Vikan


Vikan - 10.12.1959, Side 41

Vikan - 10.12.1959, Side 41
— hvor þeirra mundi geta gert Áslaugu ham- ingjusamari? Þvi að ánægð hatði hún verið á Hrauni fram að þessu. Engri manneskju var fært að leyna þvi til lengdar, ef hún undi hag sínum illa, það var því enginn vafi á því, að Áslaug hafði verið ánægð og full af áhuga fyrir þeim fjölmörgu nýju verkefnum, sem hún færðist í fang, og sambúð þeirra hafði verið góð. Hvers, sem Áslaug kunni að hafa minnzt frá liðnum tíma, þá hafði hún þó ekki látið það skyggja á nokkra samverustund þeirra, þangað til hann kom. Engin kona, ekki einu sinni móðir hans, hafði sýnt honum slíka ástúð og nærgætni sem hún, það var sem hún uppfyllti óskir hans jafnvel áður en hann lét þær í ljós. Og í nótt, þegar hann kom inn til hennar eftir að hafa beðið hennar lengi niðri, kom inn í svefnherbergið þar sem hún lá í rúmi sínu með hendur spenntar undir hnakka, og brjóstin undarlega ólgandi undir hvítu líninu, jafnvel þá hafði hún verið reiðubúin að láta að vilja hans, vera honum blíð eins og ætíð, er hún fann að hann óskaði þess. Aðeins eitt ljós logaði inni í svefnherberginu, kerti, sem stóð á náttborðinu og líkt og í ósjálfráðri vörn færði hún andlit sitt betur inn í skuggann, en þó ekki nógu fljótt til þess að hann sæi ekki, hve hún var óvenjulega heit í vöngum, dimmrjóð, í augum hennar brann annarleg glóð. Honum varð strax svo kynlega þungt fyrir brjósti við þessa sýn, en þegar hún tók hendurnar undan hnakkanum og rétti þær til hans tók hann um þær og laut ofan að henni, en þá var það að hann hrökk til baka, það var sem hjartað týndi slögum sínum og blóðið frysi í æðum hans. Hina sömu sérkennilegu angan, sem fylgdi Úlfari lagði af hári hennar. Hann stóð stundarkorn hreyfing- arlaus og tak hans á höndum hennar slaknaði, þær féllu máttlausar niður á sængina, en hann fékk loks stunið upp með erfiðismunum: „Það er orðið framorðið, en, en ... vaktu ekki eftir mér, góða, ég, ég, ætla niður aftur." Hvílíkur fádæma heigulsháttur að krefja hana þá ekki blátt áfram sagna, reyna að komast á einhvern hreinan grundvöll, vita, hvað hann hefði raunverulega að óttast og berjast svo eins og maður gegn þvi. En nei, hann lötraði bara i burtu, átti fullt í fangi með að stjórna stefnu sinni svo reikull var hann í spori, en um leið og hann fór út úr dyrunum fremur heyrði hann en sá, að hún reis upp í rúmi sínu. En hvað gerði hún svo, þegar hann var kominn niður? Framhald í næsta blaSi. FEVON ver hendur y8ar FEVON ilmar þœgilega FEVON er frábært fyrir barnafötin FEVON þvær allan þvott Aukið á hátíðleikann með skínandi björtum jólaþvotti, V I K A N 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.