Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 21

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 21
8. ana og hann hafði séð kvöldið, sem hann kom, og þeir voru allir uppljómaðir, en það var dimmra í gluggum Eloi frænku, en í öðrum gluggum. Honum datt í hug að skreppa til Jaja, en þegar hann leit á klukkuturninn sá hann, að klukkan var þegar orðin fimm. Hann vissi ekki hvenær fyrirtæki Publex lokaði á kvöldin. Og hann vissi ekki einu sinni, hver rekstur þessa fyrirtækis var. Hann var æstur. Blóðið sauð í æðum hans. Hann stóð á Place de la Caille, nálægt búð úr- smiðsins, þegar stúlkurnar tóku að streyma út úr húsinu andspænis. Þær litu út eins og þær væru að koma úr skóla. Sumar snöruðust upp á reiðhjól og hjóluðu burt. Aðrar/gengu í smáhópum. Þrjár af þeim, sem voru á reiðhjólum, beygðu niður Musteris- götu og renndu fram hjá birgðaskemmunum. Stúlkan, sem Gilles var að leita að, var ein af þeim. Stúlkan, sem hann hafði séð á hafnargarð- inum, þegar hann kom. Stúlkan, sem hafði kysst hinum óendanlega kossi. Hann fór á eftir. Ljóshærð stúlka leit við og sag3i eitthvað við þá, sem næst henni var. Þrar sneru sér við og fóru allar að skeíli- hlægja. 1 íknum. var haldið áfram. Gilles lét ekki þoka sér. Hann elti þær alvarlegur á svip og þrjóskulegur og lét sem hann sæi ekki hæðnis- legar augnagotur þeirra og heyrði ekki flissið. Hann hafði litla hugmynd um hvert þær voru að fara. Þó kannaðist hann örlítið við Prisanic og Hallargótu, en því næst fóru þær um dimmra hvorfi, en þá tóku við búðir. Við Place d'Armes námu þær staðar, ennþá hlæjandi, og kvöddust þar. Stúlkan, sem Gilles elti gekk ein í áttina til garðsins, þar sem götu- ljósin voru appelsínugul. Fyrst gekk hún mjög hratt. En smám saman fór hún að hægja á sér, en hún gætti þess að líta ekki um öxl. Hún þurfti þess ekki, þvi að hún heyrði fótatak Gilles nálgast. Hann komst á hli 5 viö hana um leið og hún var að beygja fyrir hornið, þar sem stígur lá inn í miðjan garð- inn. Þá heyrði hún allt í einu röddu við hlið sér. : Tvers vegna voruð þér að hlæja að mér? Hún sneri sér við og horfði a hann. Hún var mjög ung og ekkert undrandi á svipinn — hún brosti vingjarnlega. — Ég var ekki að hlæja að yður. Við vorum bara í góðu skapi og gerðum okkur gaman úr öllu. Þeim virtist tími og umhverfi hverfa. Þau virtust ekki hafa hugmynd um bílana, sem alltaf voru að renna fram hjá. Skammt frá voru elsk- endur á grænum bekk. — Allt í einu sneri hún í áttina þangað. Hún sveiflaði handleggjunum um leið og hún gekk. Ef gæsablóm hefðu verið í grasinu hefði hún vafalaust stanzað og slitið eitt upp. Nú forð- aðist hún að líta upp. — Hvers vegna voruð þér með loðhúfu. Og hann svaraði eins alvarlegur í bragði og hánn hefði verið að ræða viðskipti við herra Plantel. ------Af því að ég kom frá Noregi. — Ég hélt, að þér hefðuð smyglað yður inn í landið. — Það var líka. Þau gengu úr ljósadýrðinni inn í skuggann. Þetta var í fyrsta skipti," sem Gilles hafði verið einn méð stúlku í garði, en þó hafði hann oft séð pör saman á slíkum stöðum, og hann hafði oft ófundað þau af því, hversu áhyggjulaus þau voru þó að aðrir horfðu á. .— Hvað heitið þér? spurði hann. — Ef þér viljið ekki segja mér það, gerir það ekkert til. — Elsa . . . og þér eruð frændi Mauvoisins, er það ekki? — Hvernig vissuð þér það? Hún brosti aftur og virtist í góðu skapi. — O . . . — Segið mér það . . . Hvernig vissuð þér það ? — Gizkíð á? Þau mættu öðru pari. Það var karl og kona, sem leiddust. Þau notuðu tækifærið, þegar þau voru í skugganum og kysstust. Elsa glotti. — Hún býr í næsta húsi við mig, þessi stúlka. — Hvernig vissuð þér, hvað ég hét? — Þér eruð mjög forvitinn, er ekki svo? Hann vissi ekki, að allir aðrir elskendur, sem þau mættu, voru að spyrja hvort annað sams- konar spurninga. — Þér eruð að gera gys að mér. , — Alls ekki. Þó verð ég að viðurkenna, að þér voruð mjög skoplegur, þegar þér voruð að velja fötin í búðinni — og Pipi hoppaði í kringum yður eins og gömul hæna. — Pipi? — Strákurinn hans Plantels. Allir kalla hann Pipi. Hann virðist hvergi geta komið án þess að byrja á því að spyrja, hvar snyrtiherbergið sé. — Þér haf ið ekki enn þá sagt mér... — Það er ekkert að segja. Og yður mundi ekki geðjast að því. — Hvers vegna ekki? — Ó! Þetta virtist vera eftirlætisupphrópun hennar. — Hvað sem um það má segja, flýtti hún sér að segja. — Þá er það um Georges að segja, að það er búið. — Verið ekki svona heimskur! Þér vitið það mæta vel. Þau höfðu gengið niður að sjónum og voru snú- in við aftur. Nú voru þau að nálgast breiCgðt- una, sem lá umhverfis garðinn. Hvað hafði þeim auðnast að segja hvort við annað allan þenn- an tíma. Það var mjög lítið. Elsa nam staðar. Það þýddi, að nú varð hún að fara heim. — Þér hefðu ekki átt að láta Pipi velja á yður bindin, sagði hún skyndilega. Og þér ættuð ekki að binda þau svona fast. Þau líta út eins og skóreimar. Honum var ljóst, að var erfiðasta stundin, þegar hann var að kveðja. Hann var að leita að viðeigandi orðum til að segja. Hann þorði ekki að taka í hönd hennar. -r- Halló! hrópaði hún og leit út á breiðgötuna. — Þér. vilduð vita, hvernig ég hefði komiz að því, hver þér eruð. Nú fáið þér Iausnina á þeirri gátu. Þarna er faðir minn. Var það tilvlljun að hendur þcirra snertust, eða var það viljandi gert? Svo hljóp hún af stað til mannsins og fleygði sér í faðm hans. Svo sneri hún sér við og leit til Gilles svo sem eins og i kveðjuskyni. Framhald f næsta blaði. Framhaldssaga eftir G. Simenon VTKAN SJÓSTIGVÉL „Gamla góða merkiö" Fullhá Álímd Landsþekkt gæða vara Einkaumboosmenn: Jón Bergsson h.f. REYKJAVÍK 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.