Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 27

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 27
ur en vant er og því fátt um þessa daga að segja annað en að þeir eru þrautleiðinlegir. _ 10/7 Veður er í dag fremur gott, hiti i lofti og úr- komulaust en skýjað. Heldur er nú lítið um verkefni fyrir fangana og eru þeir því flestir á rápi hér innanhúss. Iðjuleysi þetta er mjög ó- æskilegt fyrir alla aðilja, það kemur af stað ýmsu því er telja verður mjög óheppilegt á þessum stað. Svo sem fyrr raskar hér fátt hinu fasta formi fangalífsins, menn ganga hér um Ijúgandi- að sjálfum sér og öðr- um allskyns sögum varðandi losun o. fl. Ég bíð og vona. 11/7 Veður er í dag mjög gott, norðan andvari og létt- skýjað. Nú í dag voru allir fangar við vinnu og breytir það mjög öllu lífi hér. Ég var í dag mikið útivið og naut sólar og sumars, svo sem frekast er kostur á þessum stað. Ég hefi verið til muna hressari á sálinni síðan þeir pabbi og L . . komu hér til min og bíð ég þess nú að fá fréttir frá þéim er að þessum málum vinna að losna héðan mjög bráðlega og ráða því að sjálfsögðu mest hin- ar góðu vonir er mér hafa borizt frá þeim er að þessum málum vinna. 1 kvöld voru strokufangarnir aftur fluttir i ,,sellurnar“ og er þeir höfðu dvalið ca. hálftíma, kveikti einn þeirra i svampdínu svo að allt húsið fylltist af reyk og varð að flytja þá aftur í klefa sína. 12/7 1 da& er mjög fagurt veð- ur og naut ég þess að svo miklu leyti sem mögulegt var. En nú hefur útivistartími okkar verið skei'tur mjög og mun það vera hefnd- arráðstöfun fyrir strok þeirra þre- menninganna. Annars skeður hér hreint ekkert sem hægt er að færa inn í dagbók og skal þetta því nægja þessum degi. 13/7 1 dag er sunnudagur og veður enn hið bezta. Hing- að kom í dag hópur Fíladelfíumanna ofan frá Selfossi. Slíkar heimsóknir eru mjög ánægjulegaroghafahinbeztu áhrif á fangana og væri sannarlega þörf á því að slíkar heimsóknir yrðu sem tiðastar. Á meðal þessa fólks var ungur maður frá Selfossi er vitnaði hér í fyrsta sinni um frelsun sína. Einnig var þarna á meðal ung stúlka og hafði hún mikil áhrif á mig, allt hennar viðmót bar vott um svo full- kominn hreinleika og manngæzku að slíkt mun áreiðanlega fátítt á meðal ungs fólks. Fremur lítið var um heimsóknir hér í dag og ekkert skeði markvert. 14/7 Enn er hér hið fegursta veður og nota menn sér það svo sem frekast er unnt. Ég er sem fyrr í mjög rólegu starfi og get því notið veðurblíðunnar að veru- legu leyti. Það ber nú æ oftar við að ungar dömur leggi leið sína hér um þjóðveginn. Þetta er að vísu nokk- ur tilbreyting frá hinu formfasta lífi, en það ýfir upp það sem sízt skyldi og kemur manni til þess að hugsa til liöinna daga. Manni verður á að hugsa til allra þeirra tækifæra er maður hefur átt og hvernig þau hefðu átt að nýtast. Ég frétti lítið af málum mínum, biðin verður sennilega löng. 15/7 Ég vaknaði snemma í morgun við glampandi geisla morgunsólarinnar. Megin hluta dagsins lá ég og sólaði mig. Síðari hluta dagsins kom hér bíll frá rann- sóknarlögreglunni og flutti hann hing- að . . . morðingja, en hann hlaut sem kunnugt er 16 ár fyrir glæp sinn. 16/7 Enn er veður hér mjög gott, og er nú túnsláttur hafinn hér. Megin hluti fanganna hef- ir starfað við heyskap i dag og hefir því vei'ið kyrrt og þægilegt hér heima- fýrir. Ég ræddi hér í dag við einn af föngunum og hét sá K . . V . . mjög vel gefinn maður. Við ræddum um lif okkar og framtíð og komumst brátt að þeirri niðurstöðu að hið eina rétta er okkur bæri að gera væri að ganga til fylgis við söfnuð Fíladelfíumanna. Hvað úr þessu verður skal ósagt látið en víst er að fátt mun betur ráðið en einmitt þetta, þvi hjálpi það ekki, verður fátt til bjargar minni sál. Ég fæ nú títt mjög slæm lundar- köst, en reyni þó að láta það bitna sem minnst á þeim sem ég umgengst. Lífið er hér ömurlegt. 17 /7 Enn er hér sama veður- blíðan og nýt ég sólar og sumars svo sem frekast er hér unnt. Einn fangi fór héðan í dag og átti sá eftir að afplána ca. 22 mánuði og hefur verið fastagestur síðastliðin 10 ár. Ég frétti sem fyrr ekkert um gang minna mála og er raunar hætt- ur að gera mér vonir um að losna í bráð. lg/7 Hér er svo sem fyrr hið bezta veður og sama ömur- lega tilbreytingarleysið hrjáir menn mjög. Það virðist vera fastur vani ungra stúlkna af Bakkanum að fá sér kvöldgöngu hér framhjá hælinu. Þetta er nokkur tilbreyting og vekur fýsn holdsins sem erfitt er að svala hér innan fangelsisins. Ég finn nú sifellt meira fyrir þeirri sálar pynt- ingu er hér fer fram og fæ ekki skilið hvaða tilgangur liggur á bak við hin- ar ýmsu ráðstafanir er hér eru við- hafðar. Veljið gott merki Hi& nýja Kolynos 19/7 Fagurt veður er i dag og má sjá fólk í heyskap hér allt um kring. Ég átti i dag tal við forstjóra hælisins, og spurði hann hvoi't nokkuð hefði verið leitað til hans, varðandi losun á mér og kvað hann nei við. Það er því sýnt að ekki muni ég losna neitt á næstunni. Héðan fóru í dag tveir menn og fór annar þeirra á sjúkrahús og hét sá B . . Á .., mað- ur nærri sextugu, og hefir hann dval- ið hér samfleytt i 15 ár. Hann mun upphaflega hafa verið sem einhvers- konar sjúklingur, en hefir svo ekki viljað fara héðan. Hinn maðurinn hét I. . J . ., og var hann búinn að dvelja hér i ca. 6 mánuði en fór nú suður á No. 9. Maður þessi er forfallinn eit- urlyfjaneytandi og hafði hann verið undir áhrifum nokkra daga nú þegar læknir skipaði að hann skyldi sendur suður. Ég er þessa dagana sæmilega sálarhress, en hætt er við að það vari ekki lengi því þessi óvissa varð- andi losun er mjög slæm fyrir and- lega heilsu mína. Ég er nú nokkuð farinn að velta fyrir mér hvernig mér muni reiða af þegar ég kem út úr fangelsinu. Ég hygg að ég muni reyna að smakka sem minnst áfengi, og reyna þannig að ná fót- festu í lífinu á ný. 20/7 S. 1. nótt var hér mikill hávaði, svo að menn áttu erfitt með svefn. Hávaði þessi orsak- aðist af því að J . . V .. tók sig til og mölvaði gluggann úr klefa sínum með öllu þvi sem með fylgdi, einnig tókst honum að rífa frá miðstöðvarofninn, svo að vatn flóði um allt. J . . var siðan fluttur til Reykjavíkur og geymdur þar í ,,kjallaranum“ þar til að hann var fluttur hingað aftur urn miðjan dag. Mér finnst meðferð á þessum fanga mjög einkennileg og er ég viss um að færa má sönnur á að fangaverðir hér eiga sinn þátt i ó- hamingju þessa unga pilts. Mikið var um heimsóknir hingað í dag enda veður svo sem bezt verður á kosið. Ég var hálfvegis að vonast eftir heimsókn í dag en það fór sem fyrr, engin heimsókn, engar fréttir. Mér finnst mjög einkennilegt að ég skuli ekkert frétta frá systur minni, því hún hefir ávallt verið mér mikið góð og með okkur hin bezta vinátta. super wliite — tannkrem er komið á marka'öinn. Bragögott — hressandi Gerir tennurnar mjallahvítar 'fýu/Aja vii. SÚPUTENINGAR Ljúffengir og kraftmikl- ir, bragðbæta súpur.sós- ur og gefa matnum hið rétta bragð. Fást í 6 stykkja pökk- um, 25 í dós eða 50 í smekklegu glasi. ES 2J Heildsölubirg&ir: Eggert Kristjánsson & Co. hf VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.