Vikan


Vikan - 10.12.1959, Síða 35

Vikan - 10.12.1959, Síða 35
JOLAGJAFIR Til jólagjafa Iíven- og karlmannsúr, stofu- kluklcur, eldhúsklukkur, velcjara- klukkur, skákklukkur. Nivada Tissot Roamer Alpina Terval Kienzle Junghans Mauthe Smiths Úrval af gjafavörum| hentugum til jólagjafa ÚRVIDGER6IR fljótt og vel af liendi leystar Póstsendum um allt land Magnús E. Baldvinsson úra og skartgripaverzlun Laugavegi 12 - Sími 2 28 04 —sa 'Oerndið heimiliy<kr.... Farið varlega með eldinn. Jólatrén eru bráðeldfim. Ef kviknar'í jólatré, þá kæfið eldinn með því að breiða yfir hann. Setjið ekki kertaljós í glugga eða aðra staði, þar sem kviknað getur í gluggatjöldum eða fötum. Qleðileg fól, Jarsœlí komandi ár. BRUNABÓTAFELAG ÍSLANDS Skrifstofur: Laugavegi 105. Símar: 14915, 16 og 17. HJÁKONA LÖGMANNSINS. Framhald af bls. 25. — Ég óska þér þeirrar vtlgengni, sem þú átt skilið, sagði hann og rétti mér langa, vel hirta höndina. Þetta var aðeins fáum klukkustundum fyrir játninguna. Ég beið orðsendingarinnar frá Viviane í tvær langar vikur. Hún hafði lofað að hringja heim til mín strax og hún hefði rætt við hann. Hún var búin að pakka saman eigum sínum. Ég líka. Við ætluðum að fá okkur herbergi á hóteli þar til við fengjum íbúð, og ég hafði þegar fengið vinnu hjá lögfræðingi nokkrum, sem löngu síðar hlaut illan endi lífdaga. Ég þorði ekki að hringja til hennar daginn eftir, en sagði Pauline hvað gera skyldi, ef hún hringdi í mig, og fór sjáifur til að standa vakt fyrir framan húsið hennar. Það var ekki fyrr en þrem dögum seinna, að ég komst að því hjá föður mínum, að Andrieu hefði fengið slæmt kast, og verið í rúminu nokkra daga. Hvað það snertir, er ég enn sömu skoðunar og ég var fyrir tuttugu árum. Ég held, að þegar kona er orðin höfuðástæða lifsins hjá karlmanni, sé hann líklegur til alls, til þess eins að halda henni, hugleysis, skítmennsku, grimmdar, eða hvers sem vera skal. Loksins fékk ég bréfmiða: „Ég verð á Grand, Augustin bryggjunni á fimmtudagsmorgun klukkan tíu“. Hún kom þangað klukkan hálftvö með föggur sínar í leigubíl. þótt Andrieu hafi krafizt þess, að hún tæki bifreiðina þeirra. Fyrstu dagarnir okkar voru gleðisnauðir, en Viviane náði sér fyrst, og var fundvís á ánægju- aukana í hinu nýja lífi sínu. Það var líka hún, sem fann okkur íbúð, og sem gróf upp meðal fyrra kunningjafólks síns, fyrsta skjólstæðing minn. — Þú munt sjá það seinna, þegar þú ert orð- inn efnilegasti lögfræðingurinn í París, hve hlý- lega við hugsum til þessarar íbúðar, sagði hún. Andrieu hafði krafizt þess, að hún skildi við hann á þeim forsendum, að hann hefði brotið af sér í hjónabandinu. Vikur liðu án þess að við fréttum nokkuð af skilnaðarmálinu, en einn morgunn í marz birtu blöðin fregnina: „Andrieu lögmaöur varö fyrir slysi í fjall- göngu.“ Það var tekið fram, að hann hefði farið að heimsækja son sinn á heilsuhælið og notað taeki- færið til að fara í fjallgöngu. Þar hafði hann hrapað, og líkið fannst ekki fyrr en eftir tvo daga. Framliald í nœsta blaöi. VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.