Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 27

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 27
Þáttur þessi verður fremur sundur- laust rabb um íslenzk frímerki, bæði veldur því fjarvera úr bænum og tímaskortur hjá þeim, sem þáttinn ritar. Þáttur sá, sem áður birtist, kom nokkrum góðum gæðamönnum til að hella úr skálum ímyndaðrar reiði yfir blaðið. Það skal tekið fram, að þátt- urinn er ekki ritaður á blaðinu, þótt það hljóti hins vegar hins vegar að bera ábyrgð á honum. Einir þrir ágætir frímerkjakaupmenn héldu vera átt við sig, þegar sagt var að ein verzlun væri annarri verri. Kom það dálítið undarlega út og gefur eitt- hvað skemmtilegt til kynna. Nóg um það. Annars er varla hægt að láta svo skilið við þá, sem verzla með frí- merki hér innanlands án þess að minnast á fáein dæmi um vinnubrögð þeirra. Hér í bænum er t. d. maður, sem verzlað hefur með íslenzk frí- merki um árabil. Siðustu vikurnar hefur gengið í gildi hjá honum ný verðskrá, sem er vægast sagt all furðuleg. Hann verðleggur frimerkin þannig, að hann hefur til hliðsjón- ar tvo verðlista, AFA og Islenzk frí- merki. Sé verðið í danska listanum hærra, selur hann eftir honum, ann- ars islenzka listanum. Er oft gam- an að fylgjast með skemmtilegu lát- bragði kaupmannsins, þegar hann fálmar i listum sinum eftir hæstu finnanlegu verði. Þá er skaplegra að selja eftir einum lista í senn, þótt hann sé ef til vill ekki sem ábyggi- legastur, eða sínu eigin höfði, eins og sumir gera, með nokkuð misjöfn- um árangri. Margt skemmtilegt ber við á langri leið. Sá, sem þetta ritar, var í sum- ar staddur suður á Italíu. Þá varð honum gengið inn i frímerkjaverzl- un eina og spurði um íslenzk frí- merki. Allgott úrval var á boðstól- um og meira að segja einn skilding- ur, 8 sk. brúnt. Hafði það verið stimplað með hinum fræga Hraun- gerðisstimpli. Aðgætti ég merkið bet- ur og sá þá, að vatnsmerkið vantaði í það og tökkun var mjög ábóta- vant. Þar var bersýnilega komin ein hinna fjölmörgu falsana á íslenzk- um frímerkjum, og heldur lélega gerð. Leiddi ég frímerkjakaupmanninn í allan sannleika um frimerkið og fékk að svo i uppbót á önnur merki. þröngri götu i Róm var gott úrval af öfugum yfirprentunum á „I GXLDI" merkin. Braskari í Paris átti öll íslenzku skildingafrímerkin, tökkuð og ótökkuð til sölu fyrir litinn pening. öll fölsuð en þó mjög vandlega. Þetta var lítil og afskekkt verzlun og var oftast lokuð. Fræg að endemum er útgáfa Al- þingishátíðarfrímerkjanna 1930. Is- landsvinafélagið í Vínarborg bauðst tii að láta sjá um prentun og útgáfu merkjanna á eigin kostnað. Þessu tilboði var tekið með þökkum, þótt Póststjórnin mælti eindregið á móti því. Merkin voru svo prentuð í Vín, tilskilið upplag sent til Islands og allt virtist í himnalagi. Samtímis þessu streymdu svo Alþingshátíðar- frímerkin á Evrópumarkaðinn og allskonar afbrigði, ótökkuð, gegnum- stungin, rangtökkuð, tvöfaldar yfir- prentanir og mörg fleiri afbrigði. lslands„vina“félagið hafði þá haldið áfram prentuninni eftir að lokið var við hið tilskilda magn, sem Islending- ar fengu. Vegna þessa hafa frímerk- in aldrei komizt í það verð, sem eðlilegt hlýtur að teljast, ef miðað er við upplag þeirra, eins og það var gefið upp af opinberum aðiljum. Flugfrímerkin voru hins vegar prent- uð í Englandi og þess vegna hafa þau komizt nokkurn veginn í rétt verð. 1 tilefni af Alþingishátíðinni voru útbúin 5 albúm, sem höfðu inni að halda allar reynsluprentanir og upp- köst að teikningum á merkjunum, auk þess, sem límd voru í þau 9 sett af öllum merkjunum, þjónustu og almennu. Þessi albúm voru sér- staklega smekkleg og vel frá þeim gengið. Eitt fékk formaður hátíðar- nefndar, annað bæjarfógetinn í Reykjavík, hið þriðja forseti Alþingr is og tvö voru gefin einhverjum hátt- settum embættismönnum. Eitt þess- ara albúma var fyrir skemmstu til sölu og var selt fyrir hlægilega lágt verð. Sá, sem keypti seldi það síðan til Ameríku fyrir ofsaverð, enda er þetta einstakt fágæti, þegar þess er gætt, hversu fá albúmin voru og flest í opinberri eign. 1 albúminu voru alls konar prentanir, sem aldrei voru gefnar út, litarprufur og margs kon- ar önnur gildi. Einkennilegt er, hversu hjálpar- og líknarfrímerki seljast illa hér á landi. Frímerkin frá 1933 hafa aldrei komizt í verð og voru í gildi þar til fyrir skömmu. Hjálparsettið frá 1949 hefur selzt ótrúlega illa og loks eru Skálholtsfrímerkin, sem fá- ir virðast vilja nota á bréf. Eina settið, sem sennilega kemst í verð er Hollandshjálpin, sem var mjög stutt í umferð og því lítið til af henni stimplaðri. Félag frímerkjasafnara heldur fundi reglulega. Oft eru skiptifundir og koma menn þá með þau merki, sem þeir hafa aflögu og fá í staðinn önnur. Tímaritið „Frímerki" er ný- komið út og er að vanda mjög fjöl- breytt að efni. Er viðleitni útgefenda mjög lofsverð og gegnir furðu, að ekki skuli fyrir löngu hafin útgáfa á slíku riti. Nýr frímerkjakaupmaður hefur bætzt stéttinni. Um daginn hafði hann tveggja krónu merki Þjónustu Frið- rik VIII. til sölu á kr. 10, með punkti! Hinsvegar selur hann 20 aura brúnt notað merki af Chr. X. á 7,50 kr. Leyfi ég mér að bjóða hann velkom- inn til samstarfs við íslenzka frí- merkjasafnara! Sextíu aurarnir í Atvinnuvegasett- inu halda áfram að hækka. Enda er það engin furða, þar sem þeir voru eina merkið, sem ekki var endur- prentað. Nú er varla hægt að fá þetta 6 ára gamla merki fyrir minna en 10 krónur. Nýlega voru 90 aur- arnir í sama setti prentaðir aftur. Þetta minnir á 15 aurana í Fossa- settinu, sem voru prentaðir aftur. Hafði megnið af því merki verið keypt upp af tveim eða þrem mæt- um mönnum, og tók þá Póststjórnin rögg á sig og lét endurprenta hjá hinni vandvirku prentsmiðju Thom- as de la Rue. En blái liturinn varð bara töluvert frábrugðinn fyrra merkinu, svo að það heldur fyllilega sínu verði. Annars komast svona merki aldrei í neitt ofsaverð. Hljóta alltaf að verða pakkavara. Almenna bókafélagið I félag allra Islendinga I I VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.