Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 22

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 22
INU SINNI var karl og kerling. Þau bjuggu í koti sínu, skammt frá sjó, en langt frá öllum ann- arra manna byggðum. Þau áttu sér þrjár dætur, sem hétu: Ingibjörg, sú elzta, Sigríður, sú næsla, og Helga, sú yngsta. Voru eldri dæturnar í allra mesta uppáhaldi, en Helga var höfð út undan, og var hún þó í öllu frcmur en systur hennar. Helgu var ekki trúað fyrir nokkrum hlut, því hún átti ekki að vera til ncins nýt, og var hún liöfð til þess að stjana undir öllu hinu hyskinu. Einu sinni vildi svo til, að eldurinn i kotinu slokknaði, en 5S=?=5i= * Sagan af Helgu Karlsdóttur Ævintýri úr íslenzkum þjóðsögum. langt var að sækja eld. Var þá Ingibjörg send á stað eftir eldL Ilún fór. Gekk liún þá fram hjá hól einum og heyrði, að inni í honum var sagt: „Hvort viltu heldur eiga mig með þér eða móti?“ Ingibjörg hélt, að þetta væri talað til sin, og sagði, að sér stæði öldungis á sama, livort væri. Hélt hún svo lengi áfram, þangað til hún kom að helli einum. Þar sá hún nógan eld. Ketill stóð á hlóðum, og var kjöt í honum og ekki fullsoðið. Hún sá þar og kökur óbakaðar í trogi rétt lijá hlóðunum. En engan mann sá hún i hellinum og ckkert lifandi kvikindi. Ingihjörg var nú orðin æði matlystug eftir ganginn, svo hún kyndir sem mest má hún undir katlinum til að flýta suðunni á kjötinu og bakar kökurnar. Eina bakar liún vel, lianda sjálfri sér, en brenndi hinar, svo þær urðu óætar. Síðan neytti hún matarins hæverskulaust. Kom þá inn til hennar rakki ógurlega stór og flaðrar upp á hana. En hún lemur hann og vill reka hann frá sér. Espast þá rakkinn og bítur af henni aðra höndina. Framhald í nœsta blaOi. BARNAGAMAN •* eitir ilmurinn er indæll og bragðið .Jdhnson & Kaaber t Heiniogert jólashraut Hríslan á myndinni er gerð þannig, að henni er dýft niður í gips og síðan látið harðna, það sem tollir utan á henni, og svo er henni stungið niður í stéttina, sem er mótuð úr gipsi. Einnig má nota plast-einangrunarefni í stéttina. Fuglinn er búinn til úr greniköngl- um, vængirnir og stélið klippt út úr pappa og málað í sterkum Iitum. Höfuðið er tálg- að úr korktappa. I augun eru notaðir títuprjónar með svört- um haus. Gleymið ekki að mála nefið. í fætur má nota hárnæl- ur og beygja þær utan um greinarnar. Hdlfur mdnuður tíl jóla Það er svei mér tími til þess kominn að fara að huga að jólaskreytingu, — taka fram kassana með gamla skrautinu og athuga hvort það hefur ekki gengið úr sér. Svo er nú aldrei úr vegi að búa til nýtt, og það er ótrúlegt, hvað hægt er að búa til skemmtilega hluti ef áhuginn er fyrir hendi. Ef ykkur langar í jólarefil meö svolitiö ný- tizkulegu sniöi, þá er 'hér mynd af einum slíkum, sem er auk hess mjög auövelt aö útbúa. Þaö, sem til þarf, er fyrst og fremst efniö í sjálfan refil- inn, og er fallegast aö liafa þaö í sterkum lit, t. d. rautt, blátt eöa grœnt. Svo eru rœmurnar, sem sjást á myndinni, þær eru livítar og svartar. Rœmurnar er hægt aö leggja á ótal vegu og búa þannig sjálf til mynztriö. Meö þvi aö hafa mis- munandi grunnliti og breyta um mynztur á hverj- um lit, má fá ólíkustu dúka út úr þessu. Er hann ckki uppi á lofti rokkur- inn hennar ömmu ? Jú, — og löngu hætt að nota hann. Nú er tilvalið að taka af honum hjólið og hengja það upp eins og myndin sýnir, raða kertum ofan á hjólið, en neðan í það má hengja alls konar jólaskraut. Varið ykkur á hálskvillum Læknirinn minn segir: Vægur hálskvilli er oft og tíð- um alvarlegri en margur liyggur. Að visu er það ekki orðið eins algengt nú og áður var, að barn -með slíkan kvilla sé látið skola hálsinn, áður en það fer að sofa, og síðan látið fara í skól- ann aftur að morgni. Oft fer þá svo, að þessi hörn bólgna í andliti eftir viku til hálfan mán- uð, fá óþægindi í nýrun og enn alvarlegri sjúkdómseinkenni, ef ekkert er að gert. Slíkir nýrna- kvillar geta verið mjög vægir og batnað fljótlega án nokkurra eft- irkasta, en þeir geta líka orðið upphaf að ævilöngum nýrnasjúk- dómum, sem haft geta alvarleg- ar afleiðingar fyrir æðakerfi og hjarta. Gerum aftur á móti ráð fyrir, að einhverjum húsráðum sé beitt gegn hálsbólgunni og svo sé að sjá sem hún hverfi, áður en langt um liður. En eftir svo sem viku slær sjúklingnum skyndilega nið- ur • aftur og fær háan sótthita, roða og bólgu um aðalliðamót: axlir, mjaðmir, hné, olnboga, öklaliði og úlnliði. Bólgan „flakk ar á milli“ liðamótanna, og fylg- ir henni kalda og sótthiti sitt á hvað og á stundum húðþrymlar. Þarna er sem sé liðagiktin óve- fengjanlega á ferðinni. Þrálát bólga Þá er það þráláta hálsbólgan, sem eykst alltaf aftur, um leið og úr henni dregur, og virðist engan endi taka, unz hún verður svo hvimleið, að viðkomandi sér ekki annað fært en leita læknis. Og þá kemur i ljós, að hálskirtlarnir eru alvarlega sýktir. Flestir kenna svo hálskirtlunum um bólguna. Þcir eru þó ekki nema hluti af þeim holdvef, sem sýkzt getur vegna smitunar um mupn og nef. Menn geta meira að segja fengið hastarlega hálsbólgu, þótt búið sé að taka úr þeim hálskirtl- ana. Bólga í koki og kverkum or- sakast oftast af hinum algenga heiðgula streptokokk-sýkli, og sé aðeins um bólgu í koki að ræða, batnar hún skjótt og eftirkasta- laust. En bólgni kokið hvað eft- ir annað, getur farið svo, að kirtlarnir sýkist og eftir það legg- Framhald á bls. 36. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.