Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 10
.**.:. DRAUMUR BORGAR [askólakennarahjón í Miinchen hafa byggt þetta glæsilega hús upp í sveit. Hús þetta kostaði um það bil 120 þús- und mörk en varla er hægt að segja að peningunum hafi verið kastað á glæ, því vandleitað er að byggingu sem hefur á sér svo fagurt yfirbragð og þokkafullt. Að nokkru leyti er það hinu hrikafagra Jandslagi að þakka þó ekki sízt arkitékt- inum Gerd Wigand og aðstoðarmanni hans M. E.. Schultz. Þeir hafa uppfyllt óskir eigandanna svo sem frekast má verða. Þó varð að nokkru leyti að binda sig við reglur og lög, sem gilda í Bæjaralandi varðandi stíl. Stórir glerveggir og víðar svalir og sólríkar gefa útsýn um blóm- legar byggðir nærlendis. Þrátt fyrir alla rausn byggingarinnar var þess vandlega gætt að gleyma engu smáatriði. Stórborgarbúar vænta þess að geta not- ið hvildar og sólar í sveitagörðum sínum, vilja hafa Jaau afskekkt og fjarri öllum skarkala. Ovíða prýða þessir kostir svo einn stað sem hér. Og þess var gætt eftir kostum að byggingarlagið væri í sem mestu samræmi við umhverf ið. Hægt er að njóta hins fagra og hrikalega fjallalands- lags hvar sem maður er staddur í húsinu, hvort heldur í svefnherbergjum, vinnuher- bergjunum eða á svölunum. Og þegar dags- ljósið dvín skína ljósgeislarnir útum hina risastóru glugga hússins og varpa ljóma á nágrennið. Eftir erilsama daga og amst- ur og annríki borgarlífsins er ákjósan- legt að njóta friðar og hvíldar á slíkum stað. I setustofunni er einnig óbrotinn en smekklegur arinn. Handan við ©ru svalir. íisýnið er líka undurfag^irt. 1 setustofunni er lítill krókur í einu horninu. Þaðan er gengið beint út í andvarann á svölunum. '"¦¦ ¦¦•• 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.