Vikan


Vikan - 11.12.1958, Qupperneq 2

Vikan - 11.12.1958, Qupperneq 2
46. tbl. 11. desember 1958. 21. árg. — kr. 10. DIESELVÉLAR Framleiddar í stærðum 3 til 2500 h.ö., fyrir skip og fiskibáta Sparneytnar — Gangvissar — Auðveldar í meðförum iSEUTZ smðœðc úÁste / /íecmmMm //FF/P /OOO/Sa é DEUTZ-verksmiðjurnar smíðuðu fyrsta mótorinn, sem smíðaður var i heim- inum, árið 1864. Stærsta dieselvél sem sett hefur verið í skip hér á landi var DEUTZ-vél 1000 h.ö., sett í dráttarbátinn Magna. DEUTZ-dieselvélar eru í fjölda skipa hérlendis. PÓSTURINN Við fengum skemmtilegt bréf hingað um dag- inn frá Vestmannaeyjum. „Eyjaskeggi“ sendi okkur fiöskuskeyti, sem nýlega hafði fundizt á Þrælaeiði í Vestmannaeyjum. Eftir dagsetningunni á skeytinu að dæma hef- ur það velkst i sjó tæp tvö ár áður en það rak að landi. Skeytið var ritað á brúnan pappa með blýanti og var vel læsilegt. Það er ritað á þýzku af tveimur þýzkum sjómönnum, 22 og 23 ára gömlum, báðum frá Cuxhaven. Þessir ungu menn æskja eftir bréfasambandi við ungar stúlkur. Þó er ékki nema annar þeirra, sem lætur nafn sitt og heimilisfang fylgja og við birtum það hér, ef einhver blómarósin á Islandi vildi svara flösku- skeytinu. Nafnið og heimilisfangið er á þessa leið: Willy Bode, Cuxhaven, Am Bauhof 17 IX. —o— Kæra Vika: Eg held að ekkert blað á Islandi hafi fyrr né siðar birt annað eins efni eins og dagbókina frá Litla-Hrauni. Þar er okkur sýnt inn í heldur óhugnanlegt hyldýpi og við hrökkvum við af værum blundi. Birtið meira af slíku efni. Herra ritstjóri: Aldarspegillinn er eitt af því sem ég les alltaf fyrst í Vikunni. Þetta er merkileg tilraun til að sýna okkur helztu samferðamenn í hlutlausu ljósi. Hingað til hefur tíðkast að skrifa um menn í mærðarfullum lofgerðarstíl, þeir hafnir upp til skýjanna ellegar traðkaðir niður 'í svaðið. Þið reynið að gefa sanna mynd af þeim og það kann ég að meta. Myndirnar hafa líka afar mikið gildi. Að lokum vil ég láta í ljósi þakkir mínar fyrir það að krossgáturnar eru farnar að vera viliu- lausar. Ks. T. DEUTZ- er heimsþekkt merki, sem ryður sér hvarvetna til rúms í heiminum. Á hverjum mánuði eru framleiddar 4500 DEUTZ-vélar, enda starfa hjá verksmiðjunum um 25.000 manns. Leitið tilboða hjá oss áður en þér festið kaup annarsstaðar. Aðalumboðsmenn á Islandi Hlutafélagið „llamar4i REYKJAVÍK Kæra Vika: Ég keypti eina málverkaprentun Helgafells og hengdi upp í herberginu mínu. Vinur minn einn kom i heimsókn og varð stór hneykslaður. Hann sagði að þetta væri misþyrming á listinni, verk- smiðjuframleiðsla. Enginn siðaður maður ætti að hengja svona upp hjá sér. Eg hafði verið afar hreykinn og stoltur af myndinni minni en síðan hef ég verið heldur hnugginn yfir henni þvi ég met vin minn mikils og veit hann hefur mikið vit á listum. Palli. SVAR: Láttu ekkert á þig fá þótt vinur þinn sé að derra sig. Málverkaprentanir Helgafells eru sérlega velheppnaðar svo að menn, sem vit liafa á, eiga oft örðugt með að dæma milli frummyndar og eftirmyndar. Ef myndin veitir þér ánœgju þá skaltu ekki fara að taka hana niður af veggnum, þótt vinur sláir um sig meö svona rugli. —o— Bezta jólagjöfin er áskriftarkort að tímaritinu FLUGMÁL OG TÆKNI er fást hjá öllum helztu bókaverzlunum bæjarins. Flugmál og tækni mun koma út mánaðarlega 68 síður og verður helgað flugmálum og almennri tækni. Mikið af vinnuteikningum fyrir föndur og heimavinnu. FLUGMÁL OG TÆKNI Kæra Vika: Ég hef nokkrum sinnum farið út með her- manni sem mér þykir vænt um. Han ner í varn- arliðinu í Keflavík og kemur í bæinn um helgar, þá hitti ég hann en fer aldrei með honum suður eftir. Vinstúlkur mlnar hæðast að mér fyrir að vera með hermanni og fyrirlíta mig sumar hverj- ar. Finnst þér réttlátt að þær geri það. Er ekki maðurinn jafngóður þótt hann sé í ein- kennisbúningi ? SVAR: Við skulum vona það. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.