Vikan


Vikan - 08.10.1959, Page 24

Vikan - 08.10.1959, Page 24
pessi hona fev vétt a$k. Eftir heita baðið, þegar öll öndunarop húðarinnar eru opin, er gott að bera rækilega NIVEA-smyrsl á allan líkamann og nudda síóan — jafnan í öttina fró hjartanu-. það örvar blóðrósina, og eucerítið í NI VEA-smyrslunum getur smogið inn í húðina. Slíkt NIVEA-bað er undursamlega heil- susamlegt fyrir unga og aldna. Gott er að nota NIVEA! Hljóifffrav. Siiríiar Helgadóttur Höfum ávallt til fjölbreytt úrval af GÍTURUM Viðurkennt vörumerki Útvegum einnig og seljum allar tegundir hljóðfæra EINK AUMBOÐSMENN: Vesturver — Reykjavík — Símt: 11315. JÓN Á KLAPPASTÍGNUM. Framháfd tif bls. 21. ur austur. Var mönnum á Litla- Hrauni mjög tiðrætt um, h\ær mundi eiga það, en allir voru jafn nær, eng- inn vissi neitt. En mér fannst þetta þá litlu skipta. En hvar var Sjöfn hin fagra? Og hvar var gullið? Ég kem nú að því bráðum. Þegar ég var búinn að vera fimm daga á Litla-Hrauni, fékk ég bréf frá Hávarði Gunnarssyni. Var eitt atriði þess, að ef ég vildi fara af landi burt, Þegar ég kæmi af Litla-Hrauni, skyldi hann lána mér fé til þess, en vildi ég vera kyrr, skyldi hann reyna að út- vega mér atvinnu. Mér þótti vænt um að fá þetta bréf, því þó ég væri ekki farinn að hugsa um, hvað ég ætti til bragðs að taka, að þrem árum liðnum, og því heldur ekki farinn að hafa áhyggjur af því, þá er samúð og ósvikin vinátta alveg ómetanleg þeim manni, er var í minni stöðu — óharðnaður fangi —- og reyndar öllum mönnum. Þvi gæfu- mann tel ég hvern þann, sem á góða vini, og reynir drengskap þeirra, hvað sem öðru líður. Daginn eftir fékk ég aftur bréf, og það langt, frá Bjarna Thorarensen. Sagðist hann mundi geta komið mér til Vesturheims, þegar þessi þrjú ár væru liðin. En hann taldi mig heldur af því, en kom með ekki færri en þrjár vel hugsaðar og rækilegar áætlanir um, hvernig ég gæti myndað mér at- vinnu, og hvernig ég gæti farið að búa mig undir hverja þeirra sem ég tæki, meðan ég væri á Litla-Hrauni. Þótti mér hver þessara uppástungna hans annari bet.ri, og átti erfitt að greina hver væri bezt. Ég er ekki h.iátrúarfullur, og þó dá- lítið, því að mér hefur alltaf virzt, að ef maður yrði fyrir heppni á annað borð, bá rækju höppin venjulega hvert annað. Taldi ég þessi tvö bréf höpp, og átti von á, að þriðja happið myndi nú koma daginn eftir að ég fékk bréfið frá Bjarna. En sá dagur leið að kvöldi, án þess að neitt markvert bæri til tiðinda. En er við fangarnir vorum að koma heim á hlaðið úr vinnunni,. vissi ég ekki fyrr, en það hleypur kvenmaður upp um hálsinn á mér, og kyssir mig þar, fyrir augunum á með- föngum mínum — það var Sjöfn hin fagra, fegurri. að mér virtist, en nokkru sinni áður. Hún dró mig svolitið til hliðar. „Ertu komin til min,“ kom ég loks upp. „Ha-a? Þú hefur þó ekki haldið að ég ætlaði að bregðast þér?“ sagði hún með undrunarsvip, en ég fann mig sekan um að hafa vantreyst henni, og mér fannst ég roðna alveg ofan i tær. En ég þurfti ekki að svara spurn- ingu hennar; hún taldi hana sjálf svo mikla fjarstæðu að hún gleymdi henni áður en hún var búin að tala hana. Við gengum i áttina til Merkisteins, og hún dró mig með sér inn i nýja húsið, því að það var hún. sem hafði látið byggja það, og þarna myndi hún bíða min. En héðan af sagðist hún aldrei skyldi skilja við mig. Er furða þó ég syngi? En hvar er gullið? Um ein miljón af Því er komin í Englandsbanka, en hálf miljón er enn þá falin í íslenzkri mold. Seðlarnir eru á þurrum og góðum stöðum, í um það bil sextíu ,.skápum“ í hrauninu (var upprunalega á 74 stöðum, en það er 'búið að tæma allmarga skápa), því um miljón er komin í samtals 43 sparisjóði og bankaútibú víðsvegar á landinu, undir ýmsum merkjum og nöfnum. 1 nær þrjú ár er Sjöfn búin að vera hér á Minnsta-Hrauni, sem húsið hennar er kallað, en á morgun förum við héðan, ég er þá frjáls. Fyrir þrem mánuðum gerði Sjöfn bað fyrir þrábeiðni mína, að fara til Reykjavíkur,. af því sérstaklega stóð á, til þess að vera þar hálfan mánuð á Landsspítalanum. Þegar hún kom aftur, hafði hún með sér 12 daga gaml- an dreng, son okkar, sem við, eftir miklar bollaleggingar, höfum ákveðið að eigi að heita Ljótur, eftir góðum dreng, Vaíía-Ljóti, sem Guðmundur ríki sagði um, þegar hann var búinn að senda spjótinu á eftir honum, nið- ur i gilið fyrir ofan Velli, að væri full- hugi og ráðkænn, og þó óhlutdeilinn. En þetta óskum við að sonur okkar værði. Eða er hægt að óska nokkrum Islendingi betra, en að vera fullhugi og þó óhlutdeilinn, og ráðkænn í ofan- álag? Áður en ég hætti að tala um Litla- Hraun, vil ég minnast á meðfanga mína. Mér hefur virzt þeir vera menn svona upp og ofan, rétt eins og aðrir menn, en sumir eru búnir að vera hér oft, af því að þegar þeir hafa komið héðan, hafa þeir engan starfa fengið. Því er þessum mönnum ekki hjálpað til þess að reyna að verða heiðarlegir menn aftur? Þetta eru þó líka þinir synir, Island! Við Sjöfn höfum miklar ráðagerðir um hvernig við eigum að nota Hlíðar- húsa-auðinn gamla Islandi til frama og gagns, og þau áform munu leiða okkur í löng ferðalög út um hnöttinn. En fyrst liggja leiðirnar um vort eigið land, þvi byggðir þess, og þó einkum óbyggðirnar laða hugi okkar beggja. Þó mér hafi liðið vel hér í útlegðinni á Litla-Hrauni, Þá grípur mig stundum löngun til að leggja land undir fót. Þrisvar er ég búinn að sjá héðan blá- fjöll landsins hvítna á haustdegi, og þrisvar hef ég séð snjóina leysa, hvitu fjöllin verða aftur blá en grundi-rnar grænar, og nú líður að þeirri stundu, að ég get reikað frjáls um viðáttu landsins. Á morgun er síðasti dagurinn minn hér, og síðan: Til fjalia vorra! Til fjalla vorra! Ég þrái að sjá aftur Fljótsdalinn af Fjarðarheiði, Breiðafjörðinn gegnt sól af Kerlingarskarði, Laugardalinn of- an úr hólunum, þegar kvöldsett er að verða, sjá Hornafjörðinn og jöklana af Almannaskarði, og sjá út þennan fagra fjörð af Hríshálsi i hálfskyggðri sumarnótt, þegar sól er sigin i mar. Ég vil sjá Stifluna og Vatnsdalinn. Ég vil sjá hina eyðilegu fegurð Fiski- vatna, og koma á brúnina, þar sem maður nemur með auganu, það sem Askja þögul hrópar og æpir móti manni um hinn hrikalega og ófreska mikilleik sinn. Ég vil sitja i hamra- háum gljúfrum og heyra dúrr og dynjandi stórfossins, ég vil liggja í grónu brekkunni, þar sem ilmbjörkin angar, og hlusta á ljóðið sem iitli fossinn kveður. Ég vil vera þar sem jarðhitinn blæs lúður gufuhverfanna og grundin undir hristist, ég vil sjá lignar ár liðast um grænar sléttur og beljandi jökulsár ólmast um eyði- sanda. Ég vil heyra innfjarða-báruna gutla við steinana, og vera við gjögr- in, þar sem útsæs-aldan ólgar og svarrar, sogar og stynur. Ég vil heyra til lómsins á eyðilegri heiðatjörn, og sjá álftirnar líða loftleið sina, fagur- vængjaðar og syngjandi. Ég vil heyra rjúpumóður kalla á ungana í viðikjarr- inu, og heyra hinn hróðuga miðnæt- urssöng skógarþrastarins, og hlátur hans um hádegisbilið, inni á milli greinanna, þar sem hreiður hans er. Ég vil heyra hávelluna við ísbrúnina við norðlenzkan fjörð, og þegar ís- ana leysir þar, sjá endurkomu æðar- fuglsins í kvikum breiðfylkingum, og heyra hið ákaflynda ástakvak blik- anna berast um þveran fjörð. Ég vil heyra hinn fátæklega búna snjótitl- ing kveða ljósstúf sinn i skammdeginu yfir alhvítu landi. og sjá hann, sumar- skartandi sólskrikju, svarta og hvíta, í auðn háfjallanna syngja fagnandi Ijóðið um Snælands vornótf, því ég hef þráð þig, Island, þessi ár sem ég hef verið tjóðraður innan örskotshelgi Litla-Hrauns Og þó hef ég, þrátt fyrir þessa þrá mína, hvern dag sem ég hef yerið hér, getað sungið og lofað vætti lands- ins fyrir það að ég er til; fyrir það VTKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.