Vikan


Vikan - 21.01.1960, Side 28

Vikan - 21.01.1960, Side 28
6 H 38 — Má ég ekki bíða með að borga yður, þangað til ég er búinn að græða þessa upphæð sem þér spáið. — Mér þykir það leitt, herra, en ég var bara að hreinsa byssuna. — Ég þekki því miður engan hér í nágrenninu ncma tengdamóður mína — hún býr steinsnar héðan. Ef það er einhver hér, sem á hundinn hér úti á veggnum, þá vil ég mæta þeim náunga með skammbyssu kl. 6 í fyrramálið. ONASSIS Framhald af bls. 25. leiðast. Á afturþiljum er svæði, þar sem 50 pör geta stigið dans við hljóðfæraleik 25 manna dans- hljómsveitar. Danssvæði þessu má breyta á fáum sekúndum i sund- laug, þar sem vatnið er lýst upp af hverfiljóskösturum, síbreytileg- um að lit. Loftræsingin í öllum vistarverum um borð er sjálfvirk. Þar eru þrettán gestalierbergi, vitanlega hvert um sig með sér- stökum baðklefa. í skenkiborðinu í vinsalnum er litlum eftirlíkinguin skipa aí ýms- am gerðum komið fyrir á sæ- grænni málmþynnu undir g:eri, og sigla þau þar fram og aftiu’ fyrir segulmagni. Og á miðju liafi siglir Örkin hans Nóa, og á borð hennar cr letrað: Nói, — fyrsti útgerðar- maður, sem sögur fara af. Þegar Onassis lítur Örk þessa, á hann það til að varpa þungt önd- inni: — Já, ef maður hefði sömu aðstöðu til einokunar og Iiann Nói karlinn . . . Hástólarnir við skenkiborðið eru dregnir hvítri hvalplötu, en fætur þeirra úr renndu fílabeini. Á ein- um vegg vinstofunnar er sjókort mikið, og má jjar sjá, hvar hvert skip í hvalveiðiflota Onassis er statt hverju sinni. Hann á nefni- lega stærsta og fullkomnasta hval- veiðiflota i heimi. Á öðrum vegg er svo annað sjókort, þar sem sjá má, hvar hvert skip í oliu- og vöru- flutningaflota hans er statt. Hefur Onassis þar farið að dæmi aðmir- ála, sem fylgjast vilja með ferð- um striðsskipa sinna. Það má með sanni segja, að allt um borð í skemmtisnekkju þessari beri þvi ljóst vitni, hvað menn geta veitt sér, þegar þeir telja auð sinn í milljörðum. Sjúkrahús með nýtizku skurðstofu, tvö fræg málverk eftir meistarann EI Creco, tvö eldhús, búin öllum fullkomnustu raftækj- um, skrifstofa með opnum arni, glæsileg salarkynni, búin dýrum húsgögnum frá því á seytjándu öld, gullhúðaðir vatnskranarnir í baðherbergjunum, auk þess Búddha- líkneski úr jaðe-steini, prýtt rúbin- um, sem ekki verður metið til fjár, enda aðein» tvö svipuð til í heim- inum, og á Bretaarottning annað, cn Aga Khan hitt. En þaö er eins og Búddha sjálfur sagði: Lifið er sinum örðugleikum bundið. — Og jafnvel peningarnir geta ekki breytt þeirri staðreynd. Onassis hefur ekki heldur farið varhluta af örðugleikunum. Það væri synd að segja, að hann nyti yfirleitt miklar hylli eða að gott orð færi af honum. Það gerðist fyrir nokkrum ár- um, að hann var dæmdur i sextíu milljóna króna sekt fyrir að hafa látið veiða hval innan landhelgis- takmarka í Perú. Fyrst i stað leit helzt út fyrir, að liann yrði að punga út með allt að þriggja vikna tekjur sinar til að ljúka sektinni. En svo fór samt, að honum tókst að græða á þessu eins og öðru. Vátryggingafélagið mikla, LLoyds í Lundúnum, varð ekki eingöngu að láta sér lynda að greiða fyrir hann sektina, heldur og tuttugu og átta milljónir króna i skaðabætur honum sjálfum til handa vegna atvinnustöðvunar. — Ég beið ekki neitt fjárhags- legt tjón af þeim atburðum, sagði Onassis þá á fundi við blaðamenn — og brosti i kampinn. Það var mjög um sama leyti, að Bandaríkjastjórn höfðaði mál gegn honum og krafði hann um fimm hundruð milljónir króna, þar sem liann liafði á ólöglegan hátt komizt yfir nokkur af hinum svonefndu „Liberty“-skipum rikisins. Var gerð réttarsætt og fallizt á, að hann greiddi aðeins tvö hundruð milljón- ir, en kaupin gengju til baka og yrðu umrædd skip aftur eign rik- isins. Þessar tvö hundruð milljón- ir voru þó i rauninni aðeins brot af því, sem Onassis hafði grætt á skipunum, — auk þess sem liann stórgræddi á því að láta þau af hendi, þar sem þessum bandarisku „Liberty“-skipum verður nú ekki siglt lengur nema með tapi. Talið er, að Onassis hafi — að öllu frá- dregnu — grætt að minnsta kosti þrjátíu milljónir króna á hverju þessara skipa, á meðan hann hafði þau undir höndum. Mestu orustu sína, — að minnsta kosti fram að þessu, — liáði Onass- is þó í janúarmánuðl árið 1954. Þá undirritaði hann nefnilega ein- hverja þá umfangsmestu viðskipta- samninga, sem nokkur einstakling- ur hefur staðið að. Með þeim hlaut hann eða nýstofnað Saúdí-arabiskt skipafélag, sem Onassis átti í raun- inni sjálfur, einkarétt til flutninga á allri oliu úr hinum auðugu lind- um i Arabiu — um allan heim. Þessir samningar urðu til þess, að stjórnir annarra siglingaþjóðu báru fram kröftugustu mótmæli, og loks fór málið fyrir alþjóðadómstólinn i Haag. En Onassis slapp skaðlaust frá öllu saman, eins og hans er vandi. ^ UæUulcgur konum Framh. af bls. 14. Ég sé um mig sjálfur, sagði hann, en jafnvel hann sjálfur virtist ekki trúa því. En þú mátt alls ekki fara fram úr, sagði hún og geispaði mikinn. Leggðu þig nú út af, og reyndu að sofna. Rödd hennac var svo blið og ró- andi, — já, ræstum svæfandi. Hægt og hægt kom svefninn yfir hann, Ijúfur og djúpur. Rétt áður en hann leið inn i draumalandið, fannst hon- um hann aftur orðinn lítill drengur og móðir hans kæmi inn til að bjóða honum góða nótt. og strjúka á hon- um lokkana. EGAR hann vaknaði aftur, fann hann enn til þessarar dásam- legu öryggiskenndar. Það var eins og hann væri aftur orðinn tiu ára snáði og þyrfti ekki að hafa á- Eftir heita baðið, þegar öll öndunarop húðarinnar eru opin, er gott að bera rækilega NIVEA-smyrsl á allan líkamann og nudda síðan - jafnan í óttina frd hjartanu-. pað örvar blóðrdsina, og eucerítið í NIVEA-smyrslunum getur smogið inn í húðina. Slíkt NIVEA-bað er undursamlega heil- susamlegt fyrir unga og aldna. VIK A N 28

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.