Vikan


Vikan - 11.12.1958, Side 6

Vikan - 11.12.1958, Side 6
MÓÐURÁST Haming-ja bams og jafnvægi í sál- rænni þróun þess eru að miklu leyti háð því ástríki, sem það nýtur hjá foreldrum sinum, eirikum ástríki móðurinnar. Bami, sem ekki fær að njóta móðurástarinnar, fer líkt og blómi, sem vex upp í köldum skugga. Fæðing er skelfilegur atburður fyrir bamið, þó að hún gangi auð- veldlega frá sjónarmiði fæðingar- læknisins. I>á skilst barnið frá hlýju móðurlikamans, sem hefir umlukið það og verndað. I>essa hlýju þráir bamið sífellt. í>ví stendur ógn af hinum stóra kalda heimi, sem það fékk í skiptum fyrir mjúkan og heitan móðurlikcimann. I>að finnur til öryggisleysis og verður gripið geig, og hin nýja tilvera styrkir þessa kennd þess í einu og öllu. Aldrei fyrr fann barnið til himgurs, aldrei fyrr íann það kuldann smjúga inn á sig. Hver seður hungur þess, hver yljar því, hver huggar það? Aðeins einni veru er það gefið að fullnægja þess- ari þörf og þrá barnsins. Brjóst móðurinnar er barninu ekki aðeins forðabúr. Um leið og barnið nærist af þvi, öðlast það öryggi sitt á ný, í örmum móður sinnar finnur það hlýjuna, sem það þráir. Römm er sú taug. Hver kona með óbrjálaða móður- tilfinningu skilur þessa þrá barnsins eftir hlýju og vemd og þráir að full- nægja henni. Móðurástin er gagn- kvæm og gæti að öðrum kosti ekki orðið svona sterk. Móðirin þráir snertingu við líkama barnsins jafn heitt og barnið þráir atlot hennar. Tolstoy lýsir þessu átakanlega í önnu Karenínu, þegar Anna stelst til að heimsækja son sinn og finnur hlýjuna og ilminn af líkama hans. En móðirin er bundin mörgu öðru en barninu og verður oft að skipta sér milli margvislegra langana og skyldna, eins og Tolstoy sýnir um önnu. Því þrengja sér annarlegir hlutir milli móður og barns, svo að barnið fær stundum nauman skammt af ástríki og umönnun móð- ur sinnar. Við þessa skiptingu sættir barnið sig aldrei til fulls. Það heimtar skil- yrðislaust það, sem það þarfnast: ástriki og hlýleg atlot. Ef það finn- ur, að móðirin stjakar þvi til hliðar, grýpur öryggisleysiskenndin það heljartökum. Ógæfa margs ungmenn- is vex af þeirri tilfinningu, að móðir- in elski það ekki. Það er oft átakan- legrt að rekja þessa slóð aftur á bak til örvæntingarfullrar baráttu barns- ins um ástúð, hlýju og vernd hjá móður sinni. Þegar baminu hefir skiltzt, að barátta þess um ást móð- urinnar er vonlaus, neyðist það til að bæla 'með sér þrá sína, sem það fær ekki svalað. En hún deyr ekki. Eins og falinn eldur leynist hún í dul- vitund þess. Þar grefur hún um sig og getur brotizt fram hvenær sem er, en þá hefir hún ávallt breytt um mynd. Lítið bam tekur að stama, bleyta sig, það missir matarlystina, fer að sjúga fingur o. s. frv., til þess að minna móðurina á, hversu hjálpar- þurfa það er, og neyða hana þannig til að sýna því ástúð. Þessi ósjálfráðu og ómeðvituðu viðbrögð geta svo orð- ið baminu föst venja, sem þjáir það fram á fullorðins ár. Hin bælda þrá kyndir undir, og hún er sterkari en skynsemin, sem barnið vildi gjarnan láta ráða. Á hinn bóginn mikla þessi óham- ingjusömu börn fyrir sér móðurást- ina, eins og hún svífur þeim fyrir hugarsjónum í dagdraumum og þrá. Bg gleymi aldrei orðum 8 ára drengs, sem ég kynntist vegna þess, að hann hljóp alltaf heiman frá stjúpu sinni og lá jafnvel úti, svo að lögreglan gerði næturleit að honum. Hann þráði ákaft móður sína, sem hann vissi á lífi í fjarlægu landi. Það var í ráði að fjarlægja hann frá stjúpu sinni, merkt i því, að þau leggja hömlur á barnið og draga úr heilbrigðu. sjálfstrausti þess. Heilsteypt móðurást krefst ekki launa. Hún verður oft sterkust, þegar ósjálegasta og tápminnsta barnið á í hlut. Sýndarástin aftur á móti vill miklast af kostum og glæsileik barns- ins. Kosti vesælingsins meta fáir né treysta honum, en ástrík móðir sér þá, treystir þeim og eflir þannig sjálfstraust barnsins. Við slíkan yl þróast tilfinningalifið, viljinn stælist og allur persónuleikinn verður örugg- ari og sterkari. Þannig hefir þrek til mikilla dáða oft vaxið í veikum kvisti við milda móðiirást. S P A U G Laugardag einn ákvað faðirinn að fara með soninn í kvikmyndahús, og hugðist velja spennandi mynd. Það fór þó svo, að þeir feðgar sáu mikla ástarmynd, og var faðirinn hræddur um að sonurinn myndi gagnrýna myndarvalið að sýningu lokinni. Þegar þeir voru á heimleið, segir sonurinn: „Pabbi maður, sástu vöðv- ana á karlinum, þegar hann var að kreista kerlinguna?" Einu sinni var Albert Schweitzer að taka á móti gestum, þarna suður í Afríku. Þá sagði einn þeirra við hann: „Finnst yður ekki heitt. Vitið þér, hve heitt er?“ Þessu svaraði Al- bert: „Eg vil ekki vita, hversu heitt er, því vissi ég það, þá mundi mér einnig vera heitt.“ —o ■ Tveir Eskimóar hittuat eftir mörg ár og tóku að rabba um veðrið. Þá segir annar þeirra: „Það var svo kalt einn vetur hjá mér, að ég gat ekki slökkt á eina kertinu mínu, vegna þess að loginn fraus fastur á því.“ Þá sagði hinn Eskimóinn: „Þetta er ekki svo slæmt, vinur. Þar sem ég var það árið, var svo kalt, að orðin frusu strax og þau höfðu verið sögð. Það þurfti síðan að þýða þau í hval- spiki, svo að fólki skildi hvort annað.“ Eitt sinn vaknaði lávarður einn við undirgang í höll sinni og hringdi strax á þjón sinn. Lávarðurinn: „Hvað er um að vera James ?“ Þjónninn: „Það er einhver hávaði í höllinni, herra.“ Lávarðurinn: „Eg heyri það, en er' það vist?" Þjónninn: „Það tel ég mig geta sagt, herra." Lávarðurinn: „Eru það þjófar?" Þjónninn: „Það tel ég mjög lík- legt.“ Lávarðurinn: „Jæja, viltu ná í byssuna mína. Ég mun klæðast tweedfötunum." sem ekki felldi ást til hans, og koma honum í fóstur. Eg reyndi að gylla þetta fyrir honum: nú myndi hann koma til konu, sem þætti inni- lega vænt um hann. Mörgum konum þætti alveg eins vænt um börnin, þó að þær ættu þau ekki sjálfar. „Ég hef nú líka heyrt það,“ svaraði dreng- urinn, „að það séu til stjúpmömmur, sem séu eins góðar við börnin eins og þær ættu þau sjálfar, en ég held nú að engri geti þótt eins vænt um mann og alvörumömmu manns.“ Hitt kom drengnum ekki til hugar, að sumar „alvörumömmur" sýna börn- um sinum furðu lítið ástríki. Barn, sem orðið hefir fyrir von- brigðum sökum ástleysis foreldra sinna, leiðist auðveldlega út í misferli og afbrot, þegar þvi vex aldur. Sá kali, sem ástbrigði foreldranna vöktu því upphaflega, snýst síðar sem and- úð gegn samfélaginu. Sýndarást og ástleysi. Enginn ræður yfir ást sinni, nema til að vernda hana og hlú að henni, þar sem hún sprettur fram sjálf- krafa. Ástþörf barnsins er alltaf sterk, og móðirin veit, að henni ber að elska það og sýna því umhyggju. En tilfinningar hennar stefna stund- um i aðra átt. Hún ann ekki barninu, en vill þó rækja skyldu sína við það. En þetta er barninu ekki nóg. Slík umhyggja verndar það ekki fyrir geig. Barnið er þá síhrætt um að móðirin bregðist því, eins og það skynji ástleysi hennar bak við skyldu- ræknina. 1 því ástandi liður báðum illa. Barn- ið rígheldur sér í móður sína og verður henni óeðlilega erfitt. Móð- irin reynir að bæta úr ástleysi sínu með úppgerðarumhyggju, sem ekki veitir barninu svigrúm til þess að reyna sig við erfiðleika. Hún er sí- fellt á nálum um barnið, af því að innst í hugskoti sínu er hún ekki örugg um sínar eigin tilfinningar. Því eiga ofurást og ástleysi oft sam- Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vgndamál- um er þeir kunna að stríða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. Öll bréf sem þættinum eru send skulu stíluð til Vikunnar, pósthólf 149. TJmslagið merkt: „Foreldraþáttur“. 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.