Vikan


Vikan - 10.12.1959, Side 21

Vikan - 10.12.1959, Side 21
Hún vinnur hjd verölagsstjóra þessi bráöfallega stúlka og kann ýmis- legt fleira fyrir sér en sitja fyrir eins og Marilyn Monroe. Hiin heitir Guörún Högnadóttir, og viö höfum aö undanförnu séö hana í söngleiknum Rjúkandi ráö, en þar leikur liún dóttur Stefáns í Stebbakaffi. Guörún er ráöin í því aö veröa leikkona og segir þaö yfirgnæfandi mesta áhugamál sitt. Hún var í leikskóla Ævars Kvarans í fyrra og byrjaöi aftur í haust, en þá hitti Flosi hana á Laugavegi 11 og réö hana umsvifalaust feguröar- drottningu í söngleikinn. Hún segir, aö þaö sé óslcaplega gaman aö leika og syngja, og hún œtlar sér aö komast í ÞjóÖleikhússkólann og síöan jafn- vel til náms í Englandi. GyÖrún var ákveöin í því um tíu ára aldur aö veröa kvikmyndastjarna, en hefur slegiö því frá sér í bili. Hún les bækur í tómstundum sínum, fer í bíó og leikhús, en segist ekki œtla aö gifta sig nærri strax sökum tímaskorts. Hún er fædd á Isafiröi 1941. Þvi miður getum við ekki sagt ykkur, hvað hann heit- ir þessi hnokki, þvi að hann steinsvaf þrátt fyrir gný umferðarinnar. Móðir hans hafði brugðið sér inn i búð til þess að höndla, og hann snaraði sér á með- an. Það veitir ekki af að kunna listina að „slappa af“ svona rétt fyrir jólin, ef menn eiga að halda fullum „sönsum“. Kanpfélag:s§<j()rinn á .koii4óriium[ * Norðan á Ifópavogshálsi, þar sem vindarnir blása hvað naprast á Suður- nesjum, stendur verzlunarhús Kaup- félags Kópavogs. Við ætlum að hitta kaupfélagsstjórann, Stefón M. Gunnars- son. Hann hlýtur að vera jarl hér í plássinu, fyrst Egill er jarl f Sigtúnum. Kjörbúðin er ákaflega falleg; litirnir og birtan skera í augu, munaðarvörur og nauðsynjavörur uppi um alla veggi, og Vikan er í einni körfuni. — Kaupfélagsstjórinn við? spyrjum við dömuna, þegar hlé verður á af- greiðslunni. — Hann er á kontórnum. Gerið þið svo vel. Svo erum við komnir inn á kontór- inn og setjumst, meðan við bíðum eftir því, að kaupfélagsstjórinn líti upp úr skjölunum. — Nokkuð hægt að gera fyrir ykkur, herrar mínir, sagði kaupfélagsstjórinn, áður en hann Ieit upp. Sólin skein inn um suðurgluggann, af því þetta var um hádegið, og gerði græna litinn á af- greiðslunótunum frá Osta- og smjör- sölunni enn skærari. — Okkur langaði nú bara til þess að vita pínulítið um samvinnuhreyfinguna. Er þetta gott „djobb“ að vera kaup- félagsstjóri ? — Ekki hér. Engir pcningar til. Tómt basl og áhyggjur. — Hefur kaupfélagsstjórinn þá starf- að úti á landsbyggðinni ? — Já, það er nú einhver munur. — Þar finnur maður, að fyrirtækið er mikilvægt fyrir fólkið. — En það hlýtur að þurfa að hafa bein í nefinu við svona lagað. Þarf ekki stundum að neita um úttekt ? — Það hafa nú allir bein í nefinu. — Þið fáið auðvitað vörurnar frá SÍS. — Nei, því miður. Aðeins mjög lítið. — Hvers vegna það ? — Spyrjið þá í S í S. Svo hringir síminn, og það eru heild- salar að bjóða kaupfélagsstjóranum vörur, og hann lætur sem það sé mikil náð, ef hann kaupi eitthvað af þeim. — Jú, gerið svo vel að senda það hing- að. Sælir. — Hefurðu bókhaldið sjálfur ? spyrj- um við. — Jú, starfsfólkið er ekki margt enn þá. Svo stendur kaupfélagsstjórinn upp og dregur niður munnvikin eins þeir í S í S. Við sjáum, að hann muni vera orðinn svangur, enda komið fram yfir matartíma. Það er erfitt að ná sér upp úr leðurklæddum hægindunum, en kaupfélagsstjórinn er kominn í skreð- arasaumaðan frakkann, og hann til- kynnir dömunni, um leið og hann gcngur út, nð hann muni verða hjá hjá þeim í SÍS seinni partinu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.