Vikan


Vikan - 10.12.1959, Side 14

Vikan - 10.12.1959, Side 14
Eg leit inn í ljósblá augu, sem einu sinni tilheyrðu ljóshærðum drenghnokka, en nú hrokafullum karlmanni. Ég var á leiðinni heim frá saumastofunni, sem ég vann í, þegar ég tók fyrst eftir hon- um. Göturnar voru svellfrosnar, og ég þurfti að ganga reglubundnum skrefum til þess að missa ekki jafnvægið. Ég staulaðist áfram á há- hæluðum skóm eftir Austurstræti. Með annarri hendinni hélt ég fast að mér slæðunni, sem skýldi nýlögðu hárinu fyrir nístandi storm- inum. Ég var með saumatösku á handleggnum, og hinni hendinni stakk ég lianzkaklæddri í vasann. Ég staldraði við hjá bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar og skyggndist um eftir janúarhefti af móðinsblaði í glugganum. „Viltu kaupa Visi?“ heyrði ég barnslega rödd segja rétt við hliðina á mér. „Nei, takk,“ sagði ég full áhuga á blaðinu, sem ég liafði tekið eftir i glugganum. En snögg- lega skaut jæssari harnsrödd aftur upp í huga mér, ég leit upp og fékk þá svar við tilgátu minni. í stóru, ljósbláu augunum, sem störðu á mig með eftirvæntingu, glitruðu tár. Ég átt- aði mig fijótt. „Ha, hvað segir þú? Vísir?“ Ég tók peninga upp úr buddunni minni og viss þó, að ég hafði stungið nýjum Vísi niður í töskuna mína, áð- ur en ég fór frá saumastofunni. „Gengur þér ekki salan vel?“ spurði ég og virti um leið fyrir mér drenginn, sem var á að gizka niu ára. Andlitið var laglegt þrátt fyrir grábláa kuldalitinn á húðinni. Græn peysan, sem var allt of lítl, hafði auðsjáanlega verið rippuð saman hér og j)ar. Þegar ég leit á fætur hans, sem báðir voru i spelkum, brá mér ónotalega. „Nei, það virðast allir vera að flýta sér svo mikið í dag, að það má enginn vera að því að stoppa til þess að kaupa blöð. Það gerir kuld- inn,“ bætti hann við i lægri tón. Þegar hann rétti mér blaðið, tók ég eftir því, að berar hendur hans voru loppnar. „Því hefur þú enga vettlinga, barn?“ spurði ég. „Ég lánaði bróður mínum þá,“ sagði hann stuttlega. í þessum svifum kom eitthvað þjótandi, sem fyrst í stað líktist stórum fatabögli. „Einn Visi,“ heytðj ég sagt dimmri karl- mannsrödd. í því tók$g eftir kuldalegu andliti, sem gægðist upp úr fatabiugnum. í rauninni var ég ekki viðkvæm fyrir högum annarra, en þessi litli drengur virtist hafa haft annarleg áhrif á mig. Það, sem eftir var dagsins, og í vinnunni daginn eftir sveif gráhlátt, kuldalegt andlit hans mér fyrir hugskotssjónum. Þegar ég var á Ieiðinni heim að loknum vinnudegi, staldraði ég við hjá honum. „Hvernig gengur salan hjá þér i dag?“ spurði ég. „Betur en í gær.“ Hann brosti. Við röbbuðum saman dáltila stund. Hann virtist kannast við mig frá þvi deginum áður. „Það er ekki eins kalt í dag og það var í gær,“ sagði liann. „Svo er ég líka kominn með nýja vettlinga." Hann brosti aftur. „Hvað ertu marga tíma á dag við söluna?“ spurði ég. „Frá því að ég kem úr skólanum klukkan tvö á daginn og þangað til klukkan átta á kvöld- in.“ „Finnst þér ekki erfitt að standa svona allan daginn?“ Ég benti á fætur hans, en fann, að ég roðnaði um leið. Þarna hafði ég líklega snert viðkvæman blett. En ég gat ekki séð, að hann léti sér neitt hregða við þessa ónærgætnu spurn- ingu mína. „Það er stundum erfitt, en ég verð að spjara mig,“ sagði hann einbeittri döddu. „Svo að ég komist út til lækninga,“ bætti hann við. „Geta þeir ekkert gert fyir þig hérna?“ „Ekki segja þeir, en þeir eru vissir um, að ég fái fullan bata, ef ég kemst til Svíþjóðar.“ Ég leit á klukkuna. Hún var að verða sex. „Þar sem ég er að hugsa um að gerast fastur viðskiptavinur hjá þér, fæ ég þá ekki að vita, hvað jjú heitir?“ „Ég heiti Pétur,“ sagði hann, „og ég vil láta kalla mig það, en ekki Pésa, eins og krakk- arnir katla mig stundum." Ég brosti og sagði honum, að mér fyndist Pétursnafnið ágætt eins og hann sjálfur. Siðan hljóp ég af stað, þvi að ég sá, að klukkuna vantaði aðeins eina minútu i sex, og ég átti eftir að fara í búð. Eftir þetta hitti ég Pétur á hverjum degi í heilt ár. Mig undraði oft þessi óbilandi þraut- seigja hans. Hann var við söluna, hvernig sem viðraði, og oftast illa klæddur. Því meir sem ég kynntist honum, þvi betur sá ég, hversu yndislegt barn hann var í raun og veru. En það var eitt, sem mér féll ekki í fari hans; hann var óhóflega metnaðargjarn. Sjálfsagt hef- ur þessi metnaðargirni sprottið af minnimátt- arkennd vegna bæklunar og fátæktar hans. En ég var hrædd um, að liún ætti einhvern- tíma eftir að hafa áhrif á frjálslega og fágaða framkomu hans. Svo var það einn daginn rétt fyrir jólin, að hann sagði mér, að hann byggist við, að þessi dagur yrði hans siðasti við söluna, áður en hann færi utan. „Elsku Pétur minn,“ hrópaði ég. „Ertu ekki ánægður?" „Jú,“ sagði haun aðeins. „Pétur, er eitthvað að?“ spurði ég furðu lostin, þegar ég sá tárin streyma niður kinnar hans og mynda dökka bletti i fönnina. „Ég er bara svo ánægður, að ég held, að ég sé bara of ánægður.“ „Of ánægður?“ sagði ég og brosti. „JÚ, sjáðu til, ég er farinn að skæla eins og smábarn,“ sagði hann. Ég þurrkaði af honum tárin og stakk upp á þvi, að við héldum daginn ofurlítið hátíð- legan i tilefni þessara gleðitiðinda. „Hvernig fyndist þér, að ég færi i bakaríið og keypti nokkrar góðar kökur?“ spurði ég, „og síðan færum við heiin til min og liituðum okkur góðan kaffisopa.“ „Þú ert svo góð við mig,“ sagði hann. Og nú var hann aftur kominn með grátinn í kverk- arnar. Ég tók undir handlegg lionum og leiddi hann með mér heim í litla leiguherbergið mitt. Ég var svo heppin að vera búin að útbúa fyrir hann jólagjöfina, sem var peysa og vettlingar, sem ég hafði prjónað. Ég sagði honum, að liann skyldi taka strax upp pakkann, þar sem hann færi til útlanda fyrir jól og gæti kannski not- að það, sem i honum var, á leiðinni. Hann varð himinlifandi, þegar hann sá gjöfina, tók utan um hálsinn á mér og kyssti mig á kinnina. „Einhvern tíma, þegar ég verð orðinn rikur, því að það ætla ég að verða, — þá skal ég gefa þér eitthvað fallegt,“ sagði hann hrærður. „Sjáðu til, Pétur litli, þetta er þegar sjálf- þakkað,“ sagði ég og fann, að aldrei þessu vant hafði ég þörf fyrir að vera ofurlitið hátíð- leg. „Þú ert sá allra bezti drengur, sem ég hef kynnzt. Þú ert fram úr skarandi duglegur skynsamur og skemmtilegur félagi. Þú talaðir um það áðan, að þú ætlaðir að verða svo rik- ur. Pétur, það er nauðsynlegt að eiga nóg til að framfleyta sér og sinum, en það er ekk- ert gaman að verða mjög rikur." „Jú, ég ætla að sýna þeim,“. . . . byrjaði hann. „Já, ég veit það,“ greip ég fram i fyrir hon- um. „Þú ætlar að sýna strákunum, sem kalla þig Pésa staurfætttta, að þú getir orðið meiri maður en þcir.“ „Hvernig veiztu-------?“ hann roðnaði. „Ég heyrði einu sinni nokkra blaðsölu- stráka kalla þig þessu nafni.“ „En veizlu það, að þú ert þegar orðinn miklu meiri maður en þeir, þvi að þeir eru aðeins heimskir og hugsunarlausir strákar. Og svo ætlarðu sjálfsagt að sýna krökkunum á spegilfögru hjólunum og vel klæddu stelpun- um, sem pískrast á um rifnu buxurnar þínar og skræpóttu peysuna, að þú getir einlivern tíma sjálfur spókað þig á gljáandi hjóli og i fallegum fötum. Og það vona ég líka fremur en nokkuð aunað, að þú getir einhvern tima gert. Ég vona líka, að jjú verðir alltaf eins duglegur og góður og þú ert núna, en markið, sem þú stefnir að, er bara ekki rétt.“ Pétur litli horfði á mig athugull, en þó ofur- lítið vantrúaður . Ég gerði mér þá strax grein fyrir þvi, að hann hafði sjálfur sett sér sitt eigið markmið, sem hvorki ég né nokkur dauðleg vera gæti nokkurn tima breytt. Seinna um kvöldið fylgdi ég honum heim. Ilann bjó i fátæklegu og fremur sóðalegu húsi, sem stóð meðal margra annarra húsa af sömu gerð. Ég kvaddi hann við útidyrnar, og aftur vafði hann handleggjunum um hálsinn á mér og kyssti mig á kinnina. „Ég skal aldrei, aldrei gleyma þér,“ svíslaði hann að slcilnaði. En margt fer öðruvísi en ætlað er í fyrstu. Tíminn leið. Ég giftist góðum manni í á- gætri stöðu, og við eignuðumst þrjú dásamleg börn, tvær stúlkur og einn dreng, sem við skírðum Pétur. Ég var óumræðilega hamingju- söm með manninum minum, sem ég elskaði mjög, og litlu börnuuum. Hugur minn hvarflaði oft til litla vinar míns, en ég hafði ekkert frétt af honum síðan kvöldið forðum. En svo skall óhamingjan yfir. Það var tveim- ur dögum fyrir jól. Við hjónin höfðum unnið lengi fram eftir nóttu við að undirbúa undir jólin. Við vorum bæði dauðþreytt, þegar við sofnuðum, og líkast til hefur það verið þess vegna, að við sváfum svo fast, að við vöknuð- um ekki, fyrr en eldurinn hafði læst sig i sæng- urfötin okkar. Við rukum upp í dauðans of- boöi. Einliver i næstu húsum gerði brunalið- inu viðvart, því að ég man, að ég heyrði i sir- enum inn um opinn gluggann. Ég man líka, að við hlupum að herbergi barnanna og ein- hver rak upp skerandi sársaukavein. Siðan varð allt svart fyrir augum mér. Ég hafði fall- ið í ómegin. Þegar ég raknaði við mér aftur, lá ég á sjúkrahúsi. Einhver af brunaliðsmönn- unum hafði bjargað mér út úr eldinum, en maðurinn minn og börnin höfðu brunnið inni. Þegar ég fór út af sjúkraliúsinu átta mánuðum -K SMÁSAGA EFTIR HELGU DÍS *

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.