Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 14
Hér er Hjálpræðisherinn á, ferð um mlðbæinn. Þessar hergöngur eru löngu lanösfrægar og setja skemmtilegan svlp á bæjarlíiið. SlDDEGI á sunnudegi. Við erum stödd á Lækjartorgi. Strætisvagn- arnir koma og fara, móðir og más- andi. Flokkur einkenmsklæddra manna og kvenna kemur syngjandi út Austurstræti. Undir er leikið á lúðra og trumbur. Hjálpræðisherinn ætlar að halda samkomu á torg- inu. Krakkahópur fylgir flokknum í hæfilegri fjarlægð og trallar: „Kom kom kom i Frelsisherinn, kom kom, dú fá köku með." Höpurinn tekur sér stöðu undir klukkunni, skipar sér í hálfhring. Ung, lagleg kona stlgur fram og f er með stutta bæn. Hún biður Drott- in um að bleesa starfið og alla nær- stadda. Aðrir taka ofan. Siðan er spilað og sungið um hrið. Þyrping manna hefur nú safnast saman i kringum hópinn og menn sttnga saman nefjum i hálfkæringi. „Þarna er „Herinn". Sá gerir nú gagn með þessu gauli sínu", segir slána- legur strakur, um leið og hann hend- ir sígarettunni valdsmannlega í ræs- ». Gðmul kona við hlið hans lítur á haxin og vorkunnsemin skín út úr göðlegum svipnum. Hún veit, að ein- hverntima flnnur þessi mikU maður ttl annars en flottræfilslegrar sjálfs- ánægju. Honum finnst greinilega lít- *S koma til hópsins og lætur það óepart 1 ljósi. Drukkinn maður sítur á bekk. Baim raknar úr rotínu og lítur í irtng um sig. Kannske heldur hann slg kominn tU Himnaríkis, en svo staulast hann á lappir og reikar út & plan til að hitta félaga sína. Boð- sfcapur fólksins á torginu virðist ekki •iga. erindi til hans, og þó. Söngurinn hættir. Hávaxinn maður sttgur fram. Hann mælir á framandi Imngu, en mál hans er jafnóðum þýtt mt rnigu konunni. Hann talar um starCÖ, sem HJálpræðisherinn vinnur. H«nn talar af mikilli mælsku og ein- toegnin skin út úr svipnum. Hann #sir alla velkomna til samfélags við Kríst. Hann les úr Biblíunni. Þá glott- ir strákurinn „Skarri er það endemis þrwUn," segir hann og gefur félaga sínum olnbogaskot. Félagi hans svar- ar ekki. Hann er að hlusta á mann- inn. Hann var einu sinni í Sunnudaga- skóla Hersins og hafði bæði gott og gaman af. Maðuiinn talar enn. Hann segir af eldmóði frá þeim, sem geng- ið hafa Hernum á hönd og hlotið frið i sál sinni. Þegar hann hefur lokið máli sínu er -aftur sungið um stund. Allstór hópur er nú saman kominn á torginu. Strákurinn snýr sér nú að félaga sínum: „Blessaður komdu og vertu ekki að hlusta á þetta pakk. Við skulum líta á barinn og reyna heldur að komast á ball, en þessa vitleysu." Hinn lítur á hann og á eins og í baráttu við sig. „Allt i lagi, Let's go." Söngurinn hljóðnar ekki, þótt drengirnir fari. Hjálpræðisherinn hefur heldur aldrei gefizt upp, þott i móti hafi blásið. — Söngurinn heldur áfram. Aðallega eru þetta eldleg trúarljóð, en þau eru flutt heilshugar. Þyrp- ingin fer sí vaxandi. Gömul kona með staf gengur um meðal fólksins. Sum- ir gefa henni peninga. Aðrir horfa stjarfir á klukkuna eða hrista ang- urværir höfuðið. „Ekki nema það þó, en sá betlilýður," hugsa sumir. Gamla konan hefur verið í Hernum í marga áratugi. Hún hefur lifað fyrir starfið og það hefur veitt lifi hennar fyllingu og tilgang. Hún hef- ur fylgzt með þróun Hersins en er nú komin að fócum fram. Samt reyn- ir hún að gera allt sem hún getur. Hún er ekki sínk á sporin, þótt fæt- urnir séu orðnir lúnir. Söngurinn hættir. Enn stígur maður fram úr hálfhringnum og flytur hvatningar- ræöu. Hann eggjar menn að koma og gerast liðsm'enn í fjölmennasta her heimsins. I>eim her, sem aldrei ber önnur vopn en fórn Krists og góðan vilja hermannanna. Hann skýrir frá samkomunnl, sem haldin verður í kvöld. Hann biður menn að líta inn. Enginn geti haft illt af því, en kannske einhver gott. Eftlr þetta gengur Herinn aftur tll herbúða sinna 1 Herkastalann við Kirkjustræti. Söngurinn er hljóðnaður, en hann óm- ar enn í sálum nokkurra, sem ekki „Þarna er „Herinn".! þessu gauli sínu Svipmyndir úr fórnfústi höfðu áður orðið varir við bergmálið af boðskap Krists í sálum sínum. . . . EIGINLEGA má telja, að Hjálp- ræðisherinn hafi verið stofnað- ur 1865. Þa hóf William Booth að halda samkomur sínar á strætum og í fátækrahverfum Lundúnaborg- ar. Starfið var svo endurskipulagt 1878 og 1880 var hreyfingin orðin all öflug. 1 milljónaborgrinni áttu margir 6- hægt um vik að komast af eigin ramleik í kynni við kristindóminn. Fátækt og volæði var ríkjandi í heil- um borgarhlutum. Starfið bar fljót- lega ávöxt og margir gerðust liðs- menn Hersins. Deildir voru síðar stofnaðar í flestum löndum. í Banda- ríkjunum er Hjálpræðisherinn mjög öflugur og þar kemur „Herópið" (War Cry) út í tæplega 20 milljðn- um eintaka. Starfsemi HJálpræðishersins á Is- landi hófst 1895. I>á þegar var hafin útgáfa „Herópsins" og hefur það Jafnan komið út mánaðarlega siðan. Herinn hélt fyrstu samkomu sína 12. maí 1895. Vakti samkoman mjög mikla athygli og sóttu hana um 400 manns, en íbúafjöldinn var þá. marg- falt minni. Sýndi þetta þegar hinn mikla áhuga, sem ríkti meðal al- mennings á hinni nýju starfsemi, sem komin var til landsins og hafði leitt svo margt gott af sér í ná- grannalöndunum. Margir gerðust liðsmenn Hersins. En æði margir voru honum mótsnúnir. „Herópið", málgagn HJálpræðis- hersins á Islandi, kom fyrst út í okt 1895. E>ar segir svo: „Til hvers er þessi hernaður og þetta heróp," er spurning margra um þessar mundir. Svar vort er: Hann er vegna þess, að vér óskum að heyja strið á Islandi gegn syndinni og öllu því, sem illt er í öllum mynd- um og um leið leitast við að gjöra mönnum skiljanlegt, hvílík blessun það er, að geta trúað á Guð með barnslegu trunaðartrausti og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist." Einnig síðar: „En raddir hafa lát- ið til sín heyra, til þess að vara menn við að koma á samkomur vorar og ráðleggja ibúum Reykjavikurbæjar að sneiða hjá oss — auðvitað megum vér búast við meiru af þess háttar, en — oss sakar það ekki." Trú HJálpræðishermanna er sigur ljóssins yfir myrkrinu: „LJós skal skína fram úr myrkri. Hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingu vorri a dyrð Guðs, eins og hún kom i ljós í ásjónu Jesú Krists." HJálpræðisherinn hefur látið til sin taka á mörgum sviðum. Hann rekur gesta- og sjómannaheimili í Reykja- vik, Síglufirði, á Akureyri og Isa- firði, einnig rak hann á sínum tíma slík heimili á Seyðisfirði og í Hafn- arfirði. Þar er ódýrasta gistipláss á landinu, ef „Kjallarinn" er ekki tal- Kastalinn á Isafirði. Þar er Gesta- og sjómannaheimill og samkomur haldnar. Húsið er rúmlega 35 ára gamalt. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.