Vikan


Vikan - 21.01.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 21.01.1960, Blaðsíða 20
Til að kóróna allt saman, var Mazetti á verði fyrir framan húsið mitt morguninn eftir. Hann hlýtur að hafa hugsað sem svo, að fyrr eða siðar myndi ég visa honum veginn til Yvette, eða að ef til vill væri hún heima hjá mér. Ég varð að nota Albert mér til aðstoðar, og fara í hringferð þarna í hverfinu í hvert sinn, sem ég heimsótti Yvette. Einnig gætti ég þess vel, að yfirgefa ekki íbúð Yvette nema eftir að hafa rannsakað gaumgæfilega, að allt væri i lagi. Ástæðan til þess, að ég nefni þessi óskemmti- legu smáatriði, er aðeins sú, að ef til vill varpa þau ljósi á hið hræðilega ástand mitt um þessar mundir. En til allrar hamingju hélt Mazetti ekki út. Hann kom þrisvar i allt. Ég bjóst við, að hann myndi koma upp og spyrja eftir mér, og hafði gefið skipanir um hvernig veiða skyldi við því. Mér hafði líka komið í hug sá möguleiki, að hann hún reynir að drottna yfir mér enn. Og allt þar til íbúðina á Orléans bryggjunni bar á góma, lét hún mig leika lausum hala, og var örugg um, að ég kæmi til hennar aftur, þegar ævintýrinu væri lokið — að sjálf væri hún ekki í neinni hættu. E'n ég sá það á svip hennar, þegar v;ð töluðum saman eftir matinn, að nú fannst henni sér vera ógnað I fyrsta sinn fannst henni ég vera að fjar- lægjast, og kom það til hugar, að ef til vill væri ég að fara fyrir fullt og allt. Hún snerist 'gegn þessu eins og bezt hún gat. Hún heldur áfram að leika sitt hlutverk, en fylg- ist nákvæmlega með mér. Ég veit, að hún þjáist. Ég sé hana eldast dag frá degi, og hún notar sifellt meiri andlitsfarða. En það er ekki ég, sem veld henni mestum áhyggjunum, heldur hugsunin um það, að hún sé að missa af beizlistaumunum. Ég vorkenni henni, en þrátt fyrri áhyggjusvip- inn á andliti hennar, stundum þegar hún litur á mig, vorkennir hún mér ekki. Einmanakennd hennar er sjálfselskufull. Hún biður aðeins eftir að ég snúi aftur til hennar. Jafnvel þótt ég komi helsærður. Jafnvel þótt ég verði ekkert nema tóm- ur likaminn við hlið hennar það sem eftir er. Hvernig skýrir hún ástriðu rnina i sambandi við Yvette? Hinar stúlkurnar, sem ég átti vin- gott v;ð á undan Yvette, skrifaði hún á reikning forvitni og karlmannlegrar hégómagirndar. En í flestum tilfellum voru það ekki ástæðurnar. E'f hún hefði rétt fyrir sér, myndi ég hafa átt ást- arævintýri með til dæmis sumum þeim konum, sem hafa ver;ð heimilisvinir okkar, og ég hef getað fengið til að þýðast mig án nokkurra eri'ið- leika. Stöku sinnum gerði ég það, en varð fyrir vonbrigðum. Ég hef miklu oftar sofið hjá hreinum gleði- konum, og finn nú í þeim öllum eitthvað sam- eiginlegt með Yvette, sem hefir fram að þessu farið fram hjá mér. Sennilega hefur þó frum- ástæðan alltaf verið kynhvötin i sinni uppruna- kæmi vopnaður, og þess vegna haTSi ég skamm- byssu liggjandi í skrifborðsskúffunni. Sem sagt, hann ætti að koma einmitt um það leyti, sem Yvette fór að skána. Hún er komin á fætur, og næstun orð'n góð — þó er hún slöpp ennþá, og Pémal gefur henni sömu sprauturnar og ég fæ daglega Ifann gefur okkur sprauturnar hvort eftir öðru og notar sömu sprautuna, og hann virðist hafa gaman af því Ég ve't ekki hvort hann hefur þekkt Yvette aftur af rnyndunu í bljðunum þegar réítarhöld- in stóðu sem hæzt. Líklega vorkennir hann mér aðeins. Furðulegt er það, að rnaður á mínum aldri og í minni stöðu skuli eyðileggja allt lif sitt að- eins vegna þess. að ung stúlka kom til hans einn góðan veðurdag, bað hann að verja sig og sýndi honum líkama s’nn. Kannski hugsar Pémal eitt- hvað á þessa leið. En sjálfan furðar mig mest á því, að Marætti skuli elska Yvette, og mér hefur lromið til hugar, að ef ég heíði ekki verið með í spilinu, hefði hann ekki svo mikið sem hugsað um hana tvisvar. Ef einhver skyldi einhvern tima lesa þessa skýrslu, mun hann komast að því, að til þessa hef ég aldrei nefnt ,,ást“ á nafn, og þetta er engin tilviljun. Ég trúi nefnilega ekki á það, sem menn nefna því nafni. ÉS hef aldrei elskað Viviane, til dæmis, enda þótt ég hafi verið hrif- inn af henni, eins og ég hef þegar lýst Hún var eiginkona yfir.nanns míns, manns, sem ég dáði og var virtur af öllum. Hún bjó i þeim heimi lystisemda, sem vel nægðí til að heilla ungan og fátækan stúdent eins og mig. Hún var fögur, en ég ijótur. Að hún skyldi þýðast mig vakti sjálfstraustið í brjósti mér. Ég hafði þá þegar gert mér ijóst hvað hún sá í mér: Það var aflið inni í mér, viljaþrekið, sem hún setti traust sitt á. Hún var hjákona mín Hún varð konan min Líkami hennar veitti mér ánægju, en mig dreymdi aldrei um hann. Fyrir mig var h.mn aldrei annað en venjulegur kvenlikami, og Vivi- ane átti aldrei neinn hlut í því, sem ég álit vera mikilvægasta þáttinn í kynlífi minu. Ég var henni þakklátur fyrir það. se n hún gerði. og sem ég áleit vera fórn af hennar hilfu, og það var ekki fyrr en löngu seinna, sem mig fór að renna grun í hvað hún fyrir sitt leyti nefndi ást. Var það ekki fyrst og fremst þörf til að sanna fyrir sjálfri sér og öðrum, að hún væri ekki að- eins fögur kona, sem ætti að klæðast fallegum fötum og fara í samkvæmi? Og var ekki einhver neisti drottnunargirni í fari hennar? Jæja, hún drottnaði yfir mér i tuttugu ár, og legustu mynd. Ég hef hlustað á hundrað skjól- stæðinga minnast á þessa hvöt, og ég hef líka fundið það á sjálfum mér, að það fyrirfinnst ein- hver þörf í því sambandi — einhver þörf til að hegða sér eins og dýr — sem á stundum verður öðru yfirsterkari. Ef til vill hefur það verið rangt af mér, að sýna Viv.ane aidrei þessa hl.ð á mér, en mér hefur aldrei komið það til hugar. Hver veit nema hún sakni þessa eða hafi ef til vill leitað einmitt h!ns sarna annars staðar? Þannig er það með margar konur, sem eru t ðir gestir hjá okkur, og flesta karlmennina, og ef það væri ekki þannig, hefðu glcðikonur ekki verið til frá fyrstu t.ið á öllum bre'.ddargráðum. 1 langan tima hef ég ekki notið neinnar ánægju með Viviane, cg hún kennir um áhyggjum, vimu og því, að ég sé að verða gamall. En ég get ekki ver ð með Yvette meira en klukkustund án i ess að langa til að sjá hana nakta eða b'Öja hana að láta vel að mér, cða aðeins snerta hana. Ef til vill skrifa ég eitthvað í mótsetningu við þetta á morgun, en þó efast ég um það. Eins og flestar þær konur, se n mér hafa verið einhvers virði, er Yvette ímynd konunnar, með veikleika sinn og jafnvel hugleysi, og einnig þá eiginlcika, að vilja hjúfra sig að karlmanninum og verða þræll hans. Ég man eftir undrun hennar og hrifningu, þegar ég sló hana einu sinni utanundir, og stundum hefur hún næstum gert mig vitlausan til að koma mér til að gera það aftur. En ég held þvi ekki fram, að hún elski mig — ég vil ekkert hafa með það orð að gera. En hún hefir gefxð það á bátinn að vera hún sjálf Hún leggur allt í minar hendur Skiptir ekki máli hvort það er af hreinni leti eða skorti á viljaíestu. Þetta er það hlutverk, sem hún liefur valið sér. E'f ég yfirgef hana á morgun, snýr hún aftur út á götuna, og heldur áfram leit sinni að herra og húsbónda. Þetta hefur Mazetti áreiðanlega ekki skiíið. Hún er ekki rétta konan fyrir hann. Hann hefur ekki gert sér ljóst, að hann átti í höggi v!ð konu. Hún segir ósatt Hún er svikul Hún gerir sér upp sitt af hverju og segir mér tilbúnar sögur, sem mér gremjast — og nú, þegar hún er örugg um sitt daglega brauð, liggur hún í leti. Suma daga fer hún varla úr rúminu, en stillir sjón- varpstækinu upp við rúmgaflinn. Skyldi hugsunin um kvennabúrið halda henni i skefjum lengi? Þarf ég kannski ekki að lifa í sífelldum ótta um að hún taki saman við Mazetti aftur?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.