Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 25

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 25
ÞRAUTIR OG ÞANKABROT Hvaö eru kisurnar margar? Ef þið setjið allar þessar myndir rétt saman, kemur út eín ákveðin mynd. í>ið klippið myndimar út og límið á pappa eða þykkan pappír. Síðan má lita myndina til að gera hana enn skemmtilegri. Áður en þið byrjið ættuð þið að spreyta ykkur á að gizka á, hvað margir kettir koma í ljós, þegar myndimar hafa verið settar saman. Hvenær eiga þeir afmæli? Allan, Ben, Gtirl og Dan finnst öllum mjög gaman að eiga afmæli. En nú hafa þeir eitthvað ruglast í ríminu og geta ekki alveg komið fyrir sig, hvenær þeir eiga afmæli. Viljið þið nú okki reyna að hjálpa þeim. — Afmæh Allans, sem er í októ- ber, er 15 dögum áður en Ben á afmæh. Afmæli Carls er 23 dög- um áður en afmæli Dans og 24 dögum seinna en afmæh Bens. Svarið er hér fyrir neðan, en þið megið náttúrlega ekki kíkja. TÖFRABRAGÐ Það er alltaf gaman að töfra- brögðum. Þið ættuð að reyna þetta hér á eftir: Töframaðurinn skrifar töl- una 1000 á pappírsörk og hefru’ dálítið bil á milli tölustafanna. Síðan réttir hann einum áhorf- endanna blýant og blað og bið- ur hann að skrifa töluna á sitt blað — og það skilyrði er sett að hann lyfti ekki blýantinum frá blaðinu meðan hann skrifar. Þegar sá lýsir því svo yfir, að það sé ómögulegt gerir töfra- maðurinn það þannig: Fyrst brýtur hann örkina saman. Síðan dregur hann blý- antinn eftir brúnunum, eins og sýnt er á myndunum. Þegar örkinni er flett út kemur talan 1000 í Ijós á efra blaðinu, eins og töframaðurinn lofaði. ‘OQ‘1 uuijnxjBq So Jtrapjii qx jnxnq ‘0Q‘ZZ JUjsoy uBd^jj -jnupjjj Qf ;joag •juuubC ’x ubq ‘jaqrao -sap '6 IJBq ‘joqraoApu -gx uoq ‘J9q9X>[o x8 uBpy ;joog' — Haraiju jiíu} uSio jííuioaji ‘Q ‘61 ‘6 =9oj BXSgeM ‘Qx ‘XI ‘L =eoJ JnuuQ -gx ‘g ‘IX VQJ n;sja .-imioQ — 'BjuS'Bjujsniox •umui^xsÁs xsnjjtS Jijxpp So JigBQ .‘joag' -- ^UIUSIMBI J9 J0AJJ TÖLUSTAFAGÁTA Skrifið tölurnar sem svífa í kringum töframanninn í reit- ina. Vandinn er sá að úr hverjum þrem reitum á að komq út talan 33, bæði lóðrétt og lárétt. Þið megið ekki vera lengur að því en tvær mínútur. Reikningsþraut. 1 verzlun einni kosta húfa og buxur, eins mikið og kápa. Kápa og tvennar buxur kosta 52,50. Tveir hattar og einar buxur kosta 30.00 krónur. Reiknið nú út, hvað hattur, kápa og buxur kosta. Þið eigið helzt ekki að vera lengur en tvær mínútur að finna réttu lausnina. Hver er lausnin? Eg þekki unga nýgifta frú og faðir hennar er mágur eigin- manns hennar og systir eiginmaims hennar er stjúpmóðir hennar. — Botnið þið í þessum ruglingi. Reynið að finna út, hvað rétta svarið er. Hvað er á myndinni? Ef þið litið myndina hér komist þið að óvæntri niður- stöðu. Eins og þið sjáið, virðist myndin ekkerfc annað en misstórir reitir, með einhverjum bókstöfum í, en þegar þið hafið lokið við að lita kemur annað hljóð í strokkinn. Reitina, sem bókstafurinn R er, á að lita með rauðu, þar sem G er, grænt, Br = brúnn, Bk = svart, Y = gult, V = fjólublátt, P = bleikt. IGKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.