Vikan


Vikan - 11.12.1958, Side 26

Vikan - 11.12.1958, Side 26
BARNASAGAIV Amerísku IMORGE þvottavélarnar fást nú aftur BELCI MAGNDSSON & CO. Hafnarstræti 19 Slippfélagið í Reykjavík h.f. Stofnsett 1902 Símar: 10123 (5 línur). Símnefni: SLIPPEN SKIPAVIÐGERÐIR: 1 dráttarbr. fyrir 2000 tn. þungt skip, 70 m langur vagn 1500 — — — 48 m — — 300 — — — 30 m — — 1 1 Hliðarfærsluvagn fyrir Tréviðgerðir - Málun - VEKZLUNIN Skipavörur Byggingavörur Verkfæri o. fl. MÁLNINGARVERK- SMIÐJAN Framleiðum HEMPELS- málningu til skipa og húsa. Slippfélagið í 900 tn. þung skip, 3 stæði 100 — — — 1 — 30 — — — 1 — Hreinsun - Ryðhreinsun TIMBUKSALAN Trjáviður til skipa og húsa Fura og greni Eik, Mahogny, Krossviður, Þilplötur o. fl. VELAHUSIÐ Fullltomnar vélar fyrir allskonar trésmiði. Reykjavík h.f. KÓNGSDÓTTIRIN OG JÓLATRÉÐ AÐ ríkti mikil sorg í öllu landinu, af því að vesalings kóngsdóttirin var svo veik, að hún mátti sig ekki hræra. Kóngurinn hét háum verðlaun- um þeim, er gæti læknað einka- hvaðanæva að, en allt sem þeir reyndu var árangurslaust. Kóngsdóttirin sat alltaf kyrr í stólmnn sínum og var mjög hrygg. Hún gat ekki hreyft fallegu fæturna sína, hún gat ekki dansað eða gengið eins og hirðmeyjamar og henni hafði alltaf þótt svo gaman að dansa. Þetta var svo sorglegt, að kóng- urinn vildi að lokum ekki hlusta á fleiri læknisráð, því að það var ekki heldur til neins. En svo kom kvöld nokkurt lítill dvergur til hallarinnar og bað um að fá að tala við kónginn. „Hvað vilt þú?“ spurði kóng- urinn dálítið ólundarlega, af því hann var þreyttur og vildi fá að borða kvöldmatinn sinn í friði. ,,Ég ætla að lækna kóngs- dótturina," sagði dvergurinn. ,,Já, það hafa svo margir ætl- að það, en engum hefur heppn- azt það,“ svaraði kóngurinn hryggur. „Þess vegna hefi ég ákveðið, að sá, sem reynir, skal missa höfuðið, ef honum heppn- ast ekki að lækna dóttur mína!“ „Þetta eru ströng skilyrði, en ég ætla samt að reyna!“ sagði dvergurinn. „Þú ert ekki hræddur!“ sagði kóngurinn. „En komdu þá með mér inn í höllina og gefðu dótt- ur minni lyfin þín.“ „Ég hefi engin lyf, en ég ætla líka að áskilja mér eitt,“ sagði dvergurinn rólega. „Hvað áttu við?“ spurði kóngurinn undrandi. „Eg vil eignast hönd kóngs- dótturinnar, ef ég get gert hana svo hrausta, að hún geti gengið og dansað eins og áður,“ sagði dvergurinn ákveðinn. „Viltu kvænast dóttur minni?“ spurði kóngurinn og var mjög undrandi. Dvergurinn sagði já og kóng- urinn var hugsi dálitla stund. Svo fór hann inn til þess að tala um þetta við dóttur sína, og hún sagði: „Ef hann virkilega getur gert mig heilbrigða, þá skal ég gift- ast honum, en það getur hann auðvitað ekki!“ Nú var sent eftir dvergnum og hann beðinn um að koma og hann gekk þá inn í höllina, þar sem kóngsdóttirin beið hans með eftirvæntingu. — En nú verðið þið að vita, að þá hafði enginn maður séð jólatré — það var ekki búið að finna upp á því þá. Á jó^unum fengu allir góðan mat og léku ýmsa jóla- leiki — en jólatré og jólagjaf- ir þekktust ekki. Og það var einmitt á aðfangadagskvöld, er dvergurinn stóð fyrir framan kóngsdótturina og hneigði sig djúpt fyrir henni. „Berið kóngsdótturina inn í hátíðasalinn og setjið hana í þægilegan stól, svo að ég geti læknað hana,“ sagði dvergurinn. Það var gert og allar hirð- meyjamar og hirðmennimir og gamli kóngurinn sjálfur stóðu í hinum enda salarins og horfðu forvitnislega á dverginn. Hann tók eitthvað upp úr vasa sín- um, gekk mn gólfið og mældi það og svo las hann upp ein- hverja leyndardómsfulla þulu. í sömu andrá óx þar upp jóla- tré, eins og þið þekkið það, og fullt af fallegum gjöfum. „Ó!“ sagði kóngsdóttirin og rak upp stór augu. „Sjáið þið!“ hvísluðu hirð- meyjarnar og mennimir og kóngurinn klappaði saman höndunum af gleði. Og svo var farið að leika á hljóðfærin. Kóngsdóttirin hrökk við og fór að hreyfa fætuma og hún reisti sig upp, og að lok- um fór hún að dansa í kringúm jólatréð á fallegu litlu fótun- um sínum, svo létt og fljótt, að allir urðu að viðurkenna, að nú væri hún heilbrigð. Kóngurinn greip hönd hennar og rétti einni hirðmeynni hina, og hún tók annan með sér og svona koll af kolli, þangað til allir vom farnir að dansa — allt inni að minnstu eldabuskunni og fjósadrengnum — allir dönsuðu í kringum jólatréð. Sá eini, sem ekki dansaði var dvergurinn. Hann stóð úti í einu horninu og horfði mjög hryggur á alla skemmta sér. En þegar hljóðfæraslátturinn hætti, fór kóngsdóttirin að leita að honum. Loksins kom hún auga á hann og hljóp til hans. „Hversvegna ertu svona dap- ur í bragði og dansar ekki með okkur?“ spurði hún. „Ég þakka þér fyrir að þú læknaðir mig og ég ætla að giftast þér, þegar þú vilt.“ „En ég er svo ljótur og gam- all,“ sagði dvergurinn. „Þú ert góður," sagði kóngs- dóttirin og beygði sig niður og kyssti hann. En þá hvarf hann og í staðinn fyrir hann var kominn fallegur, ungur kóngs- sonur. „Þakka þér fyrir, að þú leyst- ir mig úr álögum," sagði hann. „Það var vond galdranom, sem breytti mér í gamlan dverg, Framhald á bls. 11. 26 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.