ég er mjög slæmur á taug- um nú sem stendur og veldur þvi ekki hvað sízt hin stöðuga óvissa er ríkir um dvöl mína hér. Mér kæmi betur að fá að vita ákveðið hvenær ég má gera mér vonir um lausn. Veður er þessa dagana fremur gott, hlýtt en þó að mestu sólarlaust, gróðri fer fremur seint fram. Ég uni starfi mínu sem gangaþvottamaður fremur vel, það er mjög hægt og frjálst og gefur mér góðan tíma til hverskyns þankabrota. 26/6 Skap mitt hefur í dag ver- ið mjög bágt, ég hefi reynt að lesa og skrifa en hvergi náð að festa hugann, aðeins hið tukt- húseinkennandi ráf fram og aftur og sífelldir þankar um framtíðina og lausn frá þessum miður skemmtilega stað. Ég er nú fyrir alvöru farinn að hugsa um að strjúka héðan, ef mér ekki ber- ast neinar fréttir nú í bráð. Mér finnst svo sem þessi dvöl mín hér ætli að verða mér fullkomin ofraun svo mjög orkar hún á allt mitt sálar- líf. Hér skeður sem fyrr fátt frétt- næmt, nema hvað dómsmálaráðherra ku vera kominn í sumarleyfi og því lítil von til þess að menn losni á meðan hann er i burtu. Ég hefi nú ákveðið að fara í Bréfaskóla S.l.S. og nema þar Bragfræði, sálarfr. og Esperanto. Nú að kvöldi þessa dags sit ég og hlusta á útvarpið, það er verið að leika vögguvísur eftir Brahms. Það ásamt hinu fagra veðri úti fyrir orkar svo á mig, að við liggur að ég vikni, fyrir hugskotssjónum mínum speglast myndir hins liðna og glataða, framundan er sennilegast ekkert nema áframhaldandi fangelsisdvöl, eymd og vesöld glataðrar sálar. 28/6 I dag er hér hið bezta veð- ur, sól og molluhiti. Ég eyddi degi þessum, að mestu í að ráfa hér um lóðina. Ég er þessa dagana mjög slæmur á taugum og hefi ekki eirð til neins. 29/6 Vaknaði snemma morguns, við að stormur og regn buldu á klefagluggann og hélzt veður svo fram eftir degi, en er nú aftur orðið milt og gott, enda þótt sól hafi ekki náð að brjótast fram. Ég varði því mestum hluta dagsins í svefni og svo þessu sífellda rápi um húsið. Margir fangar fengu í dag heimsóknir vina og ættmenna, þannig að menn dvöldu flestir í klefum sínum á spjalli við gesti. Mér finnst sem þessir sunnudag- ar séu allra daga hvimleiðastir hér á þessum stað, því þá eru menn allir iðju- lausir og vill þá talið oft berast að náðunum og ýmsu því er síst er fallið til umræðna hér. Allt slíkt tal tekur mjög á taugar mínar og reyni ég því oftast að forða mér þá er um það er rætt. Ég bíð og vona, enda þótt mér virðist allt benda til þess að ekki muni ég losna í bráð. Framhald á bls. 26. VORUBtFREIÐ AST JO RAR ATVINNUREKENDUR Hafið eftirfarandi í huga þegar þér ákveðið um kaup á vörubifreið: FORD-verksmiðjurnar hafa á boðstólum vörubifreiðir með diesel og benzín hreyflum á mjög hagstæðu verði: Frá Ameríku: Vörubifreiðir með allt að 13.000 kg. burð- arþoli. Gerð F 600 — m/8 cyl. vél, burðarþol 5.500 kg. á grind. Áætlað útsöluverð kr. 96.500.00 Gerð F 700, m/8 cyl. vél, burðarþol á grind 6985 kg. Áætlað útsöluverð kr. 117.500.00 Gerð F 750 — m/8 cyl. vél, burðarþol á grind 7175 kg. Áætlað útsöluverð kr. 148.500.00 Vörubifreið með allt að 6000 kg. burðarþol á grind. Gerð G 600 — Frá Vestur-Þýzkalandi m/6 cyl. Diesel vél. Burðarþol 4.400 kg. á grind. Áætl- að útsöluverð kr. 118.000.00. Gerð G700 — m/6 cyl. Dieselvél. Burðarþol 6065 kg. á grind. Áætlað útsöluverð kr. 128.000.00. Frá Bretlandi: Vörubifreiðir með allt að 8325 kg. burðarþol á grind. Gerð Tham- es Trader 50 m/6 cyl. Dieselvél. Burðarþol á grind 6325 kg. Áætl- að útsöluverð kr. 96.500.00 Gerð Themes Trader 70 m/6 cyl. Dieselvél. Burðar- þol á grind 8325 kg. Áætlað útsöluverð kr. 113.500.00. Leitið nánari upplýsinga hjá oss. Sveinn Egilsson h.f. r FORD umboð Laugavegi 105. Sími 22466 — 5 línur. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.