Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 26

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 26
Blásturs- liljóðfæri fyrir barna- o«/ ua yli ntjash áia- JJ. ótœlt uer Einkaumboö: ^Jd(jói)fcerauerzí. ^JJelcjadottui DAGBÓK FRA LITLA-HRAUNI Framhaltl af bls. 24. 30/6 1 da.g komu hér lögreglu- menn úr Reykjavík meS þrjá nýja fanga og kannaSist ég viS tvo þeirra, þá B . . V . . og D .. J . . Auk þessara fanga komu þessir lög- reglumenn meS nýjan dóm á mig og hljóSaSi hann upp á sjö mánaSa fang- elsi til viSbótar, þannig aS á mér hvíla nú 27 mán. Ég er nú staSráSinn í því aS strjúka héSan ef ég frétti ekki mjög bráSlega eitthvaS af þessu losunar máli mínu, sem mér finnst vægast sagt allt mjög flókiS og ekki á valdi miSlungs manna aS ráSa fram úr þeim mála- flóka. Mér finnst nú hver dagurinn hér vera sem hreinasta víti, og veit ég sannast sagna ekki hvernig fer, ef fyrir mér liggur aS dvelja hér marga mán- uSi til viSbótar. Sálarlíf mitt er nú þegar allt stórlega truflaS og má ekki viS áframhaldandi þvingun ef ekki á verra af aS hljótast. 1/7 VeSur er í dag mjög gott, logn og léttskýjaS og mik- ill hiti. Ég hefi enn ekki frétt neitt frá þeim er meS mál mitt fara. Eg fór í kvöld til læknis og lét þar skoSa augu mín, en ég hefi aS undanförnu veriS allslæmur í þeim, einkum ef ég hef lesiS mikiS. Læknirinn sagSi aS þarna væri um aS ræSa litilsháttai- slímhimnubólga og fékk hann mér smyrsl til lækningar þessa kvilla. Ég hefi í dag veriS í mjög þungu skapi og hvergi fest yndi. 2/7 Dagur þessi mun lengi verSa mér minnisstæSur sem einn sá þungbærasti er ég hefi upplifaS, þvi í dag kom hér hinn ágæti G . . I.. og tilkynnti hann mér aS ég mundi ekki losna héSan fyrr en ég hefSi afplánaS ca. helming af dómum mín- um, þannig aS eftir því verS ég aS vera hér næstum eitt ár til viSbótar og finnst mér sannast sagna erfitt til þess að hugsa. ®g hefi nú skrifað föður mínum bréf þar sem ég bið hann að beita sér til hins ýtrasta. Þetta er mín eina og síðasta von og fái ég ekk- ert út úr henni, mun ég neyddur til þess að grípa til einhverra annara ráð- stafana. Mér komu fréttir þessar mjög á óvart, því ég hafði vegna orða þeirra G . . I. . og S . . L .. gert mér vonir um að losna nú á næstunni. Ég er þvi þessa stundina mjög uggandi og illa haldinn enda engin furða, þegar allt og allar vonir hrynja með svo skjótum hætti. Mér finnst nú svo sem ekkert sé sjálfsagðara, en að ég forði mér frá þessu öllu, og færi mig inn til annara og betri heima. Þvi það er trúa mín að þar muni lífið ekki verða mér erfið- ara jafnvel þótt ég þurfi til þess að drýgja stóra synd. Þvi séu til ríki hins góða og göfuga og því trúi ég, munu sjónarmið mín verða þar réttilega metin og mér leyft að lifa samkvæmt því hinu æðsta mati. Ég vona þó að mér takist að sigrast á öllu þessu og set þvi traust mitt á þann eina og sanna Guð er öllu fær ráðið og öllu getur breytt. 3/7 Dagur þessi var án vafa sá eftirminnilegasti síðan ég kom hér á hælið. OEg fékk leyfi for- stjórans til þess að fara fram á af- rétt í Þjórsárdal, ásamt fjórum föng- um öðrum. Veður var mjög gott þegar lagt var upp í ferðina og hélst svo dag- langt. Leið sú sem ekin var, er viða mjög fögur þar sem ekið er um hinar blómlegu uppsveitir Árnessýslu. Þegar svo loks kemur inn i sjálfan Þjórsár- dalinn tekur við hin tígulega fegurð íslenzkrar náttúru. 1 norðri gat að líta fagra skóga, vaxna ása er risu sem ógnendur hinnar miklu sandauðnar í suðri. Þarna má glögglega sjá hversu mjög við Islendingar þurfum að leggja áherzlu á ræktun og græðslu þeirra landssvæða er nakin standa fyrir ó- blíðri náttúru. För þessi var og sögu- leg mjög þvi á heimleiðinni stukku þrír fanganna af bílnum og hurfu sjón- um inn í kjarrið og hefir ekki til þeirra spurzt síðan. Og er nú gerður út mikill flokkur manna til þess að leita þeirra þremenninganna. Um kvöldið þegar ég kom hér heim, biður mín þar faðir minn og S . . L . .. Þetta var mér mikið gleðiefni, einkum þai' sem þeir færðu mér þær fréttir að G. . . J . ., væri mjög hlynntur því að ég færi. Strax og hann hefur gefið út mér hagstætt álit í máli þessu, ætti ég að geta losnað. Dagur þessi varð mér því bæði skemmtileg- ur og svo hitt, hann veitti mér svar við bænum minum til Jesú, sem vissu- lega hefir bænheyrt mig. 4/7 Veður er í dag mjög gott og viðrar vissulega vel fyr- ir strokufangana, en af þeim hefir enn ekkert frétzt. Hér voru menn all- ir inni við í dag, því bæði verkstjóri fóru og aðrir þeir starfsmenn er héðan mátti missa frá nauðsynlegustu störfum. Skap mitt og andleg líðan vai- mjög sæmileg í dag og vona ég að svo geti orðið enn um hrið. 5/7 1 dag er dumbungsveður hér eystra og enn eru menn hér iðjulausir, og mun það stafa af því fangaverðir og aðrir starfsmenn hælisins eru nú mjög upp- teknir við leit að strokuföngunum þrem. Dagur þessi leið án nokkurra tíðinda í innihaldslausu rabbi um hina ólíklegustu hluti. 3 /7 Enn er veður fremur þung- búið, en þó hiti í lofti. S. 1. nótt tókst að handsama strokufang- ana eftir mikinn og sögulegan elt- ingarleik sem vart mun eiga sinn lik- an hér á landi. Þeir voru svo fluttir hingað austur í járnum og eru nú geymdir í hinum óvistlegu „Sell- um“ fangelsisins. Einn fangi losnaði hér í dag og hét sá S. . . Þetta er hinn vænsti maður og sakna ég hans sannarlega, því við áttum hér oft ánægjulegar stundir saman. S . . er maður fjölgáfaður og hefir mjög sérstæðar og á stundum skemmtilegar skoðanir á tilverunni. Hann hafði að þessu sinni dvalið hér í eitt ár, og fór út með sautján mánaða eftirgjöf, enda þótt hann hafi oftsinnis dvalið hér áður. Nokkuð var um heimsóknir hingað í dag og eru það mest sömu mennirnir er það hnoss hreppa. Eg er þessa dagana fremur bjartsýnn á mín mál og bíð því rólegur um sinn. 7/7 Dagur þessi var mjög við- burðaríkur, því að i dag reyndi einn strokufanganna að svipta sig lífinu, fyrst með því að hengja sig og svo í síðara skiptið með því að kveikja i svampdínu sem var i einangrunarklefa þeim er hann var geymdur í. Þarna inni var einungis þessi dina sem gat brunnið og var því ekki um verulegan eld að ræða. Af þessu urðu þó nokkrar skemmdir af völdum reyks og voru fangar þeir sem í ,,sellunum“ kvöldu allir fluttir þaðan og dvelja í sínum upphaf- legu fangaklefum. J.. V.., en svo heitir sá er í kveikti, var í bæði skipt- in mjög hætt kominn. Það kom i minn hlut í síðara skiptið að gera á honum lífgunartilraunir. 8—9/7 Lítið hefir verið um vinnu fyrir fangana þessa daga, nema hvað ég og nokkrir aðrir hafa unnið við að þrifa til og lagfæra eftir brunann. Þetta var mikið verk og erf- itt. Strokufangarnir eru enn í mjög strangri gæzlu og mun í ráði að setja þá aftur niður í „sellurnar". Hér hefir svo ekkert markvert skeð frem- 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.