Vikan


Vikan - 21.01.1960, Page 3

Vikan - 21.01.1960, Page 3
Stundum er góð „When the Saints go marching in“, eigi eitt- hvað slcylt viS sálm eSa ekki. Ég get ekki trúaS því, aS svo óvirSuIega sé meS slíkt efni fariS, en vinstúika mín er á öSru máli. GeturSu skoriS úr bessu fyrir okkur? MeS fyrirfram þökk. Ein ekki rokkóS. Jú, það vill svo vel til að ég get það, en því miður er ég hræddur um að þér falli sá úrskurður ekki sem bezt. Nokkurn veginn orðrétt þýðing á viðlagi textans við umrætt lag er þannig: „Þegar fylking hinna heilögu gengur inn, vildi ég vera einn á meðal þeirra“, og mun sú setning tekin beint úr ritningunni. En slóð hennar í rokkið mun helzt rakin þannig, að upphaflega mun hún hafa verið tekin i brezkan sálm, og það fyrir nokkrum öldum, borizt, ásamt sálminum og laginu við hann, með brezkum landnemum til Bandaríkjanna, kvað sálmurinn hafa ver- ið mikinn sunginn af Norðurríkjamönnum f Þrælastríðinu — ef til vill fyrir göngu- hljómfall Iagsins, eins og það var þá, — og smám saman varð það svo einskonar „sport“ bæði hermanna og gesta í drykkjukrám að prjóna lítt biblíukenndar hendingar við sjálft viðlagið, í stað hinna upphaflegu sálmversa. Þá gerðist það fyrir nokkru, að negrasöfn- uðir gerðu viðlagið að messusöng, og breyttu enn hljómfalli lagsins, en söfnuðir þessir syngja nú heila ritningarkafla við „im- proviseraðan" jazz og önnur danstónlistar- fyrirbæri. Og þaðan komst viðlagið svo — með enn breyttu hljómfalli — í rokkið, og höfðu textahöfundar farið þar að sið kráar- gestanna og prjónað dægurvísur við hið gamla viðlag — sem tekið er orðrétt úr ritningunni. vísa of oft kveðin MEIRA ROKK ... Kæra Vika. Ef þú gætir nú sagt mér livort það er satt, að rokkið sé komið úr móð úti, og rokktónlistin því víst líka, þætti mér vænt um það. Og eins hvort það sé satt, að rokkið hafi sennilega hvergi notið jafn mikilla vinsælda og hér á landi? Með beztu kveðjum. Forvitinn. Hvorutveggja hefur heyrst, en ekki vil ég taka neina ábyrgð á því. Vitanlega líður rokkið undir lok eins og annað, fyrr eða síð- ar, og skiptir sennilega litlu hvort það verð- ur á næsta ári eða er þegar orðið. Hvað vin- sældum þess hér við víkur, geri ég ráð fyrir að það hafi fyrst og fremst verið óvinsæld- irnar, sem gerðu það vinsælt — og þegar svo er, þrýtur venjulega hvorttveggja nokk- urnveginn jafnsnemma. ... OG MEIRA UM SÁLMALÖG. Iværa Vika. Mér fannst leikið allt of mikið af jólasálmum í útvarpið um jólin, eða öllu heldur, allt of oft sömu lögin og það einmitt þau, sem eru hátið- legust og tengdust jólahelginni. Mér finnst nóg að heyra þau i jólamessunum, og svo kannski einu sinni eða tvisvar, en það er misnotkun á þeim að vera alltaf að leika þau, og þá fer hátíðar- blærinn að miklu leyti af þeim. Viltu koma þessu á framfæri? Helga. Það er hér með gert, og ég er þessu að miklu leyti sammála. Það er misráðið að gera alla hluti hversdagslega með ofnotkun. TIKAN Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Ásbjörn Magnússson F ramkvæmdast j óri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. *JMMM^IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM^*jMMMM^ Brauðostur 45% Brauðostur 30% Schweizerostur 45% Goudaostur 45% Kúmenostur 45% Gráðaostur Mysingur Rjómamysuostur Góðostur Smurostur Rækjuostur Tómatostur Hangikjötsostur eg á/n/él 'xi/an f Snorrabraut 54 - Reykjavík - ísland Ostiir er hðllur Osmr er Ijúlfengor Ostur er ódýr fœða Húsmæður, úr ostum gerið þér vinsælustu ábætis og smáréttina þegar þér hafið gesti

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.