Vikan


Vikan - 08.10.1959, Page 5

Vikan - 08.10.1959, Page 5
Þessi mynd er úr safni Adamskis og hann spyr hróðugur ___________ gæti þetta verið annað en fljúgandi diskur. Hvað Franski bóndinn Simons: — Þeir settust á akurinn hjá mér, það get ég svarið fyrir. — Lauritzsen flug- kafteinn er einn þeirra sem hafa tekið undir með Adamski | opinberlega. komst liann að því, að þúsundir manna í Bandaríkjunum liöl'ðu einnig tekið eftir þessu, og nú tók hann að kynna sér málið nánar. Hvað eftir annað sá hann þessi furðuverk. og mcnn hvaðanæva úr Bandaríkjunum sögðu honum frá því, ef eitthvað óvenjulegt sást uppi í háioftunum. Hinn 20. nóvember náði. Adamski, að eigin sögn, sambandi við veru frá öðrum linetti. Hann liehlur Jivi fram að viðlögðum dreng- skap sínum, að þetta sé heilagur sannleikur. Einnig votta sex manns, að frásögn Adamskis sé algcrlega sannleikanum samkvæm. Adamslci hafði farið í bilferð með þcssum sex út i eyðimörk í Kaliforníu. Hann hafði farið í þessa för af einhverri innri nauðsyn, og sjálf- ur heldur hann því fram, að hann hafi verið kailaður þangað. Adamski og samferðafóLk Iians sáu nú fljúg- andi disk. Adamski fer nú frá hinum, sem sjá diskinn lenda i svo sem eins kílómetra fjarlægð, og stuttu síðar kemur vera út úr geimfarinu og talar við Adamski um hríð. Adamski segir sjálfur, að maðurinn hafi tal- að mál, sem hljómaði mjúkt og fallega eins og kinverska. Málið var þeim ekki til trafala, því að geimbúinn svaraði. hugskeytum þeim, sem Adamski sendi honum. Maðurinn sagðist vera frá plánetunni Venus og kvaðst vera þangað kominn lil þess að sannfæra hann um, að skoðun hans væri á röku-m reist. U]i]i frá þessu náði Adamski hvað eftir ann- að sambandi við geimbúa. Hann liefur flogið i geimförum þeirra og heimsótt liin risastóru móðurskip — handan við gufuhvolf jarðar. Um þetta hefur Adamski skrifað bókina Inside the Spaceships. Einn kaflann í þessari bok kallar Adamski Mót við meistarann. Hann segir þar frá samræðum sínum og gamals vitr- ings frá Venus. Adamski skrifar orð geim- búans: — Sú veröld, sem þú kemur frá, er ekki langt komin á þróunarbrautinni, en þó lengra en ýmsar aðrar. En hún er skemmst á veg komin i sólkerfi okkar. En í öðrum sólkerfum finnast menn, sem eru ekki nærri eins þrosk- aðir og þið. í sólkerfi okkar geta mennirnir á öllum plánctum - - nema ykkar — ferðazt nm geiminn. Skilningur ykkar á lífinu og al- heiminum er ákaflega takmarkaður. Hug- myndir ykkar um aðra heima eru liégómi einn, og þið þekkið lítið til ykkar sjálfra. En satl er það, að þið eruð óðum að þroskast. Við, sem höfum þegar lifað lifi ykkar á þró- unarbrautinni, viljum fúslega koma og hjálpa öllum þeim, sem þarfnast hjálpar okkar. Geimbúinn hcldur áfram og segir Adamski, að enn séu jarðbúar ekki svo þroskaðir, að þeir megi ferðast um geiminn. Ef mennirnir gætu gert sér geimför, mundu þeir nota þau í hernaðarskyni, og líklegt væri, að jarðarbú- ar mundu bcita vopnum sinum gegn íbúum annarra hnatta. Geimbúar eru einfaldlega hræddir við okk- ur. Við erum of óhefluð og frumstæð til þess að beita valdi okkar út á við. F.f bók Adamskis cr ekki annað en uppspuni frá rótum, ætlar höfundur sér samt annað og meira en vekja á sér athygli. Vissulega er hókin ævintýraleg. En í bókinni er cinnig skir- skotað tj! mannkynsins og mcnn heðnir að lifa saman í bróðerni og hætta allri kúgun og yfirgangi. Alls kyns menn koma að máli við Adamski. Sjálfur hefur hann þegið heimboð Hollands- drottningar. Einn nánasti samstarfsmaður hans, læknirinn Georges Williamsson, hefur oftsinnis vcrið gestur Englandsdrottningar. Um allan lieim aðhyllast menn Adamski og kenningar hans. Jalnvel í Rússlandi er mikið talað um lík- urnar á lifi á öðrum hnöttum. Fyrir skemmstu skrifaði rússneskur vísindamaður grein i Iz- vestia um loftsteininn mikla, sem féll fyrir 50 árum til jarðar í Síberíu. Visindamaðurinn seg- ir, að þar hafi getað verið á ferðinni geimfar frá Venus. Ilann rökstyður kenningu sína með þvi að minna á ský það, sem steig upp frá loft- steininum. Það var eins og gorkúla í laginu. Næstu mánuði veiktusl margir í nágrenni þess staðar, er steinninn féll til jarðar. og sjúkdóms- einkennin voru hin sömu og i Japan eftir kjarnasprengingarnar. Hvaðanæva úr heiminum berast nýjar fregnir af geimskipum, og það eru ekki einungis svik- arar og ævintýramenn, sem þykjast sjá skipin, heldur oft heiðvirðir borgarar. Og enn sjást diskarnir næstum daglega. Og oftast er naumast hægt annað en leggja trúnað á frásagnir manna um þessi furðuverk. Við skuhun hugsa okkur, að eitthvað sé á ferli uppi í háloftunum. Við vitum, að þetta eru eklci loftsteinar, og naumast eru þetta farartæki héðan frá jörðinni. En hvað eru þá þessir fljúgandi diskar? Adamski heldur því fram í fyllstu alvöru, að hann viti það. Er liahn að scgja sannleikann? Flugnökkvinn brezki getur aðeins svifið lágt yfir höf og lönd. Sam- borið við fljúgandi diska geimbúa er hann barnaleikfang, segir Adamski. Þessi mynd er eitt helzta sönnunargagn þeirra, sem trúa á fljúgandi diska. Hún er tekin um nótt og vísindin hafa ekki getað útskýrt ljósdeplana.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.