Vikan


Vikan - 08.10.1959, Síða 21

Vikan - 08.10.1959, Síða 21
í næsta blaði liefsl ný framhaldssaga: ^ Viini iaksóknarans eftir Agatha Christie Með myndum úr kvikmyndinni, sem gerð var eftir sögunni. viO neinn karlmann nema Ivar bróður sinn. En oft lá ég vakandi á nóttinni og hugsaði um, hvað mikili asni ég væri, að halda, að gyðjan Sjöfn, er nú væri einhversstaðar úti í löndum, gæti elskað tugthúsliminn Örn Ósland, sem að sönnu hafði verið kátur náungi, en maður, sem aldrei hafði getað komið neinu i framkvæmd, og ég mundi þá eftir öllu því marga, sem ég hafði ætl- að að framkvæma um dagana, en aldr- ei orðið neitt af. Gyðjan Sjöfn og örn Ósland. Það var hreint og beint hlægilegt, þegar hugsað var tii þess, að ég var að drep- ast, ráðalaus úr sulti og vandræðum, þegar hún kom og lét mig fara að vinna fyrir sig. Oft, hafði ég fyrir munni mér Ferða- lok. og var mér einkum fróun að fara með þessa visu: Hlógum við á heiði himinn glaðnaði fagur á fjallabrún; alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa. En þó að þetta liti svona út fyrir mér, þegar ég lá andvaka á nóttinni, þá var ég allt annarar skoðunar, þegar ég vaknaði vel útsofinn — gamla sjálfstraustið kom þá aftur (eða of- trúin á sjálfan mig, sem sumir hafa kallað það). Ég hlaut að geta lifað þó að ég fengi aldrei Sjöfn; þegar timar liðu hlyti ég að gleyma henni — eða mynd hennar, að minnsta kosti, mást eitthvað út. 40. MÁLIÐ SKÝRIST FYRIR LESANDANUM. Sá, sem kann að lesa þetta, gerir rétt í því að anda rólega. Eg geri þaö sjálfur nú orðið, og það fyrir löngu. Því það eru nú fram undir fjögur ár síðan það skeði, sem ég hef verið að skýra frá hér að framan. Ég er enn á Litla-Hrauni og ég skrifa þetta þar. Vegna kunningsskapar míns við Ivar frá Hlíðarhúsum hafði þegar fallið nokkur grunur á mig, en féð, sem ég hafði eytt, svo og það, sem ég átti í sparisjóði, og þó einkum dósir Jóns Símonar, réðu baggamuninn og þóttu sanna sekt mína. Það mun vera fremur fágætt, aö sakborningur, sem ekkert vill játa, svari alltaf tómum sannleika fyrir réttinum, en svo var það samt um mig. Ég sagði þar sjaldan annað en það, sem satt var, því ég þurfti aldrei á því að halda að segja ósatt. Allir voru sannfærðir um, að hvað sem mér liði, þá væri víst, að þeir Ivar og Jón væru sekir, svo öll viðleitnin við að sanna sekt mína gekk í þá átt, að sanna sam- band mitt við þá. Tíu mánuðir liðu. Þá féll dómur—: Þriggia ára betrunarvinna. Það var látið í veðri vaka við mig, að ée skvldi sækja um að verða látinn laus. þar til hæstaréttardómur félli. En ég sagði að ég kvnni svo vel við mig þarna. að ég vildi ógiarnan fara. En hið sanna var, að ég á þessari veru minni í Steininum (ath i var orðinn hálf feiminn við menn. Ég kveinkaði mér við þá hugsun að menn bentu á mig og segðu: „Þarna er hann örn þjófur." Hæstaréttardómurinn var staðfest- ing á undirréttardóminum, eins og flestir bjuggust við. Ég var fluttur á Litla-Hraun, og hér er ég búinn að vera nær þrjú ár, en nú er ég að verða frjáls maður aftur. Vilji einhver spyrja, hvernig mér hafi liðið á Litla-Hrauni, þá myndi ég svara: Ágætlega, fyrirtak. Þetta eru engar ýkjur. Mér leiddist nokkuð fyrstu vikuna sem ég var hérna, en þegar hún var liðin var ég aftur orð- inn sá örn Ósland. sem kunningjar mínir könnuðust við hér áður: Jafn kátur, og með sama sjálfstraustið, og það hefur enginn dagur liðið, án þess að ég hafi tekið lagið, ef ég hef þá ekki verið syngjandi frá morgni til kvölds. En eins og skilja má, þá liggja or- sakir til þessa. Ég var óvanur likam- legri vinnu þegar ég kom hingað, (nema það sem ég vann við ganga- gröftinn), en ég hef frá fvrsta degi, sem ég kom hér, gengið að vinnunni með líku kappi og ég gekk að knatt- spyrnunni forðum, þegar ég stundaði hana. því ég er búinn að sjá, að á- reynslan er yndi norrænna manna, og ég var ekki búinn að vera hér nema þrjá mánuði, þegar Heiðdal gerði mig að verkstióra. Mér hefur verið sagt að sækja um eftirgjöf af nokkrum hluta hegningarinnar, en ég hef ekki viljað gera bað. Ég hef brotið lögin, en ég hef líka tekið út þá hegningu, sem ég hef verið dæmdur i fyrir það, og það er löngu liðinn sá tími, þegar ég kveinkaði mér við að sjá menn; það er eneinn sá maður nú, að ég þori ekki að horfa framan í hann. Mér er minnisstætt atvik. sem kom fvrir begar ég var fluttur austur að Litla-Hrauni Lögreglumennirnir. sem með mér voru. stöðvuðu bifreiðlna á Kambabrún. og snurðu mig hvort ée víldi ekki koma út úr hénni. og siá útsýnið af brúninni. Þeir hafa vafa- laust vitað, að ég var búlnn að vera ár i haldi, en ég þekkti hvorugan þeirra, svo mér kom þessi hugulsemi þeirra alveg á óvart. og hitnaði mér þægilega við það um hjartaræturnar. Veðrið var mjög fagurt þennan dag, og var mjög skemmtilegt að geta horft þarna yfir landið — einkum fyrlr þann, sem i heilt ár hafði ekki komið út fyrir garðveggi fangahússins við Skólavörðustig. Meðan við sátum á brúninni var vörubifreið með háu hlassi að fika sig upp eftir Kömbum, og sást þegar nær kom, að hún var hlaðin hertum þorsk- hausum og hryggjum; kom vist frá Eyrarbakka og átti að fara tll verk- smiðju í Reykjavik, sem býr til úr þessu fóðurmjöl, sem gefið er svinum sem ábætir, suður i löndum. Bifreiðar- stjórinn stöðvaði bifreiðina vlð hliB- ina á lögreglubifreiðinni, af þvi hann vanhagaði um eitthvað, og þurfti ég að ganga milli bifreiðanna til þess aS komast i sæti mitt. En er ég gekk þar, féll eitthvað ofan af bifreiðinni og í höfuðið á mér, en ég var ber- höfðaður. Ekki get ég sagt að ég hafi meitt mig, en heldur var þetta óþægi- legt. Fór ég að gá að hvað það væri sem hafði dottið, og kom i Ijðs, að það var þorskhaus, sem svona kump- ánlega hafði kinkað til min kolli. En ég þarf að segja frá atburðum, er skeðu á Litla-Hrauni nokkru áður en ég kom þar. Málafærslumaður úr Revkjavik keypti Merkistein, sem er rétt hjá Litla-Hrauni, en fyrlr hvern hann keypti. var ekki kunnugt. Mán- uði áður en ég var fluttur þangað, ^var farið að hlaða þar stóran hús- prrunn. og um sama leyti var farið að flvt.ia baneað timbur i hús, er kom tll telgt, frá Noregi. Varla var grunnur- inn tilbúinn. þegar smiðir komu úr Revkiavik. og tóku að reisa húsið. og siðan aðrir iðnaðarmenn, og var það tilbúið um sama leyti og ég var flutt- Framli. á blf Sj. Nú hefst tími heimsókna Veturinn er sá tími sem heimilislífið skipar æðsta sess. Þá verður aö leggja Áherzlu á matargerð og bakstur, enda létt með hinum viðurkenndu (|2^) krydd- og bökunarvörum Brúnkökukrydd Hunangskrydd Allrahanda Engifer Karry Kardemommur, Kanel, heill Kanel Múskat Negull, Pipar, Saltpétur Rúllupylsu-' Matarsódi Súkkat Kúmen, Kókósmjöl Vanillusykur Sítrónusykur Lárviðarlauf Bláber Hjartarsalt Súpujurtir Rauðkál Karamellusósa Salatolía Sellofanpappir í rúllum, Vinsýra Terdol þvottalögurinn í þvottinn; í uppvaskið. Brauðraspurinn er ómissandi við ýmiskonar pönnusteikur, kótelettur, fisk o. fi.; gefur matnum óviðjafnan- legt bragð og fallegan rauðgullin lit. Eplakaka með raspi og rjóma er vinsæll eft- irmatur. Heildsöiubirgðir Slti|ili«H k/r SKIPHOLTI 1 REYKJAVIK Sfmi 2-37-87. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.