Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 11
í AIDARSPEGLI Framhald af bls. 4. um Málið á Nýjatestamenti Odds Gottskálkssonar. Einnig hefur hann verið ritstjóri Bibliotheca Arnamagnæna frá upp- hafi og er mikil gróska í þeirri út- gáfu. Safnritið Nordisk Kultur hefur notið góðs af lærdómi hans. Forseti Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn hef- ur hann verið um langt skeið. Loks er að geta sundurleitra tímaritsgreina Jóns og fjölmargra fyrirlestra. Hann ritar um Málið á Skírni. Verkefni ís- lenzkra fræða, Grænlendinga. Hvern- ig yrkja skuli á íslenzku, Um jarð- fræði. Flytur fyrirlestra um islenzk handrit erlendis og fjölmargt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Jón Helgason hefur fenglð mörg tækifæri til stórra átaka og afreka. Maðurinn er enda enginn deigulmór og flingrar ekki utan á sig annarra fjöðrum. Hann er afrenndur að afli og veldur meiri þunga heldur en meðalmennin, sem hjakka i túnjaðr- inum. Hann veldur vel jafn þungu vopni og pennaskafti og kann listi- lega að leggja andstæðinginn óvígan þegar í fyrstu atrennu, ef hönum þurfa þykir. • JÖN Helgason er betra skáld en flestir, sem nú yrkja á íslenzka tungu. Mál hans er mergjað, hann er beryrtur og hispurslaus, viðhefur sjaldan fáryrði en stundum köpur- yrði. Ljóð hans eru enginn bráða- þeyr, en hann er notinvirkur og slembilukka ræður aldrei athöfnum hans. Jón hefur allt frá því hann inn- ritaðist í Hafnarháskóla verið lífið og sálin í andlegu félagslífi stúdenta. Hönum er lítt gefið um verkfræði- nema, en hefur yndi og nautn af andlegum samskiptum við kollega sína. Hönum er uppsigað við mont- hana og brúkara og hefur gefið mörgum slíkum blátt auga og brotna tönn í óeiginlegum skilningi. Margir bragir hans, sem hvergi hafa birzt eru landfleygir. Hér er varla rúm til að gera ær- lega grein fyrir kveðskap Jóns, en drepið skal á nokkur af beztu ljóðum hans. Ljóðin eru aðallega tvenns konar: Ádeilukennt skop, sem hittir beint í mark og tregakennd og al- vöruþrimgin ættjarðar- og saknað- arljóð. Síðari flokkurinn skipaði Jóni strax til föruneytis með beztu skáldum þjóðarinnar. Ást hans til íósturjarðarinnar, þöglan en djúp- sæan söknuð vegna fjarlægðar frá íslenzkri móðurmold og trega hans vegna upphafningar fornhelgra gilda og bitran dapurleika vegna vanhelg- unar á þvi, sem íslenzkt er, getur að lesa í þessum kvæðum Jóns Helga- sonai-. Starfslöngun sinni lýsir hann vel í ljóðinu „Að morgni“. Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rönd; sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi i hönd. Ég aftanskinið óttasleginn lít ef ekki dagsins próf ég staðizt get, að mjakazt hafi ennþá út um fet þess akurlendis jaðar sem ég brýt. Kvæðið „I Árnasafni" er eitt frá- bærasta ljóð Jóns. Skyndilega verð- Framhald á bls. 13. ^STJÖRNITSPÆ^ 18/12 19/12 20/12 21/12 22/12 23/12 24/12 Ilrúts- merkið 21. marz—20. apr. Þú hefur sýnt á- kveðinni persónu of mikið kæruleysi. Reyndu að bæta úr þvi. Dagurinn verður hagstæður, ef þú gætir þln á sér- stöku skyldmennl, Þú hefur brugðizt trausti vlnar ?íns og ættir að gera tilraun til sátta og bóta sem fyrst. Ölíkustu hugmyndlr um ákveðna stúlku berjast um 1 hjarta þínu. Þú skyldir trúa þeim betri. Þú verður að fara varlegar með þig og stofna ekki heilsu þlnni I bráð- an voða Þú ert of þrjózkur. Viðurkenndu skoð- anir annarra og yf- irsjónir þinar. Þú ert 1 vafa unt eitthvað sérstakt og ættir alls ekki að lelta ráða annarra. Nauts- Cgtfk. merkið 21. apr.—21. maí Þér liættir oft til að skrökva. Reyndu að stilla þig 1 dag. Það er mikils vert. Þú hefur frjdtt 1- myndunarafl og létta írásagnargáfu og þeir eiginleikar bjarga þér I dag. Þú hyggur á ferð til útlanda. Láttu ekkl ákveðná manneskju ráða þér frá því. Þú ættir að koma sérlega kurteislega fram við mann, sem kemur aö máll við þig I dag. Þú ert of flkinn I skemmtanlr og eyö- ir miklum pening- um. Farðu ekki út I dag. Dagurinn ætti að verða framúrskar- andi ánægjulegur, ef þú gerir alvöru úr framkvæmd. Mlkils vert er, aS þú sýnir gætni I fjármálum og vlð- sklptum 1 dag. Tvíbura- . merkið 22. maí—23. júní Ef þú hefur hugsað þér að fara út 1 kvöld ættir þú að fresta þvi um sinn. Þú ert of hrifnæm- ur. Dáttu ekki glepj- ast af fagurgala og góðu útliti. Erfiðleikar gætu verið framundan. Sýndu þrautseigju og þú munt sigra. Láttu ekkl hroð- vlrknl eyðlleggja góðar atvtnnu- horfur. Þig vantar mark- mið I llfinu. Belndu áhugamál- um þlnum að ein- hverju. Kunningjar þlnir hafa móðgast við þig, vegna fljót- færni þinnar. Lelt- aðu sátta. Kvöldið getur orð- ið skemmtilegt og auk þesa gæti ver- ið að þú hagnaðlst vel 1 dag. Krabba- ^, merkið £*3mZ, 22. júni—23. júlí Þú ert fullur helft- ar út í roskinn karl- mann. Sýndu still- ingu og rjúktu ekki upp. Stundaðu vinnu þína betur og hugs- aðu ekkl of mlklð um leiðan atburð, er skeði fyrir löngu. Þú ert of langræk- inn. Brjóttu odd af oflæti þínu og þér mun Hða betur. Dagurinn verður viðburðasnauður, en um kvöldið getur brugðlð til beggja vona. Þú færö heimsókn I kvöld, sem gleður þig mikiö og kemur skemmtllega á óvart. Erfiðleikar I aðsigi, en vertu þó ekki of svartsýnn. Vonandl fer allt vel. Hugsaðu ofurlitKS meira um aöra og minna um sjálfan þig. Þú h*f- ur gott af þvl. Ljóns- merkið ** •* 24. júli—23. ág. Þú ert skelfllega nöldrunarsamur á stundum og hefur slæm áhrif á um- hverfi þitt. Ferðalög virðast ekki æskileg I dag og skyldir þú sneiða hjá bílferð, sem þér gefst kostur á. Þú hefur farið á bak við vini þína og ættingja og færð það duglega borg- að I dag. Þú skalt ekkl af- neita þvl, sem þú hefur ekki vit á og skilur ekki nægi- iega vel. Stúlka ein leitar liðsinnis þlns I dag og skaltu reyna að greiða úr vandamál- um hennar. Stundaðu nám og vinnu betur og láttu ekki ákveðna pers- ónu æsa þig upp til neinna óspekta. í>ú ert fljótfœrinn. í>ú verður aö gæta þesa sérstaklega vel i dag, aö taka ekJd of skjóta ákvöröun. Dagurlnn viröist sérstaklega hag- stæður eldri konum og körlum. Ungling- ar skyldu gæta sin. Meyjar- merkið 24. ág.—23. sept. Af hverju ekki að gleyma deilum og leita sátta. I>aÖ yrði þér til góðs. Láttu ekki sjúk- leika fjarskylds ætt- ingja hafa áhrif á liðan þína og heim- ilisfólksins. Dagurlnn gæti orðið heilladrjúgur, ef þú varar þig á stúlku, sem vill þér iilt. Þú ættir að leggja meirl rækt við hag- nýt störf og eyða ekki öllum tlman- um I skemmtanir. Hæflleikar þinir njóta sln vel I dag, farlr þú að ráðum samstarfsmanns þlns. Gættu skapstilllng- ar og vertu ekki smámunasamur og nöldrunarseggur. Vogar- merkið i á 24. sept.—23. okt. Þér býðst tækifæri, sem þú skyldir af- þakka, því annað gæti haft slæm áhrll á þina nánustu. Lifðu I voninni og vertu ekki svart- sýnn um of. Treystu vini, sem vill þér vel. Þú ert of opinskár. Reyndu að gæta tungu þinpar, sér- staklega gagnvart ljóshærðri stúlku. Hreyktu þér ekki af verkum, sem þú hefur ekki unnið. Leyfðu hlutaðeig- andi að njóta þeirra. Þú lendir í rifrildi við nákominn ætt- ingja, ef þú sýnir ekkl þvi melri stilí- ijigu. Dagurinn er við- burðalítill og kvöld- ið einnig. Vafasöm simahringing ergir Þig. Velferð þln og þlnna nánustu er fyrir mestu. Hafðu það hugfast I dag. Dreka- merkið JMS/ 24. okt.—22. nóv. Mjög alvarlegar horfur 1 ákveðnu máli. Ætti að geta farið vel, ef skyn- samlega er að gert. Forvitni þln getur leitt þig I mikinn vanda í dag og skaltu þvl hafa hemil á hennl. Leiðinlegt atvik hendir þig siðari hluta dagslns, en þó máttu ekki leggja árar i bát. Þú ert gædBur margþættum gáf- um, en þær njóta sín ekkl vegna singirni þinnar. Dagurinn veröur ánœgjulegur og um kvöldiö getur þér hlotnazt óvœnt happ. Frestaðu ekki að ræða við ákveðna persónu. Sýndu skllning og samúð, en þó festu. Hlauptu ekki frá einu til annars. Hugsaöu þig vel um, áður en þú framkvajmir nokkuö. B°g- maðurinn ..^rJ 23. nóv 21. des. Þú vantreystir maka þinum, en hann virðist sak- laus. Vertu ekkl ósanngjarn. Hjálpaðu gömlum vini, sem leitar til þln, þótt hann hafi ekki alltaf reynzt þér tryggur. Þú ert of laus I rásinni og staðfestu- lítlll. Ræktaðu með þér hugljúfari á- hugamál. Þig skortir átakan- lega kimnigáfu. Taktu ekki öllu svona skelfilega alvarlega. í>ú ert ekki nógu skarpskyggn. Minnstu þess, aö smámunir skapa og eyölleggja lífið. Illar blikur á loftl, en með frábærri lagni tekst þér að afstýra vandræðum. Ýmsir vafasamir menn leita aðstoöar þinnar 1 dag. Flanaöu ekki aö neinu. Geitar- merkið 22. des.—20. jan. Þú segist vera hreinskillnn. Sýndu Það I verkl og vertu ekki með pukurshátt. Feimni þin við stúlku eina er ástæðulaus. Henni er áreiðanlega eins innan brjósts. Þú ert áhrifagjarn um of og skyldir gæta þess I dag, að láta ekki tilfinning- ar hlaupa með þig. Þú hefur óþarfa á- hyggjur af sérstöku málefni. Reyndu að taka þessu léttar. Sýndu samnlngs- vilja og skynsemi en en varastu stifni og óþarfa kerskni. Þér er lagið að sneiða hjá vanda- málum, sem gætu skaðað þig. Það kemur sér vel I dag Imyndunarsýki þln. getur skaðað um- hverfl þitt og ætt- ingja, ef þú tekur þig ekki á. V atns- berinn <&&&> 21. jan.—19. febr. Getur brugðið tll beggja vona, ef þú tekur tilboði, sem þér býðst fyrrl hluta dagsins. Þú ættir ekki að erfa gamlar mis- gerðir. Það spillir fyrir velgengni þinni. Stundum ertu allt of góðhjartaður. Einstöku sinnum getur borgað sig að sýna festu. Dagurinn virðist ekki bera neitt sér- stakt, hvorki gott né illt, I skauti sér. Dagurinn gæti orð- ið þér til mikillar gleði, ef þú gætir stillingar. Taktu ekki mark á illum orðrómi um góðan vin. Þá gæti ýmislegt farið illa. Sýndu gætni I pen- ingamálum og leiktu ekki of djarft. merkið 20. febr.—20. marz Þú vanrækir ætt- ingja þinn og skyld menni og ættir tafarlaust að reyna að ráða bót á því. Þú tapar allmikilli fjárupphæð seinnl hluta dags, ef þú trúir kunningja þínum. Þér gefst gott tæki- færi til að koma hugöarmálum þín- um á framfæri I dag. Hreinskilni getur verið bæði góður og slæmur eiginleiki 1 dag skaltu ekki tala of mikið. Maður nokkur hef ur komið afar illa frain við þig og þú skalt ekki skirrast við að Þú færð skilaboð í dag frá kunningja og ættir að sinna þeirn tafarlaust. Sjúkleikí og erfið- leikar 1 vændum. Veittu alla þá lijálp, sem þú get- ur I té látið. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.