Vikan


Vikan - 11.12.1958, Side 9

Vikan - 11.12.1958, Side 9
komið, þegar frambjóðandinn er kosinn og kom- inn á þing. Espivant settist upp og hló. — Þú virtist vita talsvert mikið. Hver sagði þér þetta? — Þú gerðir það sjálfur. Ég er bara að rifja upp það, sem þú sagðir mér um framboð Puyla- meres. Herbert horfði á hana rannsakandi augnaráði milli hálfluktra augna. Og hún horfði óskefld á hann á móti. — Þú virðist vera eins og kjörin til þess að láta mig dást að þér, Youlka. — Já, eins og veðhlaupahestur, sem byrjar á því að sigra, þegar búið er að selja hann. Þú ert bara barn með skegg. Þú hélst, að þú yrðir ríkur, af því að Marianne var rík. Það er afsökun þín. Þú þráðir einskisverða hluti. Þú vildir eiga bíla, þig langaði til að halda stór- veizlur. Og þú vildir eiga fegurri konu en nokk- ur annar. Hún talaði hátíðlega. Herbert lét hana halda áfram og var sólginn i að heyra bæði smjaður hennar og ásakanir. Hann bandaði frá sér í mótmælaskyni, en þegar Júlía sá föla hendi hans og horaða, varð henni orðfall. — Ég þurfti að ná í hluta af hinum óbirtu handritum Corneillés, svo ég gæti fyllt heila bók . . . og svo vildi ég eignast höll, sagði Her- bert ... — En hvað ég þráði að eignast höll. Hann reis á fætur snarlega eins og ungur og heilbrigður maður. — Hugsaðu þér það, Júlía. Það hét Maucombe. Kastalinn speglaðist í stóru vatni. Hann er með turnum og virtist vera frá fimmtándu öld. Þar voru port og hvolfbogar í gotneskum stíl. Ég þráði það, sem mig hafði dreymt svo lengi um! Hann horfði á Júlíu og hélt áfram ... — Það sem okkur hafði dreymt svo lengi um! Hún brosti til hans af miklu veglyndi. — Ó, en ég er fljótari að gleyma því, sem mig langar í. Það getur skeð, að Marianne .. . þér er úr hertu stáli, sagði Espivant og reis upp til hálfs. — Það er þá eitthvað annað en málm- blendingurinn í henni Marianne. Hvenær, sem þig langar í. . . ja ég veit ekki hvað. — Þá er það tunglið? Sagði Júlie svo sem eins og til uppástungu. — Já, látum okkur segja tunglið. Allt í einu færðu að vita, að bleikjusótt er kominn í eir- ketilinn, kornmaðkur í demantana og að svöl- urnar hafa týnt fræin, sem féllu af trjánum. Júlía rak upp innilegan skellihlátur með gal- opin augun og tárin stóðu í augunum. Henni fannst hún heyra þrusk við dyrnar og hló enn þá hærra, en Espivant lækkaði röddina. — Skjöl á skjöl ofan, reikningsvélar, kulda- legar skrifstofustúlkur á óliklegasta stað í borg- inni, andstyggilegt fólk, sem flytur skjöl stað úr stað og lögfræðingar, betur klæddir en ég, sem segja! „Greifinn af Espivant kemur okkur ekkert við. Við erum eingöngu í þjónustu frúar, sem heitir Anfredi Marianne-Héléne, ekkja eftir Hortiz Ludovic-Ramon...“ Það er eign Mari- anne, þú skilur. Það og margt og margt fleira. En þarna eru engir beinir peningar. Þetta er heilt völundarhús. Að lokum, við endann á gang- inum, rekst maður á gamlan, horaðan náunga, sem heitir Saillard, og hann þjáist af andþrengsl- um, og hann er aldrei kaliaður annað en aðeins Saillard. Marianne er alltaf að fara að finna Saillard eða koma frá því að finna Saillard. Stundum, þegar hún kemur heim, er hún súr á svipinn og segir: „Það er tilgangslaust, Saillard er á móti því!“ — Á móti hverju? — Á móti þvi að festa fjórir milljónir í því að kaupa sveitasetur. Hann er á móti þvi að eyða átján hundruð þúsundum í að kaupa Tragonard, sem væru þó happakaup. Saillard benti greifafrú d'Espivent á það, að hún skyldi koma demöntum sínum fyrir í öryggri geymslu, áður en hún gift- ist í annað sinn. Og sömuleiðis var með esmer- framhaldssaga eftir Colette Hann bandaði aftur frá sér með hendinni. — Ég hefði gefið honum þetta í gamla daga, ef ég hafði verið Marianne, hugsaði hún. — Hann er aldrei ómótstæðilegri en þegar hann langar í eitthvað af tómri eigingirni. — Svo að þú fékkst þá ekki þinn ævintýra- lega Robiclakastala, þegar til stykkisins kom? Hvers vegna ekki? — O, það er mjög flókið mál. Það þurfti að ræsa fram jörðina. Það var álitið, að ekki væri heilsusamlegt að setjast að á því svæði. Og auk þess væri það of afskekkt. — Hvað segirðu? Espivant varð snöggvast á svipinn eins og maður, sem álítur að verið sé að njósna um sig. — Ef satt skal segja, veit ég það ekki. Maður kemst ekki fyrirhafnarlaust yfir jafnmiklar eignir og Marianne á. Maður verðuí' dálítið utan- veltu. Maður er þar eins og gestkomandi... Er ég að þreyta þig, Júlía? — Vertu ekki svona kjánalegur. — Jæja, maður kemur þangað eins og maður, sem hefur lervt í umferðarslysi og er tilneyddur að dvelja hálfan dag á ókunnu heimili, hjá fólki, sem býr rétt við veginn og gestgjafarnir tauta í sífellu: Þetta er Reveilland frændi, og þetta er mágkona mín, frænka Charlottes og þessi hávaxni piltur þarna er George, sem verður í Saint-Cyi' á næsta skólaári. Og gesturinn er búinn að gleyma þessu öllu eftir fimm mínútur. Hann fékk hóstakast og truflaðist 1 frásögn- inni. — Þú reynir of mikið á þlg, Herbert. Á ég að gefa þér eitthvað að drekka? Hann bandaði frá sér. — Þessi hósti stafaði ekki frá hálsinum, held- ur frá hjartanu. Allt i lagi. Eignir Mariannes eru... eitthvað mikið og framandi, eitthvað ógn- þrungið og skelfandi, gríðarmikið og leyndar- dómsfullt, sem talar aliar tungur, en enga rétt. Maður getur fengið ógleði af þvi eða jafnvel bak- verk. — Þú verður að fyrirgefa, en ég hef aldreí fengið bakverk, sagði Júlía hreykin. — Jú, jú, ég held maður viti að hryggurinn á aldana, sem voru nýlega keyptir. Hún er skyldug til þess vegna sonar síns, Hortiz Antoine René hins unga. .. Ó! Ég er orðinn steinuppgefinn á þessu öllu! hrópaði Espivant og teygði út hand- leggina. — Þetta er einkennilegt, þegar % breiðl út faðminn, þá er þar einn fyrir . . . Hann lagði hlustir við og heyrði eitthvert skrjáf úti í garðinum. — Ó, ég veit, hver þetta er. Það er prófessor Giscard. Ó, vina mín, ég get ekki rekið hann burtu, eins og ótíndan skrif- stofustrák. Þú verður að koma aftur, Júlia. Við höfum engan tíma haft til þess að tala saman í alvöru. Segðu mér eins og satt er, langar þig til að koma. Mundirðu hafa nokkra minnstu ánægju af að koma aftur? — Auðvitað! Ég er reiðubúin, hvenær sem er. — Alveg reiðubúin! Þú mundir taka þessu fegins hendi, þin lítilmótlega bikkja, ef ég væri betri til heilsunnar en ég er! Júlía hélt að þetta væri aðeins fyndni, sprott- in af beizkju, en varð undrandi, þegar hún varð þess vör, að hann var að æsa sig upp í eitt af þessum reiðiköstum, sem endaði venjulega með brotnum diskum. — Ó, hugsaði hún — sannar- lega er hann þreytandi og leiðinlegur... Hún lét vel yfir leiðum hlut, eins og hún væri enn þá hrædd við hann, og lofaði að koma aftur. — Þú veizt að ég get komizt með strætisvagni alveg heim að dyrum hjá þér. En ég vil heldur að Beaupied aki mér. Ef maður sifcur fyrir aftan hann sér maður bólurnar á hálsinum á honum. Þjónustufólk þitt hefur alltaf verið eins og ölm- usulýður. Heldurðu að ég kæri mig um að aka í porlugráum erkibiskupsvagni. Og þú getur skil- að því til greifinnunnar — ég á við hina greif- inuna, ég á við þá síðari, að í París láti þeir ekki bílstjóra sina bera hvítan einkennisbúning. — Ef þú ferð ekki, verðurðu að segja henni þetta sjálf, sagði Espivant. — Því að hún fer að koma upp með Giscard. Farðu nú, vina mín. Eg skal gefa þér hring. Hamingjana góða! En hvað þú ert fallega vaxin. Þér fer ekkert aftur, tæf- an þín! Framhald í næsta hlaði JOLAG JAFIR Til jólagjafa: Kven og karlmaimsúr, stofu- klukkur, eldhúsklukkur, vekjara- klukkur, skákklukkur. NTVADA TISSOT ROAðtER ALPINA TERVAL KIENZLE JCNGHANS MATJTHE SMXTHS tírval af allskonar gjafavörum hentugum til jólagjafa. ÖKVIÐGERÐIR fljótt og vel af hendi leystar Póstsendum um allt land Magnús E. Baldvinsson úra og skartgripaverzlun Laugavegi 12 — Sími 22804 VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.