Vikan


Vikan - 21.01.1960, Qupperneq 29

Vikan - 21.01.1960, Qupperneq 29
hyggjur aí neinu. Hann leit i kringum sig og kall- aði: Hut. Pn það var ekki Rut, sem reis úr stólnum við gluggann. Það var roskin kona með arnarnef og fjörleg dökk augu. Hún var í kjól úr alpakkaefni og með hatt. Honum virtist hvort tveggja hafa verið í tízku fyrir að minnsta kosti þrjátíu árum. Ég er Emma, frænka Rutar. Hann spurði, ákaflega óhamingju- samur: Hvar er Rut? Ég sendi hana heim til að sofa, sagði Emma frænka þurrlega. Mér fannst ekki viðeigandi, að hún væri ein hjá karimanni á nætuiþeli. Hún kemur aftur kl. tólf. Hún leit rannsakandi á hann. Ég geri ráð fyrir, að hún hafi ver- ið nógu mikið flón til að trúa yður fyrir tilfinningum sínum, hr. Porter. Leyfist mér að spyrja: Hafið þér end- urgoldið þær? Ég hlýt að vera með óráði, hugs- aði Jamieson Porter, þetta getur ekki verið raunverulegt. En hvað um það, ég verð víst að svara, hvernig sem í öllu liggur. Mér finnst Rut yndisleg stúlka, og ég vil fyrir alla muni ekki missa hana sem einkaritara. E'n annars ... Emma frænka sendi honum fyrir- litningaraugnaráð. Mér þætti gamar. að vita, hvað þér hefðuð gert án hennar í gærkvöld. Þér skuluð ekki halda, að ég van- meti það, sem hún gerði fyrir mig í gærkvöld, sagði hann þrjózkulega. En ég hefði áreiðanlega getað séð um mig sjálfur. Ég hefði hringt í hjúkr- unarkonu. Það hlýtur að vera óskemmtilegt að eiga svo fáa vini, að maður verði að borga fyrir að láta hjúkra sér, ef maður veikist, sagði Emma frænka hugsandi. Hann krosslagði armana og horfði beint framan í hana. Ég gæti nefnt yður að minnsta kosti einn tug fagurra kvenna, sem vildu æstar fá að stunda mig. Það hnussaði í Emmu frænku. Nefnið eina. Lísa Clairmont, sagði hann og teygði sig eftir símanum, sem var við rúmið. Nú skal ég sýna yður, að ég hef rétt fyrir mér. Halló, Lísa, sagði hann, þegar hann heyrði hina fögru rödd vinkonu sinnar. Hefðir þú ekki gaman af að leika hinn miskunnsama Samverja? Ég ligg þungt haldinn af malaríu. Nei, það er alveg satt. Hann hlustaði þegjandi nokkra stund. Síðan lagði hann tólið á og setti upp vandræðalegt bros. Hún hélt, að ég væri að gabba sig. Það var synd, sagði Emma frænka og setti stút á munninn. En viljið þér ekki reyna eina af hinum? Hann tók upp talnemann og valdi númer. Cýnthia Cassel hefur það alfalleg- asta, dökkrauða hár, sem ég hef á ævi minni séð, sagði hann, og hún er ein allra bezta vinkona mín. Halió, Cýnthia? Hann sendi E'mmu afar þýðingarmikið augnatillit. Hvernig líður þér? Það var gott að heyra. En mér líður ekki eins vel. Nei, það er eitt af þessum malaríuköstum, sem ég fæ alltaf öðru hverju. Hvað segir þú um að koma hingað og stunda mig í veikindum minum? Smitandi? Nei, það held ég ekki. Hann þerraði svitann af enninu og andvarpaði. Nei, ég skil það vel. Auðvitað máttu ekki hætta á að bera út veik- ina til allra hinna í leikhúsinu. Hann lagði tækið á. Hún sagðist mundu senda mér blóm. En það var enga miskunn að finna hjá Emmu frænku. Getið þér ekki hringt til einhverra fleiri? Þær voru víst ekki færri en tíu, skildist mér. Hann leit hugsandi á Emmu. Ég er ekki viss um, að ég vilji tala við fleiri. Það er undarlegt, ég hélt alltaf, að þeim væri ekki alveg sama um mig. En hvað um yður sjálfan? spurði Emma frænka. Að vissu leyti er mér hlýtt til þeirra allra. E'n ég held, að mér hafi aldrei dottið í hug að íeggja neitt í sölurnar fyrir þær. Þetta er því ekki meira en ég á skilið. Það er nú vant að vera svo, sagði Emma frænka hátíðlega. Hann leit beint framan í hana. Það, sem af er ævi minnar, hefur mér liðið vel, og ég hef skemmt mér oft og vel, sagði hann og brosti, en var nú samt hálfhnugginn á svipinn. Já, það hefur bara verið gaman. Það hefur alltaf kitlað mig þægilega, þegar fólk hefur horft á eftir mér á götunni og sagt: „Að hugsa sér, að hann skuli ekki vera eldri, og samt orðinn svona frægur." Þér hljótið að vera orðinn að minnsta kosti þrjátiu og fjögra, sagði Emma frænka. Hún hafði tekið sér stöðu við speg- ilinn og lagaði á sér hattinn sinn skringilega. Ég held, að Rut* sé að koma upp tröppurnar, sagði hún. Ég kom til borgarinnar til að skoða blómasýn- inguna miklu, svo að ég verð að fara að hypja mig. Hún sneri sér við í dyrunum. Þér eruð verulega viðkunnanlegur náungi, sagði hún. Það hefur bara verið látið allt of mikið með yður. En ég kann vel við yður. UT kom inn, um leið og Emma ætlaði að ganga út. Hún hafði heyrt síðustu orðin og hló. Þetta er nú á við ástarjátningu, — að minnsta kosti þegar það kemur frá Emmu frænku, sagði hún. Uss, — truflaðu mig ekki, sagði hann, ég er að hugsa. Hún stakk hitamælinum upp í hann. Ef þú ert að hugsa, þá er það á- reiðanlega um stelpur, sagði hún striðnislega. E'ipmitt, umlaði hann með hita- mælinn upp í sér. Hugsanir hans dvöldu við þá stund, sem hlaut að koma, er konurnar, þessar undursamlegu verur, hefðu misst allan áhuga á honum. Hann sá íyrir sér heldur óskemmtilega framtíðarmynd aí sjálfum sér, — með ístrumaga og skalla, og heyrði um leið unga, efnilega leikkonu segja við stallsystur sina? Auðvitað verð ég að láta sem mér litist á hann, hinn fræga Jamieson Porter, en raunar er hann ekkert annað en gam- all og leiðinlegur kvennabósi. Það fór hrollur um hann. Og sjálf- um sér til mikillar undrunar varð honum allt í einu ljóst, að hann hafði alltaf dreymt um konu, sem tæki á móti honum með hlýju, þegar hann kæmi þreyttur heim, og hughreysti hann, þegar á móti blési. Hann þaifn- aðist konu, sem hann þyrfti ekki að stjana við, gefa orkideur og kampa- vín, konu, sem hann gæti gefið eitt- hvað af sjálfum sér og elskaði hann á móti af grunni hjarta síns. Framhald á bls. 31. RAFGEISLAHITUN H.F. EINHOLTI 2 SIMAR 14284 - 18600 - 18601 VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.