Vikan


Vikan - 11.12.1958, Side 5

Vikan - 11.12.1958, Side 5
SVAKTI kadiljákinn hans Eldon J. Mc Whimneys hafði farið út af veginum, sem lá heim til Carveré-systkinanna — fáeinum mínútum eftir miðnætti, að því er blöðin sögðu. Hann fannst undir brúnni um klukkan tvö eftir miðnætti. Og þó að herra McWhimney, sem lifði í auði og allsnægtum, væri enn á lífi, var ekki mikil von til þess að hann lifði þetta af. Á öðrum degi hans í sjúkrahúsinu sögðu læknarnir, að hann mundi ekki lifa, af þvi að hann langaði ekki til að lifa. Og þegar hann kom til meðvitundar á þriðja degi virtist sú litla lifs- löngun, sem eftir var, þverra með öllu. McWhimney reyndi að hreyfa fæturna. Hann fann með höndunum, að neðri hluta líkamans var óskapnaður og hann tók að hljóða. — Fæturnir minir! Fæturnir mínir! Þeir hafa skorið af mér fætuma! Því næst seig hann aftur ofan í djúp óminnisins. Þá sögðu þeir, að öll von væri úti. Eins og flestir auðugir menn hafði Mc- Whimney, forseti Suður-ameríska olíuhringsins, allt, sem hendi þurfti til að rétta. Og hann hefði látið þig fá alla þína peninga og olíulindimar líka, ef þú hefði getað aukið nokkrum þumlung- um við hæð hans, því það var það, sem hann þráði mest. McWhimney fundust það verstu örlög, sem hægt var að sæta að vera stuttur. Stundum, þegar hann gekk fram hjá mannhæðarháum speglinum heima hjá sér á skóm, sem h'ækkuðu hann um tvo þumlunga, sagði hann við sjálfan sig: „Það er ónauðsynlegt að skapa lágvaxinn mann. Hávaxinn maður hefur alltaf vinninginn fram yfir þann lágvaxna. Hvers vegna gat ég ekki verið stór?“ Ef þú hefðir heyrt þessa athugasemd, hefð- irðu ef til vill látið hana sem vind um eyrun þjóta. En af því hún kom frá McWhimney, var erfitt að gleyma henni, því að vinir hans Og Smásaga eftir BEN TOWNSEND kunningjar vissu, að þetta var æviraun hans. Þeir sögðu, að skemmtilegustu stimdir hans væru þær, er hann sæi auglýsingar í blöðunum frá skóverksmiðjum, því að þá væri hann alltaf að leita að einhverri nýrri skótegund, sem hækk- aði menn, ekki um einn eða tvo þumlunga, heldur um svo marga þumlunga sem menn óskuðu sér. Hann pantaði skó, sem hækkuðu hann um fimm þumlunga. Allir skrifstofumennirnir hjá Suður- ameríska olíufélaginu minntust þess, hversu hamingjusamur hann kom 1 skrifstofuna þann daginn. Hann gekk á þeirn um allar skrifstof- urnar og heilsaði starfsmönnum sínum með vin- gjarnlegu brosi. Hann var hnarreistur og þandi út brjóstið og var allra snotrasti maður. En þegar leið á daginn fór hann að kvarta um þrautir i bakinu og um kvöldið varð hann veik- ur. Læknir hans skipaði honum að fara í rúmið og hann lá í rúminu í tvo daga. Hann fór aldrei í skóna eftir það. Ef þú hefðir þekkt þennan olíukóng, hefðirðu mátt ætla, að hann hefði ráðið lægri mann en hann var sjálfur sem einkaritara. Það var sagt sem fyndni meðal kunningja hans, að McWhimney mundi finnast hann stór, ef hann gæti losnað við Jim Carver, einkaritara sinn og fengið einhvern dvergvaxinn náunga í staðinn. Carver var sex fet á hæð og hann var dómari i körfuknattleiks- liði félagsins. Systir Carvers, Marion, sem var brúnhærð og brúneyg með rósrauðar varir, var sú kona sem hann þráði öllum konum fremur. Eln hann gat ekki beðið hennar, því hún var fimm þuml- ungum hærri en hann. Carver og systir hans voru oft boðin heim til McWhimney’s. Þjónustufólkið varð þess vart, að Marion gaut oft í laumi aðdáunaraugum til litla mannsins. Það vissi líka, að þótt litli maðurinn væri alltof stoltur til að viðurkenna það, dáðist hann að hávöxnu konunni og að hann mundi aldrei elska aðra konu. Jafnvel ekki lágvaxna konu. Margt kvöld, er hann gekk til hvílu, hugsaði hann um hana. Oft dreymdi hann að hann væri hávaxinn maður og þau væru að dansa sam- an. Og þegar hann vaknaði vonsvikinn, sagði hann við sjálfan sig: „Bara að ég væri stór maður." En aldrei gat hann stækkað. Árin liöu og McWhimney varð æ ríkari og ríkax-i, þótt hann legði ekki sérstaklega mikla stund á það. E5n þrátt fyrir auðsæld sina tók hugrekkið að minnka. Hann varð ellilegur löngu fyrir tímann. Hann varð axlasiginn og hár hans, sem einn sinni var svart, varð hæruskotið. Kvöld nokkurt, þegar Carverssystkinin voru að fara heim, eftir að hafa dvalið allt kvöldið hjá McWhimney, stakk gestgjafinn upp á því að aka þeim heim. — Ekillinn er sennilega háttaður, sagði hann — og ég hef ekki sofið vel undanfarið. Eg mun hafa gott af því að skreppa út. Marion sat við hlið hans í bilnum. Hann virtist óvenju rólegur þetta kvöld, þegar Marion var svo nálægt honum og þó svo f jai'ri. Þetta var kvöldið, sem billinn fannst undir brúnni. McCullough læknir gerði ekki ráð fyrir að hinn slasaði maður kærnist aftur til meðvitundar. Eln FramhaJd á bls. 18. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.