Vikan


Vikan - 21.01.1960, Blaðsíða 32

Vikan - 21.01.1960, Blaðsíða 32
Hvcrt stefnir þú faðir? Framhald af bls. 11. og þær birtast 1 hegðun hennar og starfi. Auðvitað hei'ir móðirin áhrif einnig á drenginn, og að því er til- finningalif hans og innra jafnvægi varðar, eru þau ákaflega mikilvæg. En einhlít eru þau ekki, einkum fyrir drenginn, af því að starfssvið og viðhorf móðurinnar svara ekki að öllu leyti til hneigða haus. Hann leitar fremur fyrirmynda í hegðun og starfi föðurins. Ef faðirinn gel'ur sér engan tima til þess að sinna syni sinum persónulega né tekur verulegan þátt í uppeldi hans, þá cr hætt við, að tengsl drengsins við heimilið verði of laus og hann drag- ist þess vegna út á götuna og mót- ist fyrst og fremst af siðgæði henn- ar. En ef faðirinn gefur sér tima til að sinna syni sínum, fylgjast með nárai hans og öðrum áhuga- málum, þannig að náið og skilnings- ríkt samband sé þeirra á milli, þá verður þróun drengsins miklu auð- veldari og eðlilegri. Þá er hann sið- ur í hættu að lenda á glapstigum. „ÉG Á ALDREI TÓMSTUND". Um daginn var ég að reyna að útskýra þetta fyrir manni, sem tók smávegis misferli sonar síns sem reiðarslag og óbætanlegan álits- hnekki. Þegar ég hafði talað nokkra stund, greip hann fram i fyrir mér og andvarpaði: „Já, en ég á bara aldrei tómstund.“ En ég veit, að honum skjátlast um þetta. Flestir feður gætu helgað börnum sínum miklu fleiri tóm- stundir en þeir gera. Hver faðir verður auðvitað að gera það upp við sig, til hvers hann vill verja þeim stundum, sem afgangs verða frá brauðstritinu. Það er ekki nauð- synlegt, að börnin njóti þeirra allra. Hins vegar þarf faðirinn ekki held- ur að loka sig inni 1 virki úr dag- blöðum og tóbaksreyk. Þegar faðir fer að sinna börnum sinum, kynna sér áhugamál þeirra og fylgjast með þróun þeirra, þá kemst hann að raun um, að hann er ekki aðeins veitandi, lieldur einnig þiggjandi í þessum viðskiptum. Barn hefir ávallt mikið að gefa þeim, sem sýnir því skilning og alúð. Mörgum föður, sem lætir tómstundir sínar niður í tilgangslítið og van])akklátt snatt, — svo að lakari tómstundaiðja ekki nefnd, — mætti bregða við muninn að finna hlýju og þakklæti barnsins. Fæstir nútímafeður eiga þess kost að leyfa sonum sínum að vaxa inn í þau störf, sem þeir rækja, likt og bóndinn gerir. Til þess eru þau of sérhæfð og fjarlæg heimilinu. Þvi brýnni er þörfin, að faðir og sonur ræki samvistir og saineiginleg áhugamál, svo oft sem tóm gefst til. Þannig yrði sonurinn fyrir sterkum áhrifum frá viðhorfum og skoðun- um föður sins og innrætti sér hugs- unarhátt hans, likt og telpan tekur sér móður sína til fyrirmyndar. 1 slíku trúnaðarsambandi gæti faðir- inn afstýrt ýmsum skakkaföllum, sem umhirðulitlir drengir lenda auðveldlega í. Og þegar öllu er á botninn hvolft, eru örlög föður og sonar svo samþætt, að trauðla verða sundur rakin. ★ ÞÁTTASKIL Framhald af bls. 7. feluleik. — Hún rétti höndina i Auk þess að vera nauðsynlegt við bakstur, er ROYAL lyftiduft ágætt við aðra matar- gerð, t. d. við eftirfarandi: Eggjakölmr (ommelettur) verða léttari el þér notið V's teskeið (slóttfulla) ai ROYAL lyftidufti á móti hverju eggL Næst er þér steykið fisk blandið ROYAL lyftidufti saman við raspið. Hið steykta verður betra og stokkara. Hæfilegt er að nota Vj tsk. (sléttfulla) af ROYAL lyftidufti á móti 30 gr. af raspi. RartöÐustappan verður loftmeiri og betri ef 2 tsk. CsléttfuUar) af ROYAL lyftiduftl eru hrærðar saman við meðaiskammt Marensbotnar og annað gert úr eggjahvitum og sykri verð- ur fíngerðara ef ROYAL lyfti- duft er notað. þannig: A móti 2 mtsk. (sléttf.) af sykri og einni eggjahvítu komi ‘á tsk. UléttU ai ROYAL lyftiduftL Royal lyftiduft er heimsþekkt gæðavara sem reynslan hefur sýnt að ætíð má treysta^ NOTIÐ Royal áttina til min. Ég var enn ruglaður og skildi ekki. Gaui tók viðbragS. Þú bænir þig, sagði hann við mig og þreif i höndina á Hönnu og dró hana af stað niður túnið. Hún leit til mín, afsakandi, lijálparvana. Nú áttaði ég mig og fékk málið. Það er bannað að fela sig í hlöðunni, hrópaði ég. — Pabbi vill ekki, að rótað sé i heyinu! Já, svaraði Gaui á hlaupunum. Ég bændi mig líkt og í leiðslu og byrjaði að telja, taldi hratt upp i eitt hundrað — og fór að leita. Ég leitaði i fjárhúsunum, fjósinu og hesthúsinu, — en árangurslaust. Kannski voru þau í hrútakofanum? Ég flýtti mér yfir túnið fram hjá hlöðugafhnum. Ég nam staðar. Hvað var þetta? Piskur? Þetta var áreiðanlega piskur, sem ég hafði heyrt inni i hlöðunni. Óljós yfirþyrmandi grunur varð til þess, að ég læddist að vind- auganu í stað þess að klifra um- svifalaust inn í hlöðuna. Hvað var þetta? Ég heyrði rödd Hönnu inni í myrkrinu: Ekki — ekki — ekki. Jú, jú, sagði áköf, hás rödd Gauja, — pinulitið. Nei, gerðu þetta ekki, ekki . . . Það grillti í hvítar, þurrar og skrjáfandi hærurnar á hreyfingu inni í hlöðunni. Ég skalf eins og ég hefði köldu. Burt! Burt, — burt héðan! Ég reikaði burt frá hlöð- unni, — yfir slægjuna, yfir mel- inn, út í þýfið, lengra, lengra burtu. Ég hljóp, ég hentist áfram, hrasaði i þýfinu, fálmaði i grasið, tætti það upp og þeytti þvi rótlausu frá mér. Eitthvað snart mig. Hvað? Burt! Ég leit upp. Brún augu, barmafull af samúð og tryggð, fegurstu augu á jarðríki horfðu á mig. Táta. ' Ég greip um háls hennar, gróf , andlitið i loðinn feldinn og grét, r> — grét i loðinn feld dýrsins — >? og grasið. ★ VÍSNAþáttur Sveindj Beinteinsson tók saman Sjávarvísur íslendingar eru meira háðir sjón- um en flestar þjóðir aðrar; Það er þvi að vonum að skáldin yrki margt um sjóferðir. Einkum var mönnun tamt að yrkja um sigling- ar, enda er fátt skáldlegra en skip undir seglum, það var aðeins tvennt sem komst þar i saman- burð einsog segir í þessari gömlu vísu: Að sigla fleyi og sofa i meyjarfaðmt ýtar segja yndi mest og að teygja vakran hest. Örn Arnarson yrkir þannig um háskann og listina i sjóferðinni: Oft i hári hangir fjör, hóti fári bylgjan ör, skýzt á árum skriðfrár Knör skers og báru milli að vör. Látra-Björg orti margt um sjó- inn og sjósókn og einatt hressilcga: Grundir, elfur, sall og sandar sæs með dunum, undir skelfur allt af Jjandans ölátunum. Það fylgir henni hrollur og furða þessari gömlu draumvisu: Dauðinn sótti sjávardrótt, sog var Ijótt i dröngum. Ekki er rótt að eiga nólt undir Gróttutöngum. Þá er glögg mynd i þessari risu eftir Indriða Þórkelsson á Fjalli: Lötrar svangur seinagang sýldur rangablesi; unnarvangur er l fang undan Langanesi. Stephan G. lýsir vel glcði sigl- ingamannsins: Undir bliku beitum þá bát og strikið iökum; stigum vikivakann á völtum kvikubökum. Kannski eru þó mest sannindi i þessari vísu Steins Steinars: Lœsist skyndilega um sál löngun blind til ævintýra; engan bindur annars mál, úti vindinn flestir stýra. Kannski fcrð þú til Amcríku Framhald af bls. 10. menn sér detta í hug snjóhús, Eskimóa og hvitabirni, þegar minnzt er á ísland. Þeir, sem hafa áhuga á þvi að sækja um styrk frá AFS, þurfa, sem fyrr segir, að vera 16—18 ára, sæmilegir i ensku og færir um að bjarga sér sjálf- ir, íslenzk-ameriska félagið hefur umsjón með styrkveit- ingum og gefur allar nánari upplýsingar. ★ 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.