Vikan


Vikan - 10.12.1959, Side 7

Vikan - 10.12.1959, Side 7
Glaumur skemmtanalífsins veitir mönnum ekki sanna ánægi'u, og þeir eru einmana, þrátt fyrir það að öll skilyrði virðast mæla á móti því. Heimkynni einmanakenndarinnar er fjölbýl- ið. í fásinni afdalsins verður hennar síður vart þráít fyrir allt, og þeir, sem umgangast skepnur, hafa lítið af henni að segja. Þegar börnin eru komin upp og farin að heiman, verða dagarnir langir fyrir móðurina, sem oft er ein hcima allan daginn og hefur ekkert sérstakt hugðarefni. félagsins fjölgi stöðugt Þeim, sem b.iást af einmanakennd. 1 frumstæðu bjóðfélagi er samlíf fólks allt annað. Þar kemur einmanakennd ekki til greina nema sem undantekning og Því aðeins, að um einhver átök milli einstaklinga sé að ræða. Það er og einkennandi, að bæði skáld og rithöf- undar halda því hiklaust fram. að hvergi sé fólk eins ofurselt þessari kennd og i milljónamúg stórborg- anna. Einmitt þar hefur þjóðskipu- lagsþróunin náð hámarki, og þar verður einmanakenndin almennust. Enn fremur virðist það koma í ljós við slíka rannsókn, að styttur starfs- tími og velmegun auki til muna á einmanakenndina. Er talið, að þetta stafi af því, að manninum hafi enn ekki tekizt að umvenja sig, þar eð svo skammt sé síðan, að hann varð að neyta brauðs síns í sveita síns andlits í bókstaflegri merkingu. Það virðist og sannað, að misnotk- un áfengis færist stöðugt í vöxt í Bandarikjunum og einmitt af þessum sökum. Maður, sem hefur góða og vel launaða atvinnu í verksmiðju eða verzlun og vinnur þó ekki nema þriðja eða fjórða hluta úr dægri og þó ekki nærri því alla daga ársins, fær ekki útrás starfsorku sinni og starfslöngun. Afleiðingin verður sú, að honum finnst sér ofaukið, það hafi enginn þörf fyrir hann. Hið innra með honum vaknar þörf fyrir aukið athafnasvið, og takist honum ekki að fá þörf þeirri full- nægt, veldur það sálrænum átökum. Þetta getur hæglega leitt til þess, að hin þrúgandi einmanakennd brjót- ist út í drykkjuhneigð, og þar sem hún nær sterkustum tökum, getur farið svo, að átökunum Ijúki með sjálfsmorði. Það er hins vegar staðreynd, að hermenn í styrjöld verða sjaldan gripnir einmanakennd, jafnvel þótt þeir lendi i mestu mannraunum, mat- ur og hvíld sé af skornum skammti og þeir séu víðsfjarri fjölskyldum sinum langan tima. Spennan og ann- ríkið fyllir svo tilveru þeirra, að ein- manakenndin kemst þar ekki að. Sama er að segja um sjómenn, og er líf þeirra þó i rauninni ærið ein- manalegt. En milli einmanakenndarinnar og einmanaleikans eru engin tengsl. Einmanakenndin er sprottin af sál- rænum átökum, sem ytri aðstæður eiga undantekningarlítið alla sök á. Þegar þjóðskipulugið einangrar einstaklingana. En rannsóknirnar beinast að enn dýpri og alvarlegri orsökum. Há- þroskuðu þjóðskipulagi fylgir sterk einstefnuhneigð, hvort sem hún birtist í einræðislegum st.iórnarháttum eða ekki. Skoðun meiri hlutans er alls- ráðandi, og henni verður einstakling- urinn nauðugur, viljugur að fylgja, vilji hann ekki lenda í andstöðu við umhverfi sitt. Og þetta er eins, hvort sem um stjórnmál, siðgæði eða listir er að ræða. Nú er því þann veg farið, að sér- hver einstaklingur á sér sína sögu, sinn sérstaka sjóð vizku og hygginda, sem smám sarnan hefur safnazt fyrir aukna lifsreynslu, — sín eigin sið- gæðíssjónarmið, sem reynslan hefur einnig kennt honum. Og því meiri gáfum sem maðurinn er gæddur, þvi sjálfstæðari verður hann í skoðunum og mati. En þegar svo fer, að skoð- anir hans og mat samrýmist ekki liinu almenna, getur afleiðingin orð- ið sú, að hann leyni afstöðu sinni til að halda friði við kunningja og ná- granna, eða jafnvel, að hann láti sem hann hafi allt aðrar skoðanir og sjón- armið. Slíkt getur valdið alvarlegum, sálrænum trflunumi Ósjálfrátt leggur einstaklingurinn fyrir sig þá spurningu, hvort það sé hann eða hinir, sem eitthvað athuga- vert sé við, og þar sem hinir eru í rneiri hluta, ályktar hann ósjálfrátt, að það hljóti að vera sjálfur hann. Hann er með öðrum orðum einangr- aður einstaklingur og finnur til ein- manakenndar. Fyrst í stað er ef til vill aðeins um eitt eða fá atriði að ræða, þar sem álit hans stangast á við almcnningsálitið, en það er nóg til þess, að einmanakenndm nær smám saman öllum tökum á h.onum. Allan liðlangan daginn er ákveðn- um skoðunum og viðhorfum hellt yf- ir okkur úr útvarpi og dagblöðum. Okkur veitist ekki tími til að hugsa sjálfstætt, meta menn og málefni eða taka afstöðu samkvæmt þroska okk- ar, menntun og skapgerð. Engu að síður berst vilji okkar gegn öllu þessu róti. fyrir sjálfstæði okkur til handa sem einstaklingum. En þeir eru fáir, sem gefinn er svo sterkur og ósveigjanlegur vilji eða eru svo hugmyndaríkir, að þeim takist að láta að sér kveða. Við öll hin, sem látum okkur lynda að sinna daglegu starfi og hirða fyrir þau ákveðin laun, gerum okkur ánægð með að vera venjulegar manneskjur, — við bíðum ósigur. En viljínn verður samt sem áður ekki brotinn á bak aftur. Hann heyr sína baráttu, á meðan við drögum andann. En barátta hans verður árangurslaus gegn öllu því, sem sækir að okkur hið ytra. Við þorum ekki að gera neinn að trún- aoarmanni, hvorki foreldra, maka né börn. Ef til vill hafið þér þegar borið kennsl á sjálfan yður í þessari fáorðu lýsingu. En hvort sem svo er eða ekki, þá liggur það í augum uppi, hvílík hætta okkur stafar af þessu í daglegu lífi. Einmanakenndin veld- ur því, að við, hvert um sig, lokum okkur inni i okkar eigin skel og tök- um fyrir bragðið ekki raunverulegan þátt í þjóðlífinu umhverfis okkur. Enda þótt við búum í frjálsum heimi, búum við ekki í raunverulegu sam- félagi, vegna þess að einstaklingarnir Framhald á bls. 47. Hvergi er einstaklingurinn eins sárlega einmana og í stórborginni, þar sem enginn virðist láta sig varða örlög hans.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.