Vikan


Vikan - 11.12.1958, Page 23

Vikan - 11.12.1958, Page 23
fiÓLFTEPPI ULLAR — GÓLFTEPPI fallegir litir margar stærðir HAMP — GÓLFTEPPI margar stærðir mjög falleg og ódýr TEPPAMOTTUR liLLAR — GANGADREGLAR 70 og 90 cm. HAMP — GANGADREGLAR 90 cm. GÓBLÍN—GANGADREGLAR GÓLFMOTTUR Geysir h.f. Teppa og Dregladeildin í mánuðinum. Gætum við ekki farið til Florida, Ed? Geturðu ekki slitið þig frá skruddunum þínum ofurlítinn tíma? — 1 næstu viku. Hvernig lizt þér á það? — Það væri ágætt. Má ég fara að búa okkur út? Hún vár æst á svipinn. Conover kinkaði kolli. — '&g skal taka saman öll þau föt, sem þarf að þvo, sagði Brenda — og fara með þau í þvotta- hús og hreinsun. Eg skal gera ráðstafanir við- víkjandi Molly. Ef tii vill getur hún verið hér. Og ég þarf að fara í hárlagningu. Aðeins ef bíllinn væri í lagi — — — Eg skal sjá um það á morgun, sagði Cono- ver. En hann efaðist um, að Brenda yrði eins áfjáð að fara til Florida á morgun, eins og hún var í dag. — Ég verð að leggja hart að mér til að ljúka verkinu, sagði hann. — Eg verð að vinna í alla nótt, vina mín. Ráðagerð Conover’s til að koma Tom Dugan fyrir kattarnef var mjög vel samin. Og hann hafði gengið úr skugga um, að hún hlaut að heppnast. Hann hafði komið sprengju fyrir í öskju, og þessa sprengju hafði hann búið til sjálfur. Hann ætlaði að koma þessari sprengju fyrir í vélarhúsinu á bil Dugans og leggja það- an þráð til ræsisins i bílnum. Og þegar stigið var á ræsirinn, mundi sprengja springa. Þetta var sterk sprengja, nægilega sterk til þess að sprengja bilinn í loft upp og bílskúrinn líka. Fyrir Conover, sem var eðlisfræðingur, hafði þetta verið barnaleikur einn. Og hann mundi aldrei verða grunaður. Rann- sóknir hans um þessar mundir, voru á allt öðru sviði. Og auk þess vissi hann, að aðstaða Tom Dugans í undirheimum var þannig, að engum mundi detta Conover í hug. Svona sprengjur notuðu glæpamenn oft til að ryðja keppinaut sínum eða fjandmanni úr vegi. Lögreglan mundi leita meðál glæpalýðsins að fjandmanni Dugans. Henni mundi aldrei detta í hug að leita annars- staðar. Morguninn eftir fór Conover snemma á fætur. Hann hafði komið sprengjunni fyrir í bíl Dug- ans kvöldið áður. Ef allt færi samkvæmt venju, mundi Dugan fara klukkan ellefu út að bílskúrn- um, stiga inn í bílinn, stíga á ræsinn — og deyja. Það gátu engin mistök orðið. Conover kom niður til morgunverðar nokkrar mínútur yfir níu og um leið og hann settist við borðið spurði hann Molly, hvort Brenda væri komin á fætur. Brenda svaf oft fram eftir á morgnana. En stundum kom hún þó til morgun- verðar. — Frú Conover, sagði Molly — er komin á fætur fyrir löngu og tók saman föt, sem áttu að fara í þvott og hreinsun og svo ætlaði hún að kaupa eitthvað. Hún fór út rétt áður en þér komuð niður. Hún var með mikið meðferðis. En það er allt i lagi. Hún ætlaði að fá lánaðan bil herra Dugans. Conover spratt á fætur og allir vöðvar hans urðu spenntir. — Bíl Dugans? æpti hann. Molly kinkaði kolli. — Já, þvi ekki það. Maður frá herra Dugan skrapp hingað með lyklana í gærkveldi. Hann sagði henni, að herra Dugan þyrfti ekki á bílnum að halda fyrr en klukkan ellefu. Hann sagði---------- Conover hljóp til dyranna, en áður en hann komst til hurðarinnar, heyrðist geysileg spreng- ing og húsið nötraði á grunninum. Molly hljóp framhjá honum, en Conover fór ekki á eftir henni. Bergmálið af sprengingunni var hljóðnað. Og allt sem hafði gefið lífi hans gildi, var líka horfið. SPAIiG Nonni: Sendi hún frænka þin þér gæs á jól- unum eins og í fyrra? Hans litli: Samq, sem. Hún kom bara sjálf! „Tommi,“ sagði sunnudagaskólakennarinn, „geturðu nefnt mér tvennt, sem er nauðsynlegt við skirnina?” „Já,“ sagði Tommi, „vatn og barn.“ I-Iann: Það eru tvö tímabil í ævi karlmannsins, sem hann skilur konur ekki. Hún: Nú, hvaða tímabil eru það? Hann: Áður en hann kvænist og eftir það. íslenzkt mannlíf Listrænar frásagn- ir Jóns Helgasonar af íslenzkum örlögum og eftirminnilegum at- burðum. Myndskreytt af Halldóri Péturs- syni. Leyndardómar Páska- eyjar. Hin heimsfræga ferðabók Thor Heyer- dahl, prýdd 62 af- burðafallegum lit- myndum. Fegursta ferðabók, sem hér hefur verið gefin út. Alltaf sami strákurinn Óviðjafnanlega skemmtilegar endur- minningar rithöfund- arins og ævintýra- mannsins Peter Tutein, prýddar fjölda teikninga eftir marga helztu teiknara Dana. Systurnar Lindeman Litrík og spennandi verðlaunaskáldsaga eftir Synnöve Christensen. Bók, sem hefur farið sigurför úr einu landinu í annað. Ævintýri tvíburanna Hörkuspennandi unglingasaga eftir Davíð Áskelsson um ævintýri og þrek- raunir tveggja mun- aðarlausra bræðra. — IMargar myndir eftir Halldór Pétursson. Staðfastur strákur. Bráðskemmtileg saga handa drengjum eftir Kormák Sigurðsson, prýdd mörgum myndum eftir Þórdísi Tryggvadóttir. IVIARSELÍIVIÓ Spænska bamasagan, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir. Sagan af Marse- línó er unaðsleg barnabók, fögur og hug- þekk og sannkölluð jólabók. Hún er prýdd fjölda mynda. IÐUNN SKEGGJAGÖTU 1 — SlMI 12938 VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.