Vikan


Vikan - 21.01.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 21.01.1960, Blaðsíða 2
verður skógur til Plantið einu tré. Bætið síðan við öðru og þannig áfram, áður en varir er risinn upp skógur ... mörg einstök tré. Sama gildir um auglýsingar, ef þær eiga að bera árangur við sölu varnings eða þjónustu. Þér þurfið að auglýsa einu sipni og halda síðan áfram að auglýsa, þá getið þér vænzt mikils ár- angurs. Gildi endurtekningarinnar er almennt viðurkennt. Það á ekki síður við um auglýsingar yðar. Einmitt þess vegna er V I K A N k jörið auglýsinga- blað, hún kemur V I K U eftir V I K U inn á flest heimili Iandsins og er lesin af flestum þeim sem kaupa vörur og þjónustu í landinu. Notfærið yður hverja VIK U til þess að gróðursetja, þá hafið þér heil- an her gróðursetningarmanna í þjón- ustu yðar og vöxturinn mun ekki láta á sér standa. V I K A N . # Groddi í kjóla. # „Fylking hinna heilögu“. # Góð vísa of oft kveðin. O Hvað er íslenzkt lengur? „GRODDAEFNI f KJÓLA“. Kæra Vika. Má ég gera mér vonir um að þú svarir þessu liréfi mínu við tækifæri. Svo er mál með vexti, að ég er með því sama marki brennd og konur yfirleitt, að ég hef gam- an af að vera vel klædd og tolla í tízkunni, eins og ]>að er kallað, þótt það kosti vitanlega talsverðan pening. Þessi breiskleiki minn er manninum mínum ekki að skapi, þótt hann vil.ji raunar að ég sé vel og smekklega klædd — en hann kallar það hégóma að eltast við tízkuna, og stundum stríðir hann mér dálítið meinlega í því sambandi. Skömmu fyrir jól fékk ég mér indælan kjól úr „mohair“-efni, sem nú er mest i tízku, en þá þykist hann endilega þurfa að finna islenzkt orð yfir þetta efni; leitar lengi —• og finnur loks upp á að kalla það „grodda", og þykist meira að segja hafa himinn höndum tekið. Og nú stagast hann á þessu sí og æ: — Ætlarðu ekki í groddakjólinn í kvöld? Jæja, liver ykkar gat svo státað af því að vera í mést- um groddanum, og svo framvegis. Veiztu það, að þetta er farið að fara svo í taugarnar á mér, að iivar sem ég kem í þessum kjól, sem mér þykir svo indæll, finnst mér allir stara á mig og segja við sjálfa sig: — Nú, hún er þá í groddakjól, þessi! Hvað á ég að gera? Og finnst þér það nokkur meining að kalla þetta fína tizkuefni „grodda“. Virðingarfyllst. Mad. Mohair. Já, ekki er ofsögum af þvf sagt hve eigin- menn geta verið andstyggilegir. Kalla þetta sallafína, rándýra tízkuefni „grodda“, og skjóta sér svo á bak við málhreinsunarstarf- semi, eða gorta af íslenzkukunnáttu sinni — aðeins til þess að geta komið fram hinum grimmúðlegustu hefndum við sárasaklausan kjól fyrir það, að hann gerir elskaða eigin- konu glæsilegri í augum annarra! Þetta tel ég groddamennsku hina mestu, auk þess sem þarna er um heldur groddaleg málvísindi að ræða, því að eina íslenzka orðið — og er að vísu nýyrði — sem hæfir umræddum vefn- aði, er „lóvoð“, það er að segja, voð, sem ekki hefur verið lóskorin — voð með lónni á. Hið gamla góða orð „groddi“, á hins vegar betur við um annað tízkuefni, og þó varla nema grófustu gerð þess — hið svonefnda „tweed“, eða skozk og brezk vaðmál — því að áður var talað um groddavaðmál, eða vaðmálsgrodda, þegar um gróft vaðmál var að ræða. Þetta skaltu segja þínum elskulega eiginmanni, en flytja kæra kveðju lóvoðar- kjól þínum og því, sem í honum er. „ÞEGAIt ÞEIR HEILÖGU ...“ Kæra Vika. Þú ert allra skcmmtilegasta blað, og þar að auki hefurðu oft gert mér þann greiða að svara spurningum mínum. Nú hittist svo á, að við eigum tvær í þrætum um það, livort rokklagið alkunna — eða öllu lieldur textinn við það —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.