Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 15

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 15
Sá gerir nú gagn meö u sagði sláninn. ú starfi Hjálpræðishersins inn til gistihúsa. Þá hefur Herinn rekið sumardvalarheimili í sveit, þar sem fátæk börn fá ókeypis dvöl nokkra hríð. Sunnudagaskóli er starfræktur og saumafundir eru haldnir fyrir ungar stúlkur. Þá safna hermennirnir fé fyrir jólin og miðla fátækum. Sunnudagurinn er að kvðldi kominn. Samkoman fer að hefjast. 1 lyftingunni standa foringjar cg liðsmenn Hersins, en samkomu- gestir sitja á bekkjum, dreift um sal- inn. Þarna er fátt af ungu fólki, þó tvær ungar stúlkur sem eru veikar af hlátri. Ymsir eru hér, sem sáust á torginu fyrr um daginn. Þeir líta svona inn fyrir ýmsar sakir. Sumum finnst kannske boðskapur fólksins í lyftingunni eiga erindi til þess, ann- að kemur að gamni sínu, nennti ekki í bíó, eða hafði ekkert sérstakt fyrir stafnl. Þarna er mikið af eldra fólki. Þrekinn, rauðbirkinn maður, sem oft sést á torginu og er sennilega í mörgum söfnuðum. Hann býr á Hernum, er víst uppflosnaður bóndi að norðan, og í vandræðum með heils- una og tímann. Lítill, taugaveiklaður karl, sem virðist vera með asthma, Hús Hjálpræðishersins á Akureyri var keypt fyrir meira en 30 árum. Þar em haldnar samkomur og Sunnudagaskóli. þvi hann grípur andann á lofti og styður öðru hvoru á brjóst sér. Hann grúfir sig niður. Gamlar konur i peysufötum, einhverjar þeirra, sem hægt er að sjá við jarðarfarir í Dóm- kirkjunni og finnst mikil blessun í Orðinu. Sama hvaðan gott kemur. Samkoman hefst með bæn og svo er sungið og leikið á hljóðfæri. Mikil stemning ríkir. Allir hrífast með. Jafnvel stelpurnar eru orðnar góðar eftir hláturskastið og hafa gripið sálmabók og rýna i hana. Drukkinn maður kemur inn. Hoiium er visað til sætis og þar sofnar hann í skyndi og lætur sig dreyma fallega um allt það góða, sem hann hefur orðið fyrir á þessum Drottins degi: Glaðir félag- ar, nóg vín næsta dag, peningar, bílar, fagrar konur og fleira af því teginu. Sóngurinn hættir og majorinn stíg- ur fram og heldur eldheita hvatn- ingarræðu um afturhvarfið og allt það góða, sem því fylgi. önnur stúlknanna litur á hina og þá brest- ur hún aftur og hlær niðurbældum hlátri. Gamall maður, lotinn í herð- um, sennOega af katlavinnu eða kola- burði lítur við og hastar á vinkon- urnar, þá springa þær báðar. „Je minn, komdu, en sú vitleysa." Svo fara þær út og þar biður lífið eftir þeim. Aftur er sungið og svo er vitnað og menn hvattir til að gjöra slíkt hið sama. Enginn af viðstöddum gefur sig fram. Meira sungið og meira tal- að og nú skulu menn koma og biðja um fyrirbænir. Þá koma óðara nokkr- ar gamlar konur og sköllóttur kall úr bæjarvinnunni. Svo er beðið fyrir þeim og sungið mikið og vel. Þungur skellur. Drukkni maðurinn hefur oltið um og liggur í gólfinu. Hann vaknar ekki einu sinni. Hann er færður fram og vakinn. Síðan fer hann lika út i lífið . . . Samkomunni er að ljúka. Majórinn stendur við dyrnar og tekur í hönd þeirra, sem út ganga. Hann brosir við hverjum einstökum. Tveir ungir menn smokra sér framhjá honum og út. Þeir ganga út Aðalstrætið og við vitum hvert leið þeirra liggur. Oamkomunni er lokið. Dimmt orðið O í salnum og lúðrarnir þagnaðir. Bekkirnir auðir og tómir og myrkr- Herkastalinn við Kirkjustrætl 2 f Reykjavik. Þetta veglega stórhýsi var byggt í áföngum og bygginganni lokið fyrir rúmum 80 árum. ið grúfir yfir. Enn er klukkan ekki nema rúmlega 11. Kastali hermanna Krists er enn vakandi. Útverðirnir standa vörð, því enn er von nokkurra liðsmanna. Gisti- og sjómannaheimilið er einhver merk- asti þáttur starfsins. Þangað koma sjómenn af öllum þjóðernum. Við tökum okkur stöðu nálægt inngangin- um: Þrír menn i dröfnóttum peysum, kýttir í herðum og grófir i orðbragði, greinilega Færeyingar. Þeir eru vel liðnir og koma ávallt prúðmannlega fram og skrifstofustúlkan segir okk- ur, að þeir hafa mjög sjaldan ósóma í frammi. Þarna kemur drukkinn, einkennisklæddur maður. Hann er með bát á höfðir/ og reynir að bera sig borginmannlega. Hann er úr varnarliðinu. Stúlkan segir, að her- mennirnir hagi sér mjög vel yfir- leitt. Þá kemur þarna að dyrunum hávaxinn, krangalegur maður í brún- um, snjáðum frakka. Hann hefur báð- ar hendur í vösum og ber höfuðið hátt. Þette er ungur maður með langt andlit og togað. Hann var ein- hverntíma í læknisfræðinni, en hætti og hefur víst verið víða síðan. Hann hefur dvalið lengi á Hernum og eng- inn verður hans var. Enn streyma menn að: Dítill, lotinn karl með yfir- skegg. Bóndi að austen, sem situr flesta daga í herbergi sínu, sker sér tóbak og les gamlar skræður og kveður rímur. Stundum ráfar hann um bæinn, situr á kaffihúsúm og tal- ar þá við sjálfan sig. Þá kemur þarna gamall kunningi lögreglunnar, hann er I „strætinu" var víst einu sinni efnilegur, eins og allir verða við að fara í hundana. Hann segist vera sendiherra Alaska í París og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann á konu, sem fylgir honum mjög að málum. Honum er ekki vísað til sængur, en beðinn að koma seinna í betra ástandi til að ræða andleg mal. Stúlkan á skrifstoíunv: hefur frá mörgu að segja: Stundum koma þarna líka unglingsstúlkur, sem beiðast næturgistingar og oft reyna menn að smygla upp á herbergin ýmsum næste stundlegum gæðum þessa lifs, sem Hjálpræðisherinn legg- uv ekki, of mikið upp úr. Stúlkan segir lika, að stúdentar séu oft erfið- astir viðureignar eða svokallaðir menntamenn. Þeir líti á sig sem eins konar yfirstétt og eigi erfitt að sætta sig við mótlæti. Færeyingarn- i'- séu sennilega beztir. Enn koma gestirnir. Nú er það miðaldra maður, myndarlegur og hressilegur í bragði. Fallin verka- lýðshetja, sem hefur kvistherbergi á Hernum. Þar hefur hann nokkurn bókakost og unir sér við að minn- ast fornra afreka og miklast af gemlum sigrum. Margir fleiri leggja leið sína upp á kastelaloftið og bú- ast þar til varnar. Hvernig vörnin ferst kastalabúum úr hendi skal 6- sagt látið, því ekki er jafn vel skipað 1 öll rúm, og siunar fallbyssurnar að- eins hlaðar púðri, en engum sprengi- kúlum. Hjálpræðisheilnn hefur unnið nytjasterf. Þetta er fórnaretarf, unnið fyrir þá, sem verst eru staddir og aumastir allra. Engum er kastað á dyr, en allir velkomnir til samfé- lags við foringja hermannanna, Krist. Hjálpræðisherinn hefur orðftS fyrir aðkasti, en flest eru það næsta hjá- róma raddir, sem svelgja sjálfar sig að bragði. ¦ Stai-f Hjálpræðishersins hefur bor- ið ríkulegan ávöxt og leitt 6tal marga til holls samiélags. 1 Fátæk börn dvelja ókeypis í Sumar- búðum Hersins. VIKA.N 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.