Vikan


Vikan - 10.12.1959, Side 25

Vikan - 10.12.1959, Side 25
sem stundum nálgaðist t>að, að hún væri gersam- lega heilluð. t>ar sem ég var yngsti gesturinn, var ég að sjálf- sðgðu langt frá henni við borðið, meðan á mál- tiðmni stóð, en ég fann undarlegt augnatillit hvila á mér, og þegar kaffið var borið fram, settist hún við hlið mér í setustoíunni. Síðar vorum við vön að kalla þetta kvöld „spurningakvöldið", því að hún spurði mig í þaula í heila klukkustund, oft nærgöngulla spurninga, sem ég reyndi að svara, þótt ekki reyndist alltaf auðvelt. Andrieu hafði tilhneigingu til að koma fram við hana eins og barn, sem of mikið hafði verið látið eftir, fremur en konu sina eða ástmær. Af nokkrum orðum og setningum, sem hún lét sér um munn fara, gat ég ráðið, að hún fengi ekki þá kynferðislegu fulinægju, sem hún hefði þörf fyrir. ' Leitaði hún hennar hjá öðrum mönnum? Grun- aði Andrieu hana um græsku? Ég hef heyrt Philippe nokkurn Savard nefnd- an — ungan mann, sem um eltt skeið var tiður gestur hei . a hjá Andrieu, en skyndilega hætti að koma Þangað. Viviane hafði umgengizt hesta mikið á bernslruheimili sínu, og um þetta leyti reið hún út á hverjum morgni, og lagði þá leið sína inn i Savardskóginn. Ungi maðurinn fylgdi henni einnig oft í leikhúsið þau kvöld, sem Andrieu gat ekki farið. Eftir þetta fyrsta kvöldverðarboð hittumst við oftar, en kynni okkar voru algerlega saklaus. Með samþykki manns síns, notaði Viviane mig, sem yngsta manninn í fyrirtækinu, til að gegna ýms- um einkaerindum fyrir sig, smávægilegum sam- kvæmissliyldum, sem alltaf veittu mér aðgang að herbergjum hennar. Leikhúsið átti líka sinn þátt í að færa okkur nær hvort öðru, eða öllu heldur eitt sérstakt kvöld i leikhúsinu, þegar Andrieu hafði þurft að vera viðstaddur opinbera móttöku. Ég býst við, að það hafi verið að undirlagi Viviane, sem hann bað mig um að fara með henni í leikhúsið. Var hún Þá þegar farin að gefa mér nánar gætur? Hafði henni komið til hugar, að láta mig að einhverju leyti sjá um það hlutverk, sem henni fannst ábótavant hjá eiginmanninum? Mér kom þetta ekki einu sinni til hugar þá. Ég var steini lostinn og átti erfitt með að venja mig við tilhugsunina að draumar mínir ættu eftir að rætast. 1 heila viku var ég meira að segja al- varlega að hugsa um að segja upp á skrifstof- unni, og hverfa eitthvað burt, til þess að komast hjá of miklum vonbrigðum. Ferðalag, sem hann fór til Montreal, þar sem hann hafði verið kjörinn heiðursdoktor, flýtti við- burðarúsinni. Hann var fjarverandi tvo mánuði, í stað þriggja vikna, eins og upphaflega hafði ver- ið gert r.'ð fyrri, og stafaði seinkunin af slæmu bronkítis, sem hann fékk i förinni. Ég vissi ekki, að hann hafði sem ungur maður dvalið þrjú ár uppi í fjöllunum, þar sem sonur hans var nú. Viviane bað mig mörgum sinnum að koma með sér út á kvöldin. Við fórum ekki aðeins í leik- húsið, sem hún hafði mikla ánægju af, heldur til kvöldverðar á næturklúbba. Hún hafði sent bifreiðina sína heim, og það var i leigubifreið, sem ég hæ.tti öllu og beygði mig yfir hana. Tveim dögum seinna, þegar þjónusutstúlkan hennar átti frí, var ég kallaður á hennar fund. Siðan, þegar Andrieu kom heim, neyddumst vlð til að hittast i gistihúsi. Ég skammaðist min fyrir það í fyrstu. Komst hann að hinu sanna? Eða vissi hann ekkert til þess dags, þegar hún ákvað að segja honum allt af létta? Ég, sem krefst skilyrðislaust nákvæmra stað- reynda af skjólstæðingum mínum, á nokkuð erf- itt meo að gefa þær í mínu eigin máli. Árum saman var ég sannfærður um, að Andrieu hafi alls ekkert vitað um þetta. Seinna var ég ekki viss. Síðustu mánuðina hef óg verið að komast á þá skoðun, að hann hafi vitað allt. En mig grunaði ekkert þá, og ég hefði áreið- anlega gert gys að hverjum þeim, sem hefði ymprað á þvi, að Andrieu vissi um samband okkar. Daginn, sem Viviane hafði ákveðið að segja honum allt, fékk ég honum uppsögn mina, og undraðist hvernig hann tók henni, hryggur og hljóður. Framhald á bls. 35. — og ég hef til að bera viljakraft og lífsorku, sem ég ber uían á mér, ef svo mætti oroa það. Þetta er ein mín sterkasta hlið fyrir réttinum Aðalpersónur sögunnar: Gobillot lögmaður Yvette — hjákona lögmannsins Viviane — eiginkona lögmannsins Mazetti — elskhugi Yvette VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.