Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 13
Hvað segir Birgette við þessu? ? **;.<«}&* |Æ- •?jÉ| '¦¦¦¦¦ -. Haft er eftir franska leikaranum Charles, Boyer, að Frakkar telji Birgitte Bardot langt frá því að vera glæsilegustu og vin- sælustu kynbombuna sina. Boyer segir, að þeim finnist Martine Carol miklu girni- legri og auk þess hefur hún Beztu leikararnir Samkvæmt atkvæða- greiðslu, sem fram fór í Bandaríkjunum um b e z t u leikarana, eru eftirtaklir álitnir beztir: William Holden, Gregory Peck, john Wayne, Clark Gable, ,Gary Cooper, Gary Grant, James Stew. art, og Ýul Brynner. Eina konan á listanum er Ingrid Bergman. Aðr- ar leikkonur hlutu hverf- andi fá atkvæði í sam- anburði við hana. einn kost, sem Bardot skort- ir víst alveg, Martine er nefnilega mjög gáfuð. Hérlendis hafa verið sýndar allmargar myndir með Martine Carol, meðal annars Madame Dubarry, sem Austurbæjarbíó sýndi fyrir nokkrum árum. EIvis slær sér upp. Elvis Presley þykir kunna mjög bærilega við sig í Þýzkalandi, en þar gegnir hann herþjónustu. Hann ku þegar hafa náð sér í kven- mann, en því miður vitum við ekki nafn hennar. Það er líka eins víst, að hann hafi krækt sér í nýja kær- ustu, þegar þetta blað kem- ur út. Samkvæmt beiðni ótelj- andi aðdáenda Presleys birtum við heimilisfang hans, sem er: 3.US Panzerdivision, 32. Panzer-Bataillon, Baracke 3707, Friedberg/Hessen, Germany. Alltaf Jacques Bergerae (fyrr- verandi eiginmaður Ginger Rogers) og Dorothy Malone hafa sézt mikið saman und- anfarna mánuði. Talið er víst, að þau gangi í heilagt hjónaband áður en langt um líður. Missætti? Sá orðrómur komst á kreik í Hollywood á dögunum, að Sue og Alau Ladd, sem hafa verið gift í f jölda mörg ár, væru nú búin að fá nóg hvort af öðru og hyggðu á skilnað. Að- spurð neitaði Sue þessu og sagði hina mestu fáshinu. Alan hefur ekkert látið heyra frá sér um málið enn. V, Vinsæll í Þýzka- landi Peter Kraus er um þessar mundir eftirlætisgoð þýzks æskufólks. Hann hefur leik- ið í allmörgum kvikmyndum við góðan orðstir, en eink- um hefur hann öðlast hylli unglinga fyrir söng sinn, enda eru þær hljómplötur, sem hann hefur sungið inn á orðnar mjög margar og allar hafa orðið metsölu- plötur. Janet lenti í slysi. Janet Leigh og Tony Curtis, sem vænta um þessar mundir barns númer tvö, hafa lent í tveim umferðaslysum síðasta mánuðinn. Hið seinna var harður á- rekstur milli bifreiðar Tonys og bifreiðar, sem ók framan á hann. Þykir sérstök mildi, að Janet skyldi ekki slasast hættulega eða missa barnið. Hún skrámaðist lítillega í bæði skiptin. Caterina leikur á ný. Caterina Valente, söngdis- in fræga, hyggst nú hefja kvikmyndaleik að nýju, en hún hefur ekkert leikið s.l. eitt og hálft ár. Hún er gif t Eric van Aro og eignuðust þau son fyrir nokkru. Drengurinn hefur verið vatni ausinn og hlaut hvorki meira né minna en fjögur nöfn Eric Philipp Druna Scholz van Aro. Hljótt um Virginiu. Síðustu árin hefur verið heldur hljótt um Virginiu Mayo, sem á sínum tíma var nefnd „Fegursta kona heimsins" innan Hollywood klíkanna. Hún lék í fjölda mynda, meðal annars á móti Danny Kay í allmörgum myndum. Hún hefur verið gift Michael O'Shea 1 ellefu ár, en hann var einnig allfrægur leikari. Til að hressa upp á forna frægð létu þau boð út ganga að þau ætl- uðu að skilja. Varð allur kvikmyndaheimurinn felmtri sleginn og bragðið heppnaðist, Virginia og Michael voru á allra vörum og á forsíðum flestra kvikmyndablaða. Fengu bæði girnileg tilboð út á þetta, sem þau tóku vitaskuld tveim höndum. Nú, þegar allt leikur í lyndi fyrir þeim á ný, hafa þau tjáð fréttamönnum, að þau séu alveg hætt við að skilja! Enn um þrenninguna. Um ekkert er meira rætt en skilnað Eddie Fisher og Debbie Reynolds og hlutdeild Elizabethar Taylor í málinu. Aðdáendur Liz hafa þúsundum saman snúið baki við henni og hætt að sækja myndir hennar. Til marks um það má nefna, að nýjasta mynd hennar Köttur á heitu tinþaki var sýnd í rúma viku í Banda- ríkjunum og aldrei fyrir fullu húsi. Þeir fáu sem fóru, sögðust aðeins fara vegna Pauls Newman, sem leikur annað aðalhlutverkið. Af öðrum myndum Liz er sömu sögu að segja. Atburður þéssi hefur rifjað upp hjá fólki sams konar atvik, sem átti sér stað fyrir meira en 25 árum. Mary Pickford, hin fræga stjarna þöglu myndanna lifði þá í farsælu hjónabandi með Douglas Fairbanks Sr. Aðal- vinir þeirra hjóna voru Sylvia Ashley og maður hennar (Sylvia þessi giftist síðar Clark Gable, en skildi við hann eftir tveggja ára sambúð). Þegar Ashley svo lézt skyndilega voru Mary og Douglas helztu huggarar Sylviu. Endaði þetta með því, að Sylvia og Douglas urðu ástfahgin hvort af öðru og skildi hann við Mary og kvæntist Sylviu. Hjónabandið var lengst af ger- samlega misheppnað og endaði með skilnaði rúmu ári síðar. Marlon hlaupinn frá konu sinni Marlon Brando og Anna Kashfi eru nú endanlega skilin. Þau kynntust í Ind- landi og taldá-Anna honum trú um, að hún væri al- indversk. Marlon, sem löng- um hefur verið talin sér- vitur og er haldin ómót- stæðilegri löngun til að vera öðruvisi en annað fólk, varð þegar hrifinn af stúlkunni og giftust þau eftir skamma kynningu. Er giftingarfréttin kom í enskum blöðum, ásamt mynd af hjónunum, þekkti enskur skrifstofumaður þar dóttur sína sem hina ind- versku brúði. Gerði hann þegar heyrum kunnugt, að Anna væri aldóttir þeirra hjóna og ekki svo mikið sem dropi af indversku blóði í æðum hennar. Aftur á móti hefði hún alltaf haft gaman af að mála sig og klæðast eins og indverskar konur. Er Marlon komst að þessu reiddist hann ofsalega og heimtaði samstundis skilnað. En þá var Anna vanfær og samþykkti Mar- lon að bíða þar til barnið væri fætt. Sonur þeirra fæddist síðastliðið vo'r og Tar nú álitið að allt myndi falla í ljúfa löð milli þeirra, því að Marlon virtist mesti fyrirmyndarfaðir, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. En sonurinn getur greini- lega ekki haldið hjónunum saman því að nýjustu frétt- ir frá kvikmyndaborginni herma, að Marlon sé stokk- inn að heiman og hafi ekki einu sinni látið svo litið að kveðja Önnu að skilnaði. Anna hefur nú fengið bréf frá lögfræðingi Marlons og segir þar áð auk þess sem Marlon krefjist skilnaðar tafarlaust, heimti hann yfir- ráðarétt yfir syninum. Kim tiúlofast? Kjm Novak og Mac Krim eru nú farin að vera sam- an aftur. Þau voru lengi tal- in trílofuð, en Kim sagði sonum upp, þegar hún kynntist -hinum margumtal- aða Trujillo. Er því almennt fagnað, að þau skuli vera tekin saman á nýjan leik. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.