Vikan


Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 24

Vikan - 18.12.1958, Blaðsíða 24
Ullarbuxur á börn Efni: mjúkt babygarn eða ullar- garn, 3 eða 4-þætt, ca. 50—75 g. Prjónar númer 2V2l 3, 3V2 og 4%. Afturstykki: Gefnar eru upp 3 tölur og getur fóik hagað stærðinni eftir þeim. Pitjið 20—16— 3—4—4 Vi og prjónið 5*4 sm slétt prjón. Endið á brugðnum prjóni. Auk- ið nú út i byrjun og enda næsta prjóns og síðan samtals 8—8—6 sinnum. Fitjið nú 26—24—15 lykkj- ur upp í byrjun næstu tveggja prjóna. Nú eiga að vera 88—80—62 lykkjur 12 upp á prjóna númer 3—3—4% og prjónið slétt prjón. Aukið út í byrjun og enda hvers prjóns þar til 38—80—62 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið 2 senti- metra án aukn- ingar. Endið á brugðnum prjón. Pækkið um eina lykkju í byrjun og enda næsta prjóns (tvær teknar sam- an, EKKI, fellt af) og síðan á 6—4— 4 hyerjum prjón þar til eftir eru 80—72—54 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið er 21 ;senti!neter, Endið á brugðnum prjón. Gerið nu eftirfarandi: 1. og 2. prjónn: prjónið að síð- ustu 4. snú. Haldið þannig áfram, prjónið 4 lykkjum. minna á hverjum prjóni þar til 24—20—16 lykkjur eru eftir á miðjunni. Skiptið um prjóna og notið 2%—2%—3V2 og prjónað 1% sm, 1 rétt, 1 br. Prjónið allar lykkj- urnar. Næsti pr. x 1 r, 1 br, slá uppá, 2 br. saman, haldið áfram frá x til loka prjónsins. Prjónið aftur 1% sentimetra, 1 r, 1 br. Fellið af. Framstykki. Pitjið 20—16—12 sm upp á prjóna á prjóninum. Prjónið 2 sm slétt. Endið á brugðnum prjóni. Fækkið um eina lykkju í byrjun og enda næsta prjóns og síðan 6.—4.—4. hvers prjóns, samtals 4 sinnum. Prjónið þar til stykkið er 21 senti- metir. Skiptið um prjóna, notið nú númer 2 V2,—2V2—3% og prjónið „syroffið" eins og lýst er á bakstykk- inu. ATHS. Pressið stykktn á röngunni með heitu járni, en pressið ekki stroffin. Saumið buxurnar saman. Snúið réttunni upp og prjónið með pr. númer 2Vá—2%—3% 88—80—62 lykkjur meðfram opunum á skálmum. Prjónið 2 sentimetra, 1 r, 1 br. Pell- ið af. Snúið band og þræðis í götin á stroffinu. Pressið buxurnar aftur. Smekklegir smápúðar Það er auðveldara en mann skyldi gruna, að sauma þessa ljómandi fallegu púða og þeir væru sjálfsagt velþegnar jólagjafir. Lítum fyrst á þrihyrnda púðann. Hann er saumaður með kontorsting og flatsaum og mjög fljótgerður. Auðvelt er að teikna sjálf á hann, til að gera strikin er ágætt að nota reglustiku. Púðinn er 50 sm á lengd og styttri hliðarnar eru 43 sm. Bezt fer á að hafa efnið rautt eða svart cg saumaður með hvítu garní. Dúsk- arnir eru búnir til úr sams konar garni og notað er til sauma. Svo er það hjartapúðinn. Efnið er þá vita- skuld rautt og örin er saumuð með hvítu garni. örin er fyllt upp með keðjuspori eða kontórsting. Púðinn er 53 sm. á lengd. Við sem vinnum eldhússtörfin Þessi mynd ætti raunaor fremur heima á eldiiússíðunni, en kemur vonandi í sama stað niður þótt við birtum hana hér. Itarlmaðurinn á myndiimi heitir J6n Magnússon og er ekki nema 8 mánaða gamall. Hann afsannar rælcilegu þá kenningu kvenþjóðarinnar að karlmenn skirrist við að lijáljia til við uppþvottinn. — (Ljósm. — Magnús Marteinsson). Hún elskaði Georg Brandes Framhdld af bls. S3. hennf sjálfri, að henni fannst hún skyndilega leyst undan töfravaldi hans. E. t. v. var það ósjálfráður ótti við hið gefna loforð. Því er lýst í dagbókinni. En það er einnig Ijóst, að það var aðeins um stundarsakir. „1 dag [15. nóvember], gekk ég heimleiðis til að borða miðdegisverð minn ein á Dagmar. Þegar ég kom á torgið, sló á móti mér birtunni frá gasljóskerum og rauðum járnbraut- armerkjum um bláan, — albláan frosthimin, og hér og þar skein stjarna á hinum dökka, blákalda himni, Eg veit ekki, hvað það var, sem greip mig. Það var eins og ég hefði fengið skyndilegan bata við sjúkdómi á yfirnáttúrlegan hátt eða fengið sjónina eftir að hafa verið blind lengi. Það var svo fallegt, þetta allt, sem ég vildi frá, það var eins og and- ardrátturinn yrði nýr, með nýju lofti og lungum. Það varð svo rúmgott í kringum mig. Mér fannst ég vera frjáls manneskja. Já, frjáls, það var orðið. Hin berg- numda sá haf og land og loft og ljós aftur. Ég var frjáls. En hvern- ig skeði það? Hver var ástæðan til þessar breytingar? Mér varð hún ljós núna fyrst, en hún hlýtur að hafa verið til áður. Meðvitund mín fór að þurrka stír- urnar úr augunum og leita að hin- um duldu orsökum. Hvenær hafði byltingin átt sér stað ? Ég hafði verið frjáls og róleg allan daginn: Ég hafði sofið lengur og dýpra en venjulega, þannig að —. Ó! Ég hafði séð hann með konu slnni. Nú mundi ég eftir tilfinningum mín- um i leikhúsinu í gærkvöldi. Það var þar. Hann og kona hans sátu á sama bekk, og brostu til hvors annars, — spjölluðu saman. Venjuleg kona. Al- vanalega laglegt andlit og sérstak- lega fallegt hár, þykkt og stórbylgj- að. Alvanalegt — alvanalegt! Og hann venjulegur eiginmaður. Töfraljóminn var horfinn. Hinn 18. nóvember. Já, hann var það. En fyrir fullt og allt? Ég veit það ekki. Ég hef viðbjóð á sambandi okkar, en ég veit ekki, hvort ég muni hafa mátt til að slíta því öðruvísi en með dauðan- um. Allur sá ylur, sem ég á, er um- vafinn tilfinningunni um hann. Þegar bandið, sem tengir okkur, hefur ver- ið skorið sundur, þá er eins og allur heimurinn væri auður og tómur. Þá er ekkert til, ekkert, sem ég kæri mig um. Já', ég vil deyja. Af hverju ætti ég að berjast til þrautar fyrri lífi, sem er jafnauð- virðilegt og fátæklegt og mitt? Þeg- ar peningarnir eru búnir og starfs- kraftarnir þrotnir, þá legg ég mig til svefnsins langa. Ég sakna einskis, því að ég var aðeins kona, það er verra en úrhrak. Og ég óttast ekkert, úr því að það getur gerzt svo fljótt núna, og kval- irnar verða ekki of miklar. Ég er róleg, og ég ætla að reyna að vinna. Ég vildi skrifa eitthvað satt og einlægt, áður en ég fer. Ég vil ekki hverfa jafn gjörsamlega og frostrósir á glugga. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.