Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 20

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 20
Gilles þekkti manninn. í>að var maðurinn sem vann í skrifstofu hans sjálfs, í hinni fyrrverandi kirkju. Hann vissi hvað hann hét. Hann hét Esprit Lepart. Hann sá þau ganga saman á brott. Svo ákvað hann að ela þau í dálítilli fjarlægð. Þau komu að götu þar skemmt frá, en þar stóðu mörg tveggja hæða hús, sem voru öll svipuð hvert öðru. Þeim fyigdi öllum lítill garður. Þau stönz- uðu við númer 16. Gilles hægði á sér og svipaðis um eftir skilti með nafninu á þessari götu. Það var ekki auð- velt að lesa I myrkrinu, en að lokum gat hann þó greint nafnið: Jourdangata. Elsa Lepart, sagði hann við sjálfan sig. — Elsa Lepart, Jourdan-gata 16. Hann sneri við og gekk heimleiðis með hend- umar í vösunum til Place d’Armes. Og allt-í einu heyrði hann sjálfan sig blístra og varð undr- andi, því að það hafði hann ekki gert lengi. V. Þegar Gilles kom aftur að Ursulines hafnar- bakkanum, var klukkan orðin hálf átta og rúm- lega það og búið að bera á borð. Hann settist niður og beið. Hann var rólegur i skapi og engin óþolinmæði í honum. Smám saman var hann að átta sig aftur. Smám saman var hann að losna við feimnina. Á morgun ætlaði hann að fara og heimsækja Jaja. Því næst ætlaði hann að fara og heimsækja Plantel og reyna að kynna sér eitthvað um fjármál frænda síns. Á arinhillunni var klukka í bronzumgerð og sitt hvorum megin voru kertastjakar. Þegar Gilles leit upp varð hann undrandi, því hann sá, að klukkan átti eftir stundarfjórðung í átta. I sama bili kom frú Rinquet inn og var áhyggju- full á svipinn. — Ef til vill vilduð þér gera svo vel og byrja. Prúin er seint á ferli. Er hún farin út? Þegar hann heyrði sína eigin spumingu varð hann undrandi. Um leið og hann sleppti spurningunni, heyrði hann lykli snúið í skráargatinu á útidyrahurðinni og þvf næst heyrði hann, að einhver þurrkaði á sér fæturna á dyramottunni. Svo heyrðist fótatak í stiganum. Fi-ú Rinquet horfði hvasst á Gilles, sem var stokkinn á fætur. Fótatakið kom nær og það lék enginn vafi á þeirri staðreynd, að tvær persónur höfðu komið inn, en ekki ein. Þess- ar persónur beygðu inn í vinstri álmuna og dyrnar á herbergi Colettés voru opnaðar og síðan var þeim lokað. Nokki’um mínútum síðar kom frænkan niður og var mjög eðlileg í framkomu. — Mér þykir fyrir að hafa látið yðui' bíða eftir mér. Þér hefðuð átt að byrja, þótt ég væri ekki kominn. Það kemur ekki oft fyrir að ég er of sein. Hún brosti dauflega og settist niður. Þegar lokið var tekið af súpuskálinni, steig upp gufu- ský, sem huldi snöggvast andlit liennar. Þegar skýiö sveif frá, tók Gilles eftir því, að Colette horfði nú fyrst beint í augu honum í stað þess að gjóta til hans augunum, eins og hún hafði áður gert. Það var gegnum þreyjandi augnaráð og hún horfði lengi á hann, eins og hún væri að mynda sér skoðun á honum. Hann leit ekki undan. Hár hennar var ofurlítið rakt, því að þokusuddi var úti og hann hugsaði sér hana og lækninn leiðast um götuna. Fingurnir á Colette voru órólegir. Hún virtist þurfa að reyna á sig, þegar hún talaði. — Langar yður til að segja nokkuð við mig ? spurði hún að lokum. Hvers vegna voru þau bæði svona hrærð? Þeg- ar Gilles heyrði spurninguna, roðnaði hann og honum svelgdist á súpunni. Þegar hann hafði jafnað sig, sagði hann. Hvað ætti ég að segja við yður? — Þér vitið vel, að ég kom ekki ein inn. -— Þér eigið heimtingu á því að koma með hvem, sem þér viljið inn í húsið. Þetta er yðar heimili ekki síður en mitt. — Nei, Gilles. Þetta er yðar hús. Þegar ég kom méð Maurice hingað í kvöld, var það vegna þess, að mér fannst þér eiga heimtingu á skýr- ingu. Og hvað, sem þér kunnið að hafa álitið, hefur Maui'ice aldrei komið hingað að heim- sækja mig. Henni var ljós, að honum var hugsað til llðinn- ar nætui', og flýtti sér að bæta við. — Ég veit um hvað þér eruð að hugsa. Það var . líka ég, sem lét hann koma í nótt, sem leið. ®g vonaði að ég gæti bundið endi á þetta. Gillés. fannst frú Rinquet horfa ásökunaraug- um á frænkuna, eins og henni væri ekki um að hún gei ði hann að trúnaðarmanni sínum. Þegar víð höfum lokið máltíðinni, ætla ég að kalla Maui'ice hingað inn og ég ætla að segja yður í návist hans það, sem þér eigið heimtingu á að fá að vita. Hún talaði í hægum, en hljómlausum rómi. Hún haf "> auðheyrilega búið sig undir þetta samtal, vegið það og metið í huga sér og komist að nið- urstöðu. Það var einhver tregablær yfir henni. Ætlið þér ekki að borða meira? Ég er ekki svangur. — Ég er því miður hrædd um, að það sé mér að kenna. Þefeta voru einkennilegar aðstæður. Hann var nítján ára. Alla ævi sina hafði hann aðeins þekkt lítil gistihús og matsölustaði, sem tónlistamenn og trúðar bjuggu oft i. En hitt var lokuð bók fyrir honum, hvað fram fór innan veggja þessara húsa í borgum og hvernig fólkið var, sem í þeim húsum bjó. Og nú bjó hann sjálfur í einkahúsi og þetta hús var meira að segja fullt af leyndardómum. Og það, sem var einkennilegast af öllu. Hann átti þetta hús sjálfur. Hann stóð rétt hjá eir- klukkunni, sem var hálf niu, og hann studdi öðrum olnboganum á arinhilluna. Sauvaget lækn- ir sat úti í horni, spennti greipar um hné sér og starði á unga, hávaxna manninn. Colette var að tala. Hún var í svörtum og hvít- um búningi og fitlaði við vasaklútinn sinn. Stund- um beit hún á vör og einu sinni þóttist Gilles sjá blóð á vör hennar. — Hlustið á mig, Gilles. Þér eigið heimtingu á að fá að vita þetta. Það eru átta ár síðan við Maurice urðum ástfangin hvort af öðru. Ég ætla ekki að reyna að afsaka mig. Og staðreyndin er þessi: við vorum óvarkár og frændi yðar komst að því. -— Ég bjóst við, að hann skildi við mig, en það sýndi einungis, hversu lítið ég þekkti hann. — Þvert á móti. Hann krafðist þess, að við héldum áfram að búa saman. Tvisvar á dag, á slaginu. hittumst við hér við borðið og mötuð- umst. En hann talaði aldrei orð við mig. Ég gat ekki hlaupizt á brott og jafnvel enn er mér ókleift að fara úr húsinu. Þau heyrðu frú Rinquet vera sýsla frammi í eld- húsinu. Læknirinn var hættur að stara á Gilles cn horfði nú á gólfið. Ég á gamla móður, sem býr í Evescot-götu. I-Iún átti engar eignir, en reyndi að veita mér uppeldi með því að gerast hreingerningakona — og það var mjög erfitt. Frændi yðar keypti hús handa henni og hann var vanur að láta mig gefa henni þúsund franka á mánuði. Hún er nú orðin mjög hium og fer aldrei út, en meðan ég get hjálpað henni, skortir hana ekki neitt. Það er vegna hennar, sem ég var hér kyr og það er líka hennar vegna, sem ég er hér enn þá. Gilles langaði til að grípa fram í fyrir henni, en hún þaggaði niður í honum með því að banda hendinni. Ég veit, hvað þér ætlið að segja. Trúið mér, þegai' ég segi, að ég er ekki að trúa yður fyrir þessu til þess eins að leika mér að tilfinningum yðar. Frændi yðar ráðstafaði þessu öllu og skildi enga smugu eftir. Vegna ákvæða erfðaskrárinnar, og þér eruð neyddur til þess að sætta yður. við mig. Þér skiljið hvers vegna? Það var til þess að koma í veg fyrir, að við Maurice gætum nokkurntima búið saman. Maurice á enga peninga heldur. Faðir hans vai' póstþjónn og sjálfur varð hann að neita sér um allt til þess að ljúká námi sínu og opna lækningastofu. — Og auk þess hefur hann lítið að gera. Hann VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.