Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 5
BAK VIÐ TJÚLDIN „Rakarinn44 í Þjóðleikhúsinuk KLUKKAN er 10 um morgun, þegar ég legg leið mína í Þjóðleikhúsið. Ég geng inn í það helgasta, leiksvið, því þaðan berst óm- iai' af tónlist. Á baksviðinu er myrkur, en fram- .arlega er sviðið upplýst og þar er hópur manna í kringum píanó, en sitjandi við hljóðfærið er Róbert Abrahams Ottósson. 1 raun réttri er vart hægt að tala um hóp manna í kringum píanóið, því hinn ágæti Guðmundur Jónsson stendur við eina hlið þess, einn, og rúm er ekki fyrir fleiri. <Og ljósmyndarinn sem með mér er, smellir af. Blossi — og Guðmundur snýr sér við og horfir með undrun i svip á ljósmyndarann. •— Varstu með breiðfilmu góði, — spyr Guðmundur. Það er æfing á óperunni Rakarinn í Sevilla, sem frumsýnd verður 2. dag jóla. Róbert A. Ottósson söng- og hljómsveitarstjóri tíuðmundur og Abraliam — Rakarinn og söng- stjórinn. gefur sér tíma mitt í starfsönnum til þess að ræða við mig stutta stund. Hann er mjög áhugasamur í starfi og allt hans fas ber vott um kraft óg úthald. Hann stjórnar nú í fyrsta sinn óperuflutningi hjá Þjóðleikhús- inu, en áður hefur hann stjórnað óperunni Miðlinum eftir Menotti fyr- ir Leikfélag Reykjavíkur. — Það er vandasamt að setja hér á svið óperu. Flutningur á einstök- um óperum er enn ekki orðin hefð liérlendis. Rakarinn t. d., hefur aldrei áður verið fluttur hér og við verð- um því að æfa allt frá grunni. En vonandi verður unnt í náinni fram- tíð, að sýna sömu óperur aftur og aft- ur, svo sem gert er erlendis. óperan verður sungin á íslenzku, í þýðingu Jakobs Jóh. Smára. Margir telja að óperur eigi að syngjast á frummáli, cn ég er ekki þeirrar skoðunar. — Persónur? — Ævar Kvaran syngur hlutverk Fiorella, þjóns Almaviva greifa, og greifinn er sunginn af Guðmundi Guðjónssyni sem nú syngur í fyrsta skifti eitt af aðalhlutverkum í óperu. Guðmundur hefur sungið nokkuð á skemmtunum lítið eitt í útvarpi, og nú, óperan. Figaro syngur Guðmundur Jóns- son, Þuríður Pálsdóttir syngur hlut- verk Rosinu, Kristinn Hallsson, Bar- toló, Sigurveig Hjaltested syngur lilutvcrk Berthu, Jón Sigurbjörnsson hlutverk Don.Basilíó, Hjálmar Kjart- ansson herforingja, og auk þess er 12 manna karlakór. Við eigum gott söngfólk, og þeir sem nú eru að æfa, gætu flutt þessa óperu hvar sem er. 'Ég geng til Guðmundar Guðjóns- sonar. — Ég er dauðhræddur, æfingar mjög erfiðar, alveg uppgefinn eftir hverja æfingu. Ég syng nú með tveimur kennurum mínum, þeim nafna mínum Jónssyni og Kristni. Annars er maður alltaf að læra af hinum sem lengra eru komnir. Ég er húsgagnasmiður, og kannski á maður að láta sér nægja að raula við mublurnar. Og æfingin heldur áfram. Söng- vararnir eru flestir búnir að læra Guðmundur Guðjónsson — að raula við mublur. texta hlutverka sinna, einstöku sinnum syngur Guðmundur Jónsson þó á gamlan og góðan máta, tra la lalala lahumm, en hvað um það, þetta er æfing, og æfingin skapar meistarann. Þó að gaman sé að fylgjast með æfingum, var ekki ætlunin að dveljast langdvölum hjá söngvurunum og hlusta á hina skemmtilegu óperu, heldur heimsækja nokkra þá starfsmenn leikhússins sem eiga sinn stóra þátt í þvi að gera óperusýn- inguna að veruleika. Þeir standa aldrei í sviðsljósunum, þeir fá Framhald á bls. 22, VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.