Vikan


Vikan - 10.12.1959, Side 40

Vikan - 10.12.1959, Side 40
hann heldur ekki verið jafn óviðbðinn og ber- skjaldaður og hann var nú, og þá hefði hann auð- vitað heldur ekki, — það var svo auðmýkjandi að hugsa um það, — látið Úlfar ginna sig I þá gildru að bjóða honum heim. Hann fór rétt nærri um það, hvað Úlfar hefði hugsað, þegar hann varð þess var, að hann, eiginmaður Áslaugar, vissi ekkert um það samband sem verið hafði á milli þeirra, Áslaugar og hans, áður en hún giftist. Áreiðanlega hafði hann dregið þá ályktun, að Ás- laug hefði ekki getað fengið sig til, eða ekki vlijað trúa honum fyrir jafn viðkvæmu einka- máli, og því talið víst að hann ætti hug hennar og gæti tengzt henni tryggðarböndum að nýju. — En Áslaug, hvernig mundi hún nú bregðast við þeim mikla vanda, sem henni hafði svo ó- vænt að höndum borið? Mundi hún geta fengið af sér að yfirgefa eiginmann sinn, þó að hugur hennar drægist að öðrum manni? Á þessum upp- lausnartímum var skyldurækninni sjaldnast skip- að í öndvegi. 1 nafni ástarinnar var allt leyfilegt, þess vegna fannst Úlfari það auðvitað aðeins sjálfsagður hlutur að brjótast inn á heimili hans til að eyðileggja það, og hann mundi beita öllu sínu áhrifavaldi til að vinna Áslaugu á sitt mál, nota sér út í æsar þetta einstæða tækifæri, að vera einn með henni heilt langt kvöld. Prestur hugsaði til kvöldsins áður, þegar hann hafði nálgast konu sina og ætlað að láta blítt að henni, en hrokkið frá henni skelfingu lostinn. Það fór hrollur um hann og hann kippti í taumana og sýndi hestinum svipuná. Prestsgráni tók viðbragð, hann var þvi ekki vanur að húsbóndi hans brygði svipunni á ioft. Hann tók stökkspor, en sprett- urinn, sem hann hugðist að taka varð lítið annað en umbrot í skafli, en harðfenni var og illa hélt. VI. Síra Páll afþakkaði fylgd frá Syðstabæ, og bar því við, að hann væri leiðinni kunnur, en þó mundi Gráni enn ratvisari. „En það er hálf óviðkunnanlegt að vita prest- inn einan á ferð í þessu myrkri." „Við erum aldrei ein á ferð, það er yfir okkur vakað.“ „Það getur nú svo sem verið rétt upp á sinn máta, sem presturinn segir, en samt kynni ég betur við, að presturinn fengi líka sýnilega sam- fylgd.“ HaP°Ar ®IJR550MaP Fást aðeins hjá okkur. Smekkleg fólaglöi handa unnustunni, eiginkonunni og tengdamömmu. LAUGA VEG 58 (Bak við Drangey) Sími15896 En presturinn tók því viðs fjarri og lagði einn af stað út í myrkrið. Já, einn vildi hann vera, því að nú, i þessari ferð, áður en hann kæmi heim að Hrauni, yrði hann að kanna sinn eigin þrótt, efla hann með öllum kröftum vilja og vits, vesalmenni skyldi hann aldrei verða í aug- um Áslaugar, jafnvel þó að hann finndi nú svo sárt til smæðar sinnar, að hann hefði helzt kosið að grafa sig djúpt ofan í jörðina, eða — eða sogast inn í stríðan streng laxár. Hann hrökk við, hugsunin hafði komið svo snögglega, likt og leiftur um leið og eyru hans námu dimman nið Laxár. Þetta mikla vatnsfall var likt og lifandi vera, sem skipti róm eftir skapbrigðum, og nú fannst presti, sem raulað væri lágum hljómdöpr- um rómi við opna gröf. Var það fyrirboði? Voru nú allar vonir hans feigar? Var hann, jólagest- urinn á Hrauni, nú búinn að vinna sitt hermd- arverk, svifta hann konunni, sem var honum lífið sjálft? En — prestur rétti ögn úr sér á hestinum 40 V IK A N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.