Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 8
Allar lokuðu dyrnar við ganginn, sem hún hafði htið hornaug-a á leiðinni upp, virtust nú gTun- samlegar i augnm hennar. Þegar niður kom opn- aði hún gömlu járniokuna, er verið hafði á dyr- unum siðan í tíð Lúðvíks XV., og,munaði minnstu að hún snéri sig um öklann á mölinni. — Jæja hugsaði hún og dró andann léttar er hún stóð loks á stéttinni, — þetta er betra. Ég er viss um að Marianna sá þegar ég fór. Hún var að njósna tun mig í öllum þessum andyrum. Hún hefur óskað þess að ég fótbryti mig í garðinum. Og hvað fékk ég svo að borða eftir öll þessi ósköp? Ég finn sannarlega ekki fyrir því! Eina plómu, nokk- ur kirsuber, fáeinar fikjur. Og sannarlega prýðis kaffí. Henni var iéttara er liún hafði skilið að baki sér það, er henni var verst við af öllu, sjúkra- beð, og hún andaði djúpt að sér hinu ferska and- rúmslofti sumarsins i París. Guli rósarhnappur- inn, sem festur var við kraga hennar var farinn að fölna. — Ein af rósum Maríönnu. Það var langt frá þvi að hana langaði til að henda henni, heldur kreisti hún hana í hendi sér eins og stolinn dýrgrip. Tvisvar eða þrisvar fór hún aftur að hugsa um þessar tvær stundir, er hún hafði eytt á bannsvæðí. En henni fannst viturlegra að fresta þeim hugleiðingum. Er hún kæmi heim mundi ' hún kryfja allt til mergjar. Karlmennirnir sem hún mætti á leiðinni, renndu augunum frá ljós- hærðum kollinum allt niður að slitnum skóm hennar, og hún staðnæmdist augnablik fyrir utan allar skóverzlanir. — Næst er kominn timi til að hugsa um hanska, andvarpaði hún. Og hún leit- aði skjóls fyrir freistingunum með þvi að hraða sér upp í strætisvagn. Er hún sá aftur litlu, hrörlegu lyftuna og gamla stigaganginn með rifnu veggfóðrinu, fann hún til hlýleika, eins og væri hún að koma heim eftir langa fjarveru. Henni datt allt í einu í hug að breyta og færa til húsgögnin i vinnustofu sinní. Síðan setti hún rafmagnsstraujárnið í sam- band, breiddi klút yfir eldhúsborðði og fór að vinna. Hún réðist á svartan, margnotaðan kjól með straujárninu og draup á hann uppleystu ammoniaki. Hún dýfði olnbogum kjólsins ofan í blöndu af vatni og glyceríni til að ná af þeim glansi. Sömu aðferð hafði hún við dökkbláan, klæðskerasaumaðan kjól, með fjórum litlum vös- um, sem lagðir voru ljósbláum og rauðum legg- mgum, og Júlía var önnum kafin við að þvo blússu, tvennar buxur og nokkra silkisokka, er hún var trufluð með þrem hringingum í dyra- bjöllunni. Hún fór til dyranna i sloppnum og leiddi gestinn inn í eldhúsið. — Hvað er klukkan, Coco? Ég bjóst ekki við þér strax! — Hún er fimm. — Þú gætir sagt ,,loksins." — Þú sérð að ég hefi haft nóg að gera. Dagur- inn hefur verið svo fljótur að líða. —r- Þú átt gott! — %? Hún horfði á imga manninn með glettnissvip. En einkennilegt að nokkrum skyldi finnast að hún ætti gott. „Þú getur beðið í vinnustofunni ef þú villt. — Má ég vera héma? — Þú verður svo sem ekkert fyrir. Sestu á stólinn hennar Madömu Sabrier. Eg verð ekki nema tiu mínútur. Hún hélt áfram að vinna, pakkaði þvottinum inn í rakt handklæði, pressaði niður plíseringar á pilsi, sklpti um skó og þræddi niður fald. Coco Vatard fylgdi hverri hreyfingu hennar eftir að hann kom inn. Júlía hafði dálítið móðgangi áhuga á því sem hún var að gera, bar áburð á hælana á skónum sínum og nuddaði þá með gulum klútn- um með miklum ákafa — Er gaman að horfa á? spurði hún hann. Hann horfði á hana með ljósu augunum sín- um. -— Já, sagði hann alvarlega. — Enginn vinn- ur eins og þú. Bara að litunarfólkið í verksmiðj- unni minni ynni svona! Þú átt svo auðvelt með að gera hlutina. Ég gæti horft á þig að eilífu. •— Mundirðu vilja hjálpa mér? Eða leyfa mér að hvíla mig? Hún sat á barmi baðkersins, hneppti frá sér sloppnum og sveipaði honum af sér með ákveðinni hreyfingu. Hún skvetti köldu vatni á bera hand- leggina, axlir og háls, sem varla urðu litgreindir frá hárinu. Eina viðbragð hennar í þá átt að skýla sér var að binda Týrólaklút um hálsinn. Einu fitumerkin, sem hún fann, var ef til vill að- eins undir hökunni. — Nei, sagði Coco eftir nokkra umhugsun. — Mér farast verk ekki svona vel úr hendi. Og hvi skyldir þú vilja hvila þig? Þér leiðist alltaf ef þú hefur ekki nóg að gera. — Það er ekki satt! hrópaði hún. Hún átti eins auðvelt með að tárast af reiði eins og að hlægja. En Coco sýndi engar tilfinn- ingar aðrar en aðdáun. Hann lyfti upp jakktinum og tók upp í hnéin á buxunum. Hann var svo snyrtilega klæddur að nálgaðist fullkomnun, og Júlíu langaði til að gera það fullkomnið með því að laga hnútinn á hálsbindinu hans. En hún hætti við það næstum strax, og gekk til baka er hann bjóst til að faðma hana. — Það er svo góð lykt af þér, sagði hann með sinni einlægu hreinskilni. •— Þú lyktar af svita og skóáburði. Viltu ekki vera góð við mig í dag? Hún leit á hann fjarrænu augnaráði og hallaði undir flatt. — Hann er annars ansi sætur, hugs- aði hún, þó hann sé í sunnudagafötunum sínum alla daga vikunnar. Heiðarlegur ungur iðjuhöld- ur með stór barnaleg augu og uppbrett nef. En hvað viðvíkur .., Hún andvarpaði og sagði. — Eg er svöng. — Svöng ? Hvernig í ósköpunum stendur á þvi ? Hún þandi út nasaholurnar og rak upp hökuna. —- Vegna þess, piltur minn, að ég hafði ekki tíma til að borða. Herra Espivant sendi bilinn sinn eftir mér, og ég sat við rúmstokkinn hjá honum í þrjá eða fjóra tíma, kannske lengur. — Er hann hressari ? spurði Coco kæruleysis- lega. — Nei, verri. Og hana langaði til að borða úti og fara í bíó á eftir. Hún bætti við í viðskiptatón, — prófessor Giscard er svartsýnn, en það er víst samt engin hætta í bili. — Og hvað segir kona hans um það að þú sért að heimsækja eiginmann þinn — hennar, átti ég við. — Ekkert, hún var ekki viðstödd. Nú, sagði Coco hugsandi, þar til hann ákvað sig loksins. — Það er skammarlegt. — Hvað skammarlegt ? — Að heimsækja hvert annað svona. Það er skammarlegt af honum að láta sækja þig, skamm- arlegt af þér að hafa farið, og skammarlegt af hinni konunni að láta bjóða sér þetta. Júlía lét sér fátt um finnast, og hélt áfram að þvo sér um hendur undir eldhúskrananum, og horfði á spegilmynd Cocos í litla speglinum yfir vaskinum. — Hvað ætli hann viti um það, hugsaði hún. — Háttsettur framkvæmdastjóri í fata- hreinsun, eflaust, og fer sjálfsagt á smá kenderí annað slagið. Ég er sannfærð um að hann geymir upplitaða mynd af pabba sínum I veskinu, í borg- aralegum klæðum. Hann er bezta grey. — Aumingja sktnnið, sagði hún upphátt — Hvað heldur þú að við tvö eigum sameiginlegt ? — Hvað ? — Ég hugsa að við viljum bæði fara eitthvað út. Hvar eigum við að borða? Ætlarðu að hitta Lucie Albert? En ekki þó Encelade, vona ég? — Nei, sagði Coco. — Hvorugt. Þú gafst mér engar fyrirskipanir. Heldurðu að þér leiðist ef við förum bara tvö? Hún sléttaði úr hrukkunum sem ávallt mynduð- ust á enni hennar við minnsta mótlæti. —: Auðvitað ekki. En láttu mig drekka eitthvað áður en við borðum, annars bít ég í kinnina á þér. Júlía snerti létt með máluðum vörunum nýrak- aða kinnina, sem hann rétti henni. Hún var enn í rúminu um tíuleytið næsta morg- un. Hún hlustaði í gegn um svefninn á hin gam- alkunnu vinnuhljóð í eldhúsinu. Þegar frú Sabrier gægðist inn um dyragættina á vinnustofunni, gaf Júlía henni ekkert tækifæri til að byrja á sínum venjulegu kvörtunum. — Glas af köldu vatni, og dálítið kókó búið til með vatni, ekki mjólk. Engan morgunverð né há- degisverð. Enga ryksugu. Líttu eftir skónum mínum og klæðskerasaumaða kjólnum, og svo máttu fara. Ég er sofandi. Engin bréf? Sé þig á morgun frú Sabrier. Ekki bursta leggingarnar á vösunum, þær gætu dottið af. Hún snéri sér til í rúminu eins og hvolpur og lagði ennið að veggnum. En henni var ómögulegt að komast aftur í hið þægilega, hálf-meðvitund- arlausa ástand, sem venjulega var svo auðvelt eftir að hún hafði verið við víndrykkju um nótt- ina. — Það er kampavíninu að kenna, hugsaði hún. — Ef kampavín á líka að kallast gott, þarf það að vera alveg einstakt. Nú á dögum hafa allir næturklúbbar aðeins þetta venjulega kampavíns- sull, sem er eins og málmur á bragðið. Þá er betra að drekka koníak, með eða án vatns, eða sæmilegt whisky, sem skilur ekki eftir óbragð í munninum. Það var ennþá þefur af gömlu tóbaki í hári hennar. — Það er árans óbragð uppi í mér. Hver fjárinn er eiginlega að mér? Hún hresstist aðeins við glas af ísköldu vatni. — Auðvitað! hrópaði hún upp. — Ég fór að rífast við Coco Vatard! Hún fór aftur upp í rúmið og losaði varlega. um ábreiðuna. Hún var slitin, en úr góðu efni og nægilega stór til að hægt væri að smeygja rönd- unum niður með dýnunni. Hún starði upp í loftið og hélt áfram að hugsa um kvöldið áður. Fyrsti skugginn hafði komið þegar þau voru tvö ein að borða i úthverfi Parísar. Þegar þau fóru þaðan, 8 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.