Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 3
VIKAIU tJtgefandl: VIKAN H.F. Ritstjóri: Jökull Jakobsson (abm.) Blaðamenn: Karl ísfeld, Hrafn P&lsson, Bragl Krlstjónsson, Auglýsingastjóri: Asbjbrn Magnússon, Framkvæmdastjóri: Hilmar , A. Kristjéasson. Verð í lausasölu kr, 10,00. Áskriftarverð 1 Reykjavík: kr. 9,00. -- Áskriftarverð • utan Reykjavíkur.kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrirfram; : Ritstjórn og auglýsinglir: Tjarnargata 4. SSntí 1S004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreiflhg h.f., Miklubrattl 15. Sínii' 15017. Prentað i Steindörsprentí. Kápuprentun i -.'¦•< Frentsmiðju Jöns Helgasonar. Myndamót gerð i Myndamótum h.f., Hverfisgtítu 50. I'ENNAVINIK Steinunn Vigfúsdóttir, við pilta 18—22 ára, Elsa Tómasdóttir, við pilta 18—22 ára, Ragn- hildur Pálsdóttir og Herborg Herbjörnsdóttir báð- ar við pilta 17—20 ára og Gerður Kristinsdóttir, við pilta 17—21 árs, allar eru stúlkurnar að húsmœðraskólanum, Laugalandi, Eyjafirði. Guð- ný Þorsteinsdóttir, Miðstræti' 16, Neskaupstað, við pilta 17—19 ára. Inga Aradóttir, Anna Ing- varsdóttir og Fjóla Aradóttir, allar á Húsmæðra- skólanum, Laugarlandi, Eyjafirði, við pilta 18 —20 ára. Erla Jónsdóttir, Nesjavöllum, Grafn- ingi, Arnessýslu við pilta 18—19 ára. Hildur Ottisen, Syðri-Brú, Grímsnesi, Arnessýslu, við pilta 22—25 ára. Díana Eiríksdóttir og Diddý Óskarsdóttir, báðar Húsmæðraskólanum Lauga- landi, Eyjafirði við pilta 19—21 árs. Inga Ast- valdar, Húsmæðraskólanum Staðarfelli, Dala- sýslu við pilta 18—25 ára. HliMIR IUISVITRU SOGÐU Mátti ekki týna gleraugunum „Þegar eitthvað hefur átt sér stað, er eins og allt hafi verið afstaðin, áður en ég hef fundið gleraugun." Vikan 25. nóv. 1958 Hverju hvíslaði Mitzi að Frank? „Ekki vitum við hverju ungfrú Mitzi Gaynor er að hvísla að Frank Sinatra á þessari mynd, en eitthvað er það fallegt, sem sjá má á svip Sinatra." Sunnudagsblaðið 23. nóv. 1958 (undir mynd). Skrímslið drakk morgunkaffi. „Fólk varð fyrst vart við dýrið, er það sat inni og var að drekka morgunkaffi." Tíminn 19. nóv. 1958 Stuðlanna þrískipta grein öfugmœlavísuT. Hrafninn talar málið manns, músin flýgur víða, kettlingurinn kvað við dans, kaplar skipin smíða. Gott er að taka grös i mó með garmvettlingi loðnum, einnig leggja ltnu í sjó. laxi beita soðnum. Lendingin. Landann höfðu löndur þjáð, unz landinn gaf upp andann. Landi hefir lending náð á landinu fyrir handann. Káinn. VlSUR VALDIMARS PÁLSSONAR Sannleikur og lýgi. Lýgin flaug um lönd og sjó langt í burtu héðan. Sannleikurinn sína skó sat og batt á meðan. Ellistyrkur. Nú er ég kominn, eftir marga raun með ótal kaun, yfir lífsins Ödáðahraun á eftirlaun. Dramb. Manneskjan er drambsamt dýr og drottnar yfir landsins haga. Hún er alveg eins og kýr, - allt, sem grænt er, vill hún naga. A TAKMDRKUNUM Kjarval var eitt sinn að mála veggina í Landsbankanum. Kom þá til hans einn starfsmanna og spyr, hvað hann sé að mála. — Ég er að mála togara, segir Kjarval. — Nú, ég sé engan togara, segir mann- greyið. — Það er ekki von, þú ert sjálfur í lestinni, svaraði Kjarval. • Jón á Yztafelli var að refta yfir f jarhús. Bar þar að mann og hafði sá orð á því að þetta væru lélegir raftviðir. Þá sagði Jón: — Það er ekki gaman að vanefnaskort- inum, þegar maður þarf að kljúfa tvo rafta í einn. •k Jón kom eitt sinn að máli við nágranna sinn eftir smalamennsku og spurði: — Þú hefur vænt ég ekki séð hornkoll- ótta hrútgimbur, tjargaða með rauðri blá- krít milli hornanna. Nokkrir sparneytnir drykkjumenn höfðu orð á því við látinn, ónafngreindan bóka- vörð, að hann væri sídrukkinn. — Það er ekki satt, sagði bókavörður- inn, — ég bragðaði ekki dropa í tvo mán- uði í ágúst í fyrra. Valið efni til tómstundaiðju • Hom • íbenholt • Palesander • Mosaik • Eyrnalokkaklemmur • Hnífaparasett (hálfunnin) • Ötskurðarjárn og margt fleira. Innlend og erlend leikföng í miklu úrvali. PÓSTSENDUM VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.