Vikan


Vikan - 10.12.1959, Page 6

Vikan - 10.12.1959, Page 6
 ( S r £F ÞÉR eruð í hópi þeirra óhamingjusömu, sem þjást af einmanakennd í ys og þys og annríki dagsins, þá skuluð þér lesa þessa grein. Að visu leysir hún ekki vandann, það getur enginn nema maður sjálfur. En hún getur orðið til þess að benda yður á leið út úr ógöngunum, og fyrst og fremst getur hún fært yður heim sanninn um það, að hvar- vetna i heiminum fyrirfinnst fólk, svo að hundruðum þús- unda, — já, svo að milljónum skiptir, sem þjáist af þeirri sömu kennd. Þetta er eitt af öfugmœlunum í þróun nútíma- þjóöskipulags: því meira sem gert er í því skyni aö skapa öllum hamingjuríka tilveru, ■— því betri sem lífskjörin veröa, — þvi hraðari og öruggari samgöngutœki og því auöveldari sem okkur eru gerö dagleg störf, — því sterkari tökum nær einmanakenndin á sívaxandi fjölda manna. Og það er sú þrúgandi einmanakennd, sem getur þjarmað að sálarlífi manns eins og þungbær sjúkdómur. Taugaveiklun og sár kvíði eru henni samfara, og ekki er ósennilegt, að ein- mitt í henni sé fólgin alvarlegasta hættan fyrir það þjóð- skipulag, sem við eigum við að búa og teljum bezt henta menningarlegu þroskastigi okkar. Þessi einmanakennd getur þjáð hjón, sem búið hafa sam- an í mannsaldur, borðað við sama borð og sofið i sömu rekkju. Hún getur leitt konur út í það að hverfa að heiman frá manni og börnum og eyðileggja síðan lif sitt í harmi og ör- væntingu. Og hún getur orðiö til þess, að unglingar, sem lífið býður alcjósanlegustu tækifæri til mennta og írama, fremji refsiverð afbrot, er meini þeim að fullu að mega verða nýtir og virtir þjóðfélagsborgarar. Þessi hætta hefur lengi verið sálfræðingum ljós. Þeir sjá hennar merki hvarvetna, en ef til vill eru þau þó hvergi greinilegri en í bókmenntunum og tónlistinni. Ef við rifjum. upp fyrir okkur þær skáldsögur bandarískar, sem mesta at- hygli hafa vakið að undanförnu, komur greinilega í ljós, hve einmanakenndin er sterkur þáttur í þeim öljumi undantekn- ingarlaust að kalla, Og hið sama Verður uþpi á teningnum í evrópskum samtímabókmentum. Jafnvel böi'nín þjást af ein- manakennd og vinna tilgangslaus óþurftarverk í örvæntingu sinni. Drengir þjást af einmanakennd og gerast „kaldir gæjar“ af þeim sökum. Fullþroska menn þjást af einmanakennd og halda fram hjá konum sínum í því skyni að lyfta af sér þessu þrúgandi fargi, sem þeir eru að kikna undir, sem eyðileggur allan frama þeirra, rænir þá starfsgleði og fær að lokum marga þeirra til að fremja óhæfuverk. Eiginkon- urnar þjást af einmanakennd annaðhvort vegna þess, að eig,- inmennirnir eru þeim ótrúir, eða þær eru að lotum komnar vegna þess, hve þjóðskipulagið gerir strangar kröfur til þeirra. Við verðum einmana, þegar við finnum, að okkar er ekki þörf. Mikið hefur verið gefið út af bókum í Bandaríkjunum, sem um þetta efni fjalla. Verulegur hluti þeirra er þó aðeins sölu- bókmenntir, þar sem þvi er heitið, að lestur þeirra losi menn við einmanakenndina. En þar er líka að finna bækur, sem hafa varanlegt gildi, — árangur djúptækra rannsókna á sál- fræðilegum og Þjóðfélagslegum orsökum. Og það er margt athyglisvert, sem þær rannsóknir hafa leitt i ljós. Fyrir þær er meðal annars sannað, að með þróun þjóð- jafnvel á jólunum

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.