Vikan


Vikan - 26.03.1959, Síða 11

Vikan - 26.03.1959, Síða 11
Geövernd skólabarna er aökallandi nauðsyn Sigur heilsuverndai'stefnuiinar. Sú tíð er liðin með siðmenntuð- um þjóðum, er öllum heilsugæzlu- störfum þótti fullnægt með starf- rækslu sjúkrahúsa og hjúkrun. Þá hófst starf læknisins fyrst að marki, þegar sjúkdómurinn var orðinn mjög alvarlegur. Nú er haf- ið i alvöru skeið heilsuverndar- innar. Megin áherzla er lögð á það að varna sýkingu, að hefta i tæka tíð útbreiðslu sjúkdóma. Á því sviði hafa þegar verið unn- in mikil afrek, á Islandi t. d. í baráttunni gegn berklaveikinni, úti í heimi t. d. með ónæmislyfi dr. Salks gegn mænusótt. Slík afrek glæða von mannkynsins um sigur í baráttunni gegn sjúkdóm- um. Snjöllustu vísindamenn heims- ins beina nú rannsóknum sínum að vandamálum heilsuverndai'inn- ar. Að hinni sömu aðferð hverfa menn nú með geðvernd uppvax- andi kynslóða. Fjöldi barna og unglinga þjáist af taugaveiklun og geðveilum, sem lama starfs- orku og spilla hamingju þeirra, torvelda aðlögun þeirra að siðum og venjum samfélagsins, vekja hjá þeim andfélagslegar kenndir og jafnvel afbrotahneigð. Upp úr lítilvægri geðveilu og aðlögunar- vandkvæðum barnsins getur vaxið þungbær geðsjúkdómur hins full- orðna. Nú grípur sterk hreyfing um sig í hinum siðmenntaða heimi að lækna veiluna á byrjunarstigi, koma í veg fyrir að hún magnist og raski geðrænu jafnvægi barns- ins. Með nágrannaþjóðum okkar rísa nú upp fjölmargar stofnanir, sem annast geðvernd og geðlækn- ingar barna. Þeim fjölgar með hverju ári, en samt hafa þær ekki undan þörfinni. Fyrr á tíð var geðveilum og taugaveiklun barns ekki sinnt, fyrr en þær leiddu til geðveiki eða afbrota. Þá tók gæzlustofnunin, geðveikrahælið eða fangelsið við sjúklingnum. En þetta var eins og að leggja lim i gibs, sem aldrei skyldi leysa upp aftur. Hin van- ræktu ungmenni urðu samfélag- inu áfram þung byrði bæði efna- hagslega og siðferðilega. Og stárfsorka þeirra var glötuð; eins og dauður limur löfðu þau á sam- félaginu og íþyngdu því. Taugaveiklun er fylgikvilli siðmenningarinnar. Uppvaxandi kynslóðir dragast ávallt yngri og yngri inn í tryll- andi hraða siðmenningarinnar. Löngu fyrr en barnið hefir þroska til, sogast það inn í asa og spennu, inn í nautnir og óheilindi, inn í vonbrigði og menningarþreytu eldri kynslóðarinnar. Hinar marg- víslegu kröfur samfélagsins á hendur barni og unglingi eiga sammerkt að því leyti, að þær grípa fram fyrir þroskahraða þeirra. Þetta heldur þeim í æs- andi spennu, vekur þeim geig vangetunnar, ofbýður geðstyrk þeirra. Við fullorðnir gerum okkur það ekki nægilega ljóst, hve lítið má út af bera í þróun og ytri aðstæð- um barnsins til þess að erfiðleik- arnir verði því of miklir og rugli geðrænt jafnvægi þess. Barnið finnur mjög til þess, að það er lítilmagni gagnvart óhugnanlega flóknu og andstæðufullu umhverfi sínu. Það þarfnast ástar, hlýju, þolinmóðs skilnings og langra samverustunda með þeim, sem því þykii' vænt um. En vegna hins æs- andi hraða, sem siðmenningu nú- timans fylgir, hafa færri og færri foreldrar tök á að veita börnum sínum þetta. Þó er sízt betur ástatt um skólana. Þrengsli, hraði og ærandi ys þeirra ofreyna taugar margra barna, en kennarann brestur tóm og flestai' aðrar að- stæður til þess að skilja einstakl- ingseðli barnsins og glæða því traust og öryggiskennd. Þvi finnst skólabarni alltof oft, að það standi andspænis þvingandi kröfum, sem það sé ekki fært um að leysa. En eins og í Völuspá segir að orðið hafi harmflaug hættlig, banvænt spjót, af ungum viðar- teinungi, sem engum kom til hugar að óttast, þannig geta hættulegir og þungbærir geðsjúkdómar og sálræn truflun vaxið af tauga- veiklun eða geðveilu barns, sem í fljótu bragði virtist lítilvæg. Það er af þessum sökum, sem svo mikillai' nærfærni þarf við uppeldi barna og unglinga. Að visu vaxa flest börn inn í andstæðufullt siðgæði samfélagsins án þess að biða tjón á geðheilsu sinni, en hin eru samt geigvænlega mörg, sem á unga aldri sýna glögg einkenni taugaveiklunar eða byrjandi geð- veilu. Geðverndarstöð fyrir böm og unglinga. Hjá okkur Islendingum liggja þessi mál enn i þagnargildi. Við finnum að visu áþreifanlega erfið- leika þá og vandræði, sem börn og unglingar rata í. Gáfuð börn missa öll tök á námi, eins og sýnd voru átakanleg dæmi um í tveim- ur undanfarandi greinum þáttar- ins, börn úr öllum stéttum fremja afbrot, hálfvaxnir unglingar lenda í lausung, áfengisnautn og end- urteknum glæpum. Slíkar stað- reyndir ljúka óþyrmilega upp aug- um okkar. 1 uppeldi þessarar æsku fer eitthvað öðru visi en vera ber. Það sjáum við öll. En hverju á að breyta? Við mættum vel íhuga þá álykt- un, sem aðrar þjóðir hafa dregið af þessum vanda. Hver þjóð, sem einhvers er megnug, keppir að því að koma sér upp sem beztum og flestum geðverndar- og geðlækn- ingarstöðvum fyrir börn og ungl- inga. Þeim reynist það hagkvæm- ara að leiðrétta byrjandi tauga- veiklun eða geðveilu hjá skóla- barni en að hjúkra ólæknandi geð- sjúklingi eða geyma afbrotafanga um áratugi. Lækningin tekur skemim'i tima, er áhættulaus og kostar minni fyrirhöfn og minni fjárfúlgur en eltingarleikurinn við Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vanda- málum er þeir kunna að stríða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að ieysa vamlræði allra er til hans leita. ÖIl bréf sem þættlnum eru send skulum stiluð til Vik- únnar, póstliólf 14Í). Umslagið merkt: „Foreldraþáttur". afbrotamanninn. Lækninguna margborga starfskraftar einstakl- ingsins lífshamingja hans og ást- vina hans og sá þáttui', sem góð- ur þegn á í siðgæði þjóðarinnar. Hér á landi er geðvernd barna orðin aðkallandi mál. Mikill fjöldi meira og minna geðbilaðs fólks, þar á meðal drykkjusjúklingar og eiturlyfjaneytendur, gengur hér eftirlitslaus, eignast börn og elur þau upp eða yfirgefur þau, eftir sínum sjúklega geðþótta. Við þess- ar aðstæður komast börn og ungl- ingar, þó að þau séu heilbrigð í eðli sínu, i opinn háska. En geð- truflað barn getur orðið öðrum börnum hættulegt á margan hátt. Því er nú tími að hef jast handa. Við eiguni að stofna geðverndar- og lækningastöð fyrir börn. Sam- hliða geðverndarstarfinu veitir hún foreldrum og kennurum leið- beiningar um meðferð erfiðra og afbrigðilegra barna. Nú er völ á ungum, vel menntuðum og dug- miklum sálfræðingum og ágætum geðlæknum til þess að skipuleggja og starfrækja slika stofnun. öll ytri skilyrði eru fyrir hendi, kostn- aðurinn hverfandi lítill en aðkall- andi verkefni blasa hvarvetna við. Þess vegna ber okkur skylda til gagnvart börnum okkar og gagnvart óbornum kynslóðum að stofna geðverndar- og geðlækn- ingastöð barna. EINU SINNIVAR Verkefni skólanna. Það, sem skólarnir eiga að gjöia er í stuttu máli þetta: Þeir eiga að vera ljósmæður, sem leysa úr læðingi hin beztu öfl mannssálarinnar. Þeir eiga að vera sem vatnið, er veitt er yfir landið til að flytja jurt- unum næringu og vökvun og breytir auðn í engjar. — Skóli, sem ekki rækir uppeldisskyld- una, hlýtur að verða veginn og ljettvægur fundinn jafn skjótt og betri skólar vaxa upp við hlið honum. — Skólarnir eiga vissu- lega að vitka menn, en ekki apa. Jóhann Sveinsson (fráFlögu). Skólablað Mentaskólans í Rvík, I, 1. 1925. Kvenfólkið er piparinn . . . . . . En hvað sem öðru líður, þá verður maður að ætlast til þess af kvenfólki skólans, að það myndi ekki sjerstakt þjóð- félag, eða rjettara sagt kynf jelag innan skólans og nálgist okkur ofurlítið meira, þótt við sjeum „hættulegir karlmenn". Matthias skáld Jochumsson sagði einu sinni í samkvæmi, að kvenfólkið væri piparinn í lífs- ins plokkfiski. Þessi orð eru hvorttveggja í senn andrík og spakleg. Kvenfólkið er krydd lífsins er gefur lífinu bragð — og stundum beiskju — og því er það óviðjafnanlegt. Eg á enga ósk heitari en þá, að orð þessi mætti sannast á stúlkur mentaskólans — að þær yrðu krydd hans og salt. Svo bið eg kvenfólkið vel að lifa. Sverrir Kristjánsson (sagnfræðingur). Skólablað Mentaskólans II, 2. 1927. Blöðin og skjaldbakan. . . . Blöðin eru Hliðskjálf voira tíma; Hliðskjálf, sem allir geta sest í, háir sem lágir, þeg- ar þeir vilja fá frjettir frá um- heiminum. Hvern skyldi hafa dreymt fyrir því fyr á tímum, áður en blöðin komu til sögunn- ar, þegar svo var ástatt um samgöngur allar, að atburðir, sem gerðust í Norðurálfunni að hausti, frjettust ekki út til Is- lands fyr en næsta vor — hvem skyldi þá hafa grunað, að að- eins öld seinna yrði svo komið, að Islendingar fengju frjettir af andfætlingum sínum, áður en sólarhringur væri liðinn frá því er atburðirnir gerðust. Hefðum við ekki blöðin, er hætt við því að fyrir okkur færi líkt og skjaldbökunni, sem átti heima í brunninum og hjelt, að hann væri allur heimurinn. . . . Gunnar J. Möller (Hæstaréttarlögmaður), Skólablað Mentaskólans, VI, 3. 1931. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.