Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 25

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 25
HANN LÆTUR VINNINGINN LIGGJA Framhald af bls. 2. LEIKLIST á Alþingi ávallt í neðri deild og hefði aldrei komizt upp í þá efri. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, gæti það verið satt. Vilmundur fór með Halldóri Lax- ness yfir fjórtán fjöll, og heimsótti með skáldinu mörg afdalakot og þar hittu þeir hina stritandi og starfandi stríðsmenn lífsins og kynntust hug- renningum þeirra, ræddu við þá lífs- ins leyndardóma og þjóðleg fræði. Sennilega hefur ritstjóri Láka ekki borið skarðan hlut frá kynnum við landlækninn. Halldór Laxness hef- ur enda lýst Vilmund einn gáfað- asta mann, sem hann hafi kynnzt um ævina. VILMUNDUR Jónsson hefur verið afkastamikill rithöfundur í fræði- grein sinni. Hann tók við embætti ^ínu í hálfgerðum ólestri. Heilbrigð- isskýrslur höfðu ekki komið út í nokkur ár, en hinn nýi landlæknir var ekki lengi að jafna þann mun. Síðan hefur hann gefið út margvis- legar bækur um læknisfræði og verið með í ráðum við samningu laga- frumvarpa víkjandi grein hans. Hann hefur samið bók um Skipan heil- brigðismála á Islandi, einnig hefur hann í félagi við annan samið bók- ina Læknar á Islandi, sem er einna fullkomnast slíkra verka. Hann hefur ennfremur samið margvíslegar skrár, nauðsynlegar læknum og leikum. Áð- ur er talin hin fræga bók hans um Þorkel prest og lækni Arngrímsson, Curationes. Auk alls þessa hefur hann embættis síns vegna setið í margvís- legum stjórnum og nefndum, formað- ur í stjórn Landspítalans og ríkis- spítalanna. Formaður manneldisráðs i tuttugu ár, forseti læknaráðs frá 1042. Þá er ótalin seta hans í ótelj- andi sjóðsstjórnum, ljósmæðrasjóðs, lyfjatræðingasjóðs og fjölda fram- kvæmdastjórna, sem yrði bæði löng og leiðinleg upptalning og hvergi sæmandi því skemmtilega viðfangs- efni, sem hér er til umræðu. Vil- mundur Jónsson mun eitthvað hafa fengizt við ljóðagerð, en ekki flíkar hann því mjög. Hann hefur ennfrem- ur fengizt mikíð við nýyrðasmíð og komið þar fram með ýmsan skemmti- legan hristing. Skemmst er að minn- ast blaðaskipta landlæknis og orða- bókanefndar. Landlæknir hefur ritað margt og mikið auk þess, sem áður var talið. Flest er það þó í einhverjum tengsl- um við fræðigr&in hans. Hann hélt fyrirlestur á Isafirði forðum „Að kunna að drekka" og var hann síðar pr«ntaður. Hann hefur látið sér annt un „Hundafár á Austfjörðum", ritað „Baráttusögu um lyfsölumál" og um „Afkynjanir og vananir" og tek- ið' upp „Vörn fyrir veiru" og ótal margt annað. EITT sinn var hringt í landlækni og hann beðinn upplýsinga um, hvort ákveðinn læknir væri enn á lífi. Sá hafði verið vínhneigður mjög og var að sögn landlæknis látinn fyrir nokkrum árum. „Og ég treysti mér alls ekki að segja yður, hvar hann muni nú niður kominn. Sælir." Vilmundur Jónsson hefur gaman að hjöllum, sem gustur er í. Hann er sjálfur fremur gustmikill maður, en lætur sjaldan uppi sín hjartans mál og sumir halda hann trúlausan með öllu. Þó er f jarri því að svo sé. Vilmundur er áreiðanlega trúaður maður. Hann kom rækilega upp um sig í grein, sem hann reit í dagblað hér í bænum fyrir 15—20 árum. „Eitt sá tómt helstríð" er einhver fegursta minningargrein, sem nokkru sinni hefur verið rituð á íslenzka tungu. Þar sjá menn eigin augum, hvilíkt regindjúp liggur milli hug- myndanna í pésanum ,,A Public Gentleman" og mannsins eins og hann er í raun og veru. Hvílíkur munur. VILMUNDUR Jónsson kvæntist 1916 Kristínu Ólafsdóttur, pró- fasts í Hjarðarholti Ólafssonar. Frúin er einnig læknir og hefur stundað lækningar fram á síðustu ár. Þau hafa eignazt þrjú börn, Guðrúnu, sem gift er Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra, Ólöfu, konu Þorsteins Ólafssonar, tannlæknis og Þórhall menntaskólakennara. Vilmundur Jónsson hefur verið far- sæll maður. Hann hefur borið gæfu til þess að koma í framkvæmd fjöl- mörgum merkilegum framförum á sviði læknisfræðinnar hér á landi. Hann hefur staðið í harðvitugum deilum við fjölmarga merkismenn, en á þó sennilega engan óvin. Hann er einn þeirra örfáu embættismanna, sem verða ekki mosagrónir, þrátt fyrir mölina og um hann verður ekki sagt, að hann eigi glæsilega framtíð að baki sér, heldur eindæma merkan og árangursrikan feril, fyrst sem viðurkenndur einn fremsti og djarf- asti læknir landsins og síðar sem far- sæll páfi stéttarinnar. SPAUG Kona nokkur kom til blaða- manns og bað hann að birta dán- arfregn mannsins sins. Það kostar 20 krónur fyrir sentimeterinn, sagði blaðamaður- inn. Það verður þá nokkuð kostnað- arsamt, sagði konan niðurdregin, því að hann var rúmar þrjár álnir. —o— Rithöfundurinn: Hefurðu lesið nýjustu söguna eftir mig? Hvern- ig líkar þér hún? Kunninginn: Já, það er langt síðan, að ég hefi lagt frá mér bók með jafn mikilli ánægju. —o— Benedikt Björnsson, skólastjóri á Húsavík var að slíta skóla að vori til. Hóf hann skólauppsagn- arræðu sína á þessa leið: — Nú er vor í lofti, vinir minir! En svo slysalega vildi til, að þennan dág var horðan, hörku- stórhrið á Húsavik og eigi vorlegt um að litast. 1 því að skólastjór- inn hafði mælt upphafsorð ræðu sinnar feykti snörp vindkviða upp skólastofuhurðinni og hríðarstrok- an stóð inn um dyrnar. Mælti þá Benedikt, byrstur í bragði og kuldalega: — Aftur með óþokkans hurðina! Leikfélag Hafnarfjarðar: GERVIKNAPINN eftir John Chapman. Leikstjóri: Klem- mene Jónsson. Margur verður frægur fyrir lítið má segja um John Chapman, höfund leikritsins Gerviknapinn, sem Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir um þessar mundir. Þetta leikrit hefur, að sögn, farið sig- urför um London, Norðurlönd, Vestur-Þýzkaland, Holland og mun vafalaust fara stórfenglega sigur- för um Hafnarfjörð og nágrenni. 1 leikskránni stendur, að þetta sé gamanleikur, en það mun vera misprentun fyrir skrípaleikur. Leikritið er, sem sé, skrípaskop Z~L upphafi til enda. Hitt er svo annaS mál, að' það má vera dauð- ur maður, sem ekki hlær að því, c;i ckki er þetta skáldskapur Kolbeinn og ég er ekki einu sinni viss um að þettá sé leikrit. A sviðinu sést bara fólk, sem er að leika sér, en það leikur sér svo skemmtilega, að þar vantar ekk- ert á, nema ef vera skyldi húla- hopp, sem nú fer, eins og téð leikrit, sigurför um alla heims- byggðina (Hafnarfjörður með talinn) og með svo miklum gassa, eins og vinir okkar, Færeyingar, segja að sjálfur páfinn, hinn ný- kjörni, ræður ekkert við blessað- ar nunnurnar sínar. Þær hoppa allra kvenna tígulegast — með heilaga þrenningu í augnaráðinu, eilífa sáluhjálp í brosmildi var- anna og postullega kveðju í sveigj- anleik mjaðmanna. Nefndur páfi getur því, tekið undir með G. Þ. — skáldinu, sem kvað í stórfeng- legri spásýn: , Mjög þarf nú að mörgu hyggja mikið eru um gjarðir hér. Ef ég má nota hér margþvælda klisju, þá er þetta svokallað „kassastykki." og því mega Hafn- firðingar ekki fá í kassann sinn eins og aðrir firðingar. Og mér býður i grun, að þeim peningum, sem í kassann koma fyrir sýning- arnar á þessum leik, verði varið tíl þess að æfa og koma á svið leikriti, sem hefur bókmenntalegt og um leið menningarlegt gildi. Það gengi glæpi næst að spand- era öðrum eins „Ieikkröftum" (afsakið klisjuna) og birtast á sviðinu í leikhúsi Hafnfirðinga á síðkvöldum þessa hausts í annað eins bókmennta skonrok og téð leikrit er, ef þeir fengju ekki á eftir þessum óskapnaði viðfangs- efni, sem svo ágætum hæfileik- um sæmir. Mikið eiga hafnfirzkir leikarar Klemenzi Jónssyni að þakka. Hann stjórnaði þessum leik og það gengur kraftaverki næst að geta mulið þetta skorpnaða bókmennta- lcga tað niður í smágerðan áburð. Og þó að enginn laukur spretti af þessum áburði, er það ekki Klemenzi að kenna. Það er sök höfundarins. Hjá þeim presti vantar vitamín í vatnsgrautinn. Leikurinn var sýnilega þaulæfður. Klemenz er bæði duglegur, sam- vizkusamur og hefur eldlegan á- huga. Hann má lekki vamm sitt vita í neinu. Og í þetta skipti hef- ur hann gert mikið úr engu. Hraði og tímaskipting var með afbrigðum. Dauðír punktar sáust ekki nema kannske í stækkunar- gleri. í stuttu máli sagt: Klemenz vann stórsigur sem leikstjóri. Af leikendunum bar Steinunn Bjarnadóttir af. Hún skilaði með mestu prýði öllu, sem hlutverk hennar krafðist og er afbragðs leikkona í hlutverkum, sem eru við hennar hæfi. Guðjón fór rösk- lega með hlutverk sitt, ofurstann. Katla Ólafsdóttir fer þarna með allstórt hlutverk og skilar því af mestu prýði. Elskendurna, sem alltaf ,.eru leiðinlegustu hlutverkin, það er að segja á leiksviði, léku Dóra M. Reyndal og Harry Ein- aisson eins og fermingarbörn. Það þarf að taka fastar á slíkum hlutverkum, en það kemur með aldri og æfingu, að því er ólyginn hefur sagt mér. Skálkana léku þeir Ragnar Magnússon, Sigurður Kristins og Eiríkur Jóhannesson. Eiríkur hefur oft verið betri en núna. Sigurður fór fremur skemmtilega með hlutverk sitt, en Ragnar sýndi þarna, að hann er ósvikið leikaraefni. Ölafur Mixa lék af miklu fjöri og Sólveig Sveinsdóttir lék kvenlögguna skemmtilega. Valur Gíslason hefur snarað leiknum á ágætt leikhúsmál. Hann er, eins og kunnugt er, tvöfaldur silfurlampahafi, en nú er hann einnig orðinn með betri leikrita- þýðendum. Það má þvi segja um hann, að „Valurinn flýgur vítt yfir skóga." Karl fsfeld Ólafur Mixa og Steinunn Bjarnadóttir í hlutverkum sfnum. VTKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.