Vikan


Vikan - 21.01.1960, Síða 6

Vikan - 21.01.1960, Síða 6
k'rókicr á í/hotl bradði VIÐ hjónin höfum fundið upp á svo bráð- skemmtilegum grikk, sem við gerum nýj- um kunningjum okkar, þegar við bjóðum þeim í kvöldkaffi i fyrsta skipti. Stundarkorni áður en þeirra er von, förum við í gömlu, lóslitnu baðsloppana okkar utan yfir betri fötin, drögum útgengna og lappaða inni- skó á fæturna, ýfum hárið, svo að það stendur út í allar áttir, og auk þess smyr Ingibjörg and- lit sitt náttsmyrslum. Að því búnu slökkvum við öll Ijós í húsínu, læsum forstofudyrunum og höld- um okkur uppi i svefnherberginu. Svo er dyrabjöllunni hringt. Boðsgestir okkar geru komnir. Við opnum svefnherbergisdyrnar ■ gætilega lítið eitt og hlustum. Við getum greini- lega heyrt samtalið úti fyrir. „Heyrðu, — þau eru bara ekki heima . .. Það er þó einkennilegt ...“ Og svo segir hún allt í einu og ekki vin- gjarnléga: „Vitanlega hefurðu ruglazt í dögun- um, sauðurinn þinn ...“ Við Ingibjörg tökum andköf af hlátri. Það er ósköp auðvelt að geta sér til um, hvernig gest- unum muni vera innan brjósts. Ekkert er jafn- kveljandi neýðarlegt og að koma i boð á skökk- um degi. Næst gerist svo það, að ég kveiki ljósið á gang- inum og þramma seinlega niður stigann. Ég dreg fæturna, þegar ég labba mig til dyra, og enn eru þau að þrefa fyrir utan. „Andartak," kalla ég, — það er um að gera að halda þeim sem iengst í kvölinni. Svo stend ég fyrir innan dyra- rúðuna og þykist vera að leita að lyklinum, og þegar ég svo ioksins finn hann, tekur það mig óratíma að opna. Fyrst í stað opna ég þó ekki nema í hálfa gátt, sting kollinum út í gættina, sv.'past um og set upp þennan líka litla undr- unarsvip. — Nei, eruð það þið? ... hrópa ég upp yfir mig og galopna dyrnar. — Fyrir alla muni, kom- ið þ:ð inn fyrir rétt sem snöggvast. Það kemur óþægilega á gestina, og vandræða- legt bros færist á andlit þeirra. — Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt, en okkur hefur mis- minnt. Við héldum, að það væri í kvöld ... Við stöndum ekki neitt við. — Hvaða vitleysa, andmæli ég og laumast til að lagfæra hárið lítið eitt. Og svo segi ég með afsökunarhreim í málrómnum, að það hittist nú þannig á, að við hjónin höfum í þetta eina skipti brugðið út af venjunni og farið snemma i bólið; við höfum nefnilega verið orðin dálítið þreytt. Að svo mæltu kalla ég á Ingibjörgu, sem kemur fram á sjónarsviðið, klædd gamla baðsloppnum, og virðist ekki vita, hvað hún eigi af sér að gara. Allt er undir því komið, að ganga svo frá gest- unum, að þeir viti ekki sitt rjúkandi ráð. — Vísaðu þeim inn i stofuna, kallar hún til mín. — Ég verð að bregða mér í einhver föt. Það tekur enga stund ... Þegar hér er komið sögu, eru gestirnir orðnir svo miður sín, að þeir vildu helzt af öllu vera komnir niður úr gólfinu. En ég reyni hins vegar af öllum mætti að sannfæra þá um, að þetta geri ekki nokkurn skapaðan hlut til. Svo dríf ég þau úr yfirhöfnunum, bið þau að gera svo vel að fá sér sæti, og það á að heita svo, að þau hafi rænu á að tylla sér sem tæpast á stól- brúnina. Án efa mundu þau hafa tekið til fót- anna og flúið, ef þau þyrðu að lát.a slíkt spyrj- ast. Svo hraða ég mér upp á loftið. Ingibjörg hefur þegar lagfært útlit sitt, og ég snaka mér úr sloppnum og greiði mér, og siðan höldum við niður til gesta okkar, sem verða nú hálfu meir undrandi en nokkru sinni fyrr. Og ekki batnar það, þegar við kveikjum öll ljós og opnum dyrnar inn í borðstofuna, þar sem kaffiborðið stendur dúkað og hlaðið kökufötum og bollum. Og svo lýkur öllu í giensi og gamni. ÞAÐ var hérna um daginn, að við kynntumst þeim Jörgensenshjónum í samkvæmi og buðum þeim heim í kaffi tiltekið kvöld. Þetta voru ákaf- lega alúðleg hjón, en þó ekki laust við, að þau væru dálítið daufgerð. Við hugsuðum okkur því, að við skyldum svo sannarlega hrista af þoim slenið. Þetta tiltekna kvöld undirbjuggum við Ingi- björg svo vandlega þessa umræddu brellu okkar og vorum staðráðin i, að nú skyldi hún takast vel. E'n þá gerist það, svo sem stundarfjórðungi áður en þeirra var voíi, að síminn hringir. Það er Jörgensen, sem kveður sér þykja það ákaflega leiðinlegt að verða að tilkynna okkur, að því miður geti þau hjónin ekki komið í kvöld; konan sé alveg að sálast úr höfuðverk,.svo að þau verði að eiga þetta inni, þangað til betur hittist á,.. . Mér gramdist sárlega, það hlýt ég að viður- kenna. Þarna var brellan eyðilögð. Og hvað átti svo að gera við allar kökurnar? Við Ingibjörg afréðum því, að nú skyldum við þó einu sinni bregða út af vananum, fara snemma að hátta og taka góða bók með okkur í bólið. Ingibjörg ætlaði i bað áður. Hún var svona rétt almennilega komin ofan i baðkerið, þegar dyrabjöllunni var hringt. Ég Framhald á bls. 23. MAN það enn í dag, eins Smr og það hefði gerzt i gær. t y Það var afmælisdagurinn minn. Á hlaðinu, í síðustu geislum kvöldsólarinnar, stóð hann Gaui frændi, nýkominn úr kaup- staðnum og ætlaði að vera hjá okk- ur í sumar. Það voru hvöss brot i buxunum hans, gljáandi leðurbelti með flúraðri látúnssylgju strengt um hann miðjan, og spýtubrjósts- sykurinn skrölti í rassvasanum á honum. Á bakinu á úlpunni var maður á hesti með snöru í hendi, kúreki. Ég hef séð þá í bió, sagði Gaui. — Hann hafði gripið svipuna hans pabba og lét hvina i loftinu. Svona gera þeir, sagði hann, og svo: Bang, bang. Táta, gamli fjárhundurinn okkar, sem lá á hlaðinu, tók viðbragð, og með skottið lafandi milli fótanna skauzt hún fyrir hornið á hænum. Hendurnar á G'auja liríðskulfu: Bang, bang. Járnin á gljáfægðum skónum hans lustu steinhellurnar á hlaðinu, svo að small í. Fyrir vit mín lagði briljantínlykt. Ég tók andköf. Ja, liann Gaui. Ég leit á sjálfan mig. Ég sá ekki snoðklipptan hausinn, en vissi þeim mun betur af honum. En ég sá sauðskinnsskóna, sokka úr grodda og axlabönd splittuð i buxnastreng- inn. Bang! bang! sagði Gaui, og allt í kringum hann stráféllu imyndað- ir Indíánar. Komdu, sagði ég. Ég ætla að sýna þér silungana mina. Ha? sagði Gaui og varð orðfall. Silungana mina, endurtók ég og hélt af stað niður að tjörninni. Það datt á þögn, og nokkur stund leið, þar til ég heyrði hann koma á eftir mér. Sérðu, hvernig litlu tálknin tifa i spegiltæru vatninu, — hvernig litlu uggarnir hreyfast, — og ljós- brotið? Sérðu? Ég leit hróðugur á Gauja. — Ég á þá. Viltu eiga þá með mér? Ég hef séð miklu stærri silunga í bíó, sagði Gaui. Hann dró annað augað i pung og miðaði visifingri á silungana mina: Bang! Bang! Það var kallað heiman frá bæn- um. Þar stóð pabbi og veifaði. Við skunduðum heim. Pabbi beið okkar á hlaðinu og horfði glettnislega á okkur undan gráum, kafloðnum augabrúnum. Út um bæjardyrnar lagði angandi pönnukökulykt. Mamma var að baka fyrir afmælisveizluna mína. Farið, dre-ngir mínir, sagði pabbi, og hyggið að, hvort þetta er ekki liún Geirhyrna gamla, sem er komin þarna í hlíðina fyrir ofan VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.