Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 7
um víða um Bandaríkin gerðu meira gagn en geypidýrar auglýsingar í heimsblöðum eins og TXME og LIFE. Lítill upplýsingabæklingur, sem dreift væri í réttum byggðarlögum næði fremur til væntanlegra farþega Lofleiða en hrikastór ljósaauglýsing yfir heilan húsvegg í hjarta Manhattan. Enda varð árangurinn sá að sætanýting Lofleiða varð eftir nokkur ár 100% meðan risaflugvélar stóru félaganna flugu hájftómar á mettíma yfir hafið. En þessu marki var ekki náð án fóma. For- stöðumenn félagsins muna þá tíma þegar far- kostir þess lentu eftir langa og stranga ferð yfir úthafið með 3—4 farþega innanborðs. Saga Loftleiða er því eitt óslitið ævintýi'i frá upphafi, spegilmynd af æfintýri lítillar þjóðar sem háir harða baráttu til að vinna sér frama og gengi í augsýn heimsins. Eitt þeirra ævintýra sem hafa rætzt... FYRIR nokkru buðu Loftleiðir hóp íslenzkra blaðamanna vestur um haf til New York til að kynna þeim starfsemi félagsins þar i borg. Ferðalagið varð þó miklu viðtæk- ara því blaðamönnunum var gefinn kostur á að sjá og kynnast ýmsu merku á öðrum svið- um. Meðal annars voru þeim sýnd hin geysi- miklu húsakynni sameinuðu þjóðanna og þáðu þar hádegisverðarboð Thor Thors sendiherra, sem jafnframt er fulltrúi íslands á þingi Sþ. Exmfremur var okkur boðið að sjá lítils- háttar af miðstöðvum hinna miklu tímarita- samsteypu TIME og LIFE í New York og var ekki laust við að íslenzku blaðamönnun- um fyndist þeir harla litlir karlar er þeir kynntust af raun og sjón þeirri stórkostlegu starfsemi sem þar fer fram. Enda var það svo að einn blaðamanna TIME sem gerðist leið- sögumaður okkar var næstum búinn að vill- ast í byggingunni, þai' sem hann hafði unnið um áraskeið. Einkum þótti okkur athyglisvert að þar á ritstjórnarskrifstofunum er ekki sið- ur að blanda geði við prentara og setjara, heldur er lesefni allt sent þráðlaust til Mexico eða Chicago eða hvert á land sem er, á einhvern þann mörgu staða þar sem blaðið er prentað. Eftir að hafa skoðað bygg- inguna og þá starfsemi sem þar fer fram, var Islendingunum boðið til hádegisverðar með nokkfum ritstjórum TIME og bar þar margt skemmtilegt á góma. Einn markverðasti þáttur ferðarinnar var eins dags dvöl í Washington en þangað var okkur boðið af utanríkisþjónustu Bandaríkj- anna og var Peter Heller blaðafulltrúi farar- stjóri þann dag. Washingtori er fögur borg og tignarleg og skartaði sóldýrð sem á sumri væri. Þar vorum við leiddir um þinghúsið og varð það margra kílómetra löng ganga, enda þfeyttir menn sem að henni lokinni komu sam- an til síðdegisdrykkju hjá einum háttsettum embættismanni utanríkisþjónustunnar. Höfð- um við áður átt þess kost að eiga viðræður við Monroney, öldungadeildarþingmann fyrir Oklohoma og var sú viðræðustund einhver allra ánægjulegasti viðburður ferðarinnar. Þá kom- um við inn á einkaskrifstofu Nixons og tók aðstoðarmaður hans á móti okkur, sjálfur var hann í heimsókn í London. Ennfremur vorum við leiddir um Hvíta húsið og meðal annars sýnd skrifstofa Eisenhowers forseta. Leiðsögumaður okkar var Gruenther, bróðir hershöfðingjans fræga. Það vakti athýgli okkar hvað negrar voru f jölmennir í Hvita húsinu og virtust þeir gegna þar hinum margvislegustu störfum. Og enn- fremur þótti okkur nokkuð kynlegt að blökku- VIKAN menn voru hafðir til leiðsagnar um hina ægi- voldugu byggingu Hæstai'éttar i Washington, því húsi þar sem dómurinn um aðskilnað hvítra manna og svartra hafði farið fram. En Surtur rakti fyrir okkur sögu byggingarinnar og kunni skil á hverjum steini og hverri flis. Yfirleitt virtust negrar afar fjölmennir í höf- uðborginni og báru höfuðið hátt. Það fór því ekki hjá því að negravanda- málið bæri á góma í hádegisverðarboði í Blaðamannaklúbbi borgarinnar. Ameríkanai' sögðu að þetta væri viðkvæmt og erfitt vanda- mál sem ekki yrði leyst á einum degi. Einn þeirra hafði lengi dvalið í Suðurríkjunum og þekkti gerla til staðhátta þar. Hann sagði okkur að erfitt væri að lynda við negranna ótt hvítu mennirnir væru allir af vilja gerðir. skólum hefðú svertingjabörn oft spillandi áhrif á hvítu börnin, hvítir foreldrar vildu ekki taka í mál að börn þeirra sætu á skóla- bekk með hegrabörnum. Negrarnir hafa alizt upp við kröpp kjör og menntunarleysi, flest barnanna vissu ekki einu sinni nöfnin á for- eldrum sínum, né hvar þau voru niðurkomin, þau höfðu ekki lært neinar umgengnisvenjur og bæru ekki virðingu fyrir neinu því sem hvítir menn teldu heilagt. Þeir væru vísir til að ráðast á stúlkurnar og efckert héldi aftur af þeim. Þeir stæðu á lægra siðferðisstigi og væru að öllu leyti frumstæðari i högum og hugsun. Hinsvegar ræddum við ekki um það hversvegna blökkumennirnir stæðu á lægra Siðferðisstigi en hvítir menn. Um kvöldið þágu blaðamennirnir boð Stef- áns Hilmarssonar og konu hans og var það sérstaklega skemmtilegt kvöld. Stefán veitir forstöðu sendiráði Islands í Washington meðan sendiherrann dvelur á þingi Sþ í New York. Til New York var aftur farið flugleiðis og sátu blaðamenn þar dýrlegan fagnað Islend- ingafélagsins þar í borg í. tilefni af fullveldis- degi Islands. Þar fluttu aðalræður þeir Thor Thors sendiherra og Sigúrður Magnússon full- trúi, farars.tjóri íslenzka hópsins. Einn aðalviðburður ferðarinnar var heim- sókn á stöðvar Loftleiða í New York undir leiðsögn Bolla Gunnarssonar og Nicholas Craig . forstjóra. í New York starfa hvorki meira né minna en 38 fastir starfsmenn Loftleiða og jafnvel fleiri þegar annir eru mestar, m. a. hafa þá 5 starfsmenn engán annan starfa en þann að svara fyrirspurnum í símann, sem gengur látlaust allan daginn. Bolli Gunnars- son stjórnar þeim hluta liðsins, sem starfar á flugvellinum við flugumsjón og farþega- þjónustu, en Nicholas Craig hefur aðsetur á skrifstofum félagsins inn í boi'ginni. Er það ekki ofsögum sagt að Islending- arnir hafi fyllst hrifning-u og stolti þeg- ar þeim voru sýnd hin veglegu salarkynni fé- lagsins, sem í engu gáfu eftir skrifstofum ann- arra flugfélaga þar í grennd nema síður væri. Ef til vill opnuðust þá helzt augu okkar fyrir því grettistaki sem Loftleiðir hafa lyft og ennfremur varð okkur ljóst hvilíkt gagn fé- lagið hefur unnið allri hinni íslenzku þjóð, hafið merki hennar til vegs og virðingar í út- löndum og vakið athygli heimsins á hinu af- skekkta útskeri norður í höfmn þar sem við heyjum okkar hörðu lífsbaráttu við ill skilyrði og viljum heita sjálfstætt fólk: Við þökkum stjórn Loftleiða og öllu starfsfólki fyrir ó- gleymanlega ferð, hlýjar viðtökur og góða þjónustu og óskum þess að drunur hreyflanna haldi áfram að hljóma yfir víðfeðmu Atlants- haf sins. 3 )

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.