Alþýðublaðið - 06.02.1923, Page 2

Alþýðublaðið - 06.02.1923, Page 2
2 Manidrápabyljirnir náigast. Hyað liefir stjómin gert tll að yernda mannslífin? Eftir nokkra daga byrjar vetr- arvertíðin við íslard, skpiin leggja út með fullri skipshöfn en þau koma sjaldnást öll inn aítur þegar.vertíðinni er lokið, og á sumum þeirra hefir skips- höfnin þar að auki týnt tö!u þeirra, sem sjórinn hefir skolað út. Manndrápin á vetrarvertíðinni er einhver hin ábyggilegasta staðreynd, scm þessi þjóð getur reiknað með fyrirfram. Fleiri eða færri farast á hverju ári; siðastliðið ár var það þrícifruð taia, sem sjórinn tólc. Enginn veit hve margir þeir verða á komandi vertíð. Ég hef margskrifað um það, hve samvizkulaust og fyrirlitlegt það er, að tíma ekki að verja neinu til þess að vernda mannslífin á sjónum við Island. Landið vantar sýniiega ekki fólk til að drekkja því í sjónum. Það er að eins þegar að ræða er uin landnám á Grænlandi eða opnun nýrra bjargræðisútvega fyrir fólkið, að landið má ekki missa fólk! Manndrápabyljirnir koma og skipshafnimar farast. Raðir sjó- druknaðra manna flykkjcst í vot- um skinnklæðum inn í stjórnár- ráðið með starandi sædrektum augum og spyrja rjettan hlutað- eiganda: »Morðingi<, hvað hefir þú gert til að tryggja líf okkar við atvinnu vora? Og ekkjur, foreldrar, börn og systkyni hrópa bölvun yfir >morðvarginn< og biðja grátandi óbæna yfir þeirri stjórn, sem daufheyrist við því að vernda mannsl'fin og bölv- unin verður að svörtu skýi alls- hérjar fordæmingar yflr tukthús- inu við Lækjartorg. Hvað segir þú, lesári góður, um siðferðislegan stjórnmála- þroska í landi, sem ver meira fé til lystilegra utanfara allra ráðherra sinna með fríðu föru- neyti, en til brúklegra veðurað- varana til að tryggja líf þúsunda manna á sjónum við ísland. Ef- laust hefir ráðherrasveitin notið margra Iystilegra sælustunda er- lendis síðastliðið ór, en þær hafa AL'ÞÝÐUBLAÐIÐ á engan mátt dregið úr né vegið upp á móti dauðastríði þeirra 200 manna er fórust alls Í sjóinn við ísland árið það né bölvunár- fári því, sem fráfall þeirra breiddi út frá sér, til allra hliða. Ég trúi á fjármálasnilli lands- stjórnarinnar eins og hún birtist í þverrandi tryggingarfé »bank- anna, í versnandi fjárhagsvand- ræðum, dýpkandi skuldafeni er- lendis, íyrirsjáanlegum traustmissi bankanna og gjaldþroti lands og þjóðar. Og þótt bæði þjóð og stjórn kunni að vera sammála um að fljóta þannig sofandi að feigðarósi fjármálanna, útilokar þetta ráð þó ekki að tekið sé tii yfirvegunar, hvort ekki svari kostnaði að verja litlu fé til tryggingar mannslífanna, lífa fyr- irvinnendanna, á sjónum, og hvort þjóðinni væri ekki hagur að því að verja nokkru fé til veðurað- varanna, til þess að spara sér skipsskaðana, þungan skátt, sem þjóðin geldur tií heimsku sinnar á hverju ári. Núverandi stjórn hefir, svo kunnugt sé, ekki geit neitt til þess að vernda mannslífin á sjón- um, þrátt fyrir allar aðvaranir. Þegar manndrápabyljimir byrja og manndrápin verða aftur dag- feg tiðindi þarf nú ekki lengur að spyrja hver ber ábyrgð á þeim. Stjóinin hefir með að- gerðarleysi sínu sjálf ákallað blóð þeirra og böívun landsmanna yfir höfuð sér. Þegar ég benti fyrst á nauð- syn veðurstöðva á Grænlandi og veðuraðvarana á íslandi lét ég I veðri vaka, að ég mundi láta mig nokkru skifta framkvæmd þess máls, og vilji stjórn og þing ekki vinda bráðan bug að því að komá þessu máli í framkvæmd skal heldur ekki hjá líða að bent verði á morðingjann þegar mann- drápabyljirnir skella fyrirvára- laust yfir miðin og tugum og hundruðum sjómanna er sópað burt úr tölu lifenda. í ' Jón Dúason. BæjargjaldafnuuTarpið nýja var samþykt á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Sfætnrlæknír í nótt Matthías Einarsson. Sparnaðarmðl. Ný uppgfitTun? Háttv. þingmaður, Þorleifur Guðmundsson, hélt í fyrravetur ræðu mikla1) á alþingi um ráð við atvinnuleysi, þá er niðurfell- ing á prentun Alþingistíðindanna var á dagskrá. Komst hann meðal annars svo að orði (sjá Aiþtíð. C., bls. 28): »Sem betur fer, er ástandið með þjóð vorri í þessum efnum enn þá ekki orðið verra en svo, að hver maður, sem fulla krafta hefir og vill2) vinna, hann getur einhvers staðar fengið atvinnu. Það er sauðarskapur fólksins sjálfs, sem kemur því í þetta öngþveiti.< Og svo bætti hann við svo feldii bjargráðaklausu: »Hingáð safnast aliir til höfuðstaðarins, sem sauðir í rétt, í stað þess að vera úti á heiðum á beit3).< Hvort er hér um misheppnaða fyndni að ræða, sem ekki getur talist sérlega þingmannsleg, eða er þetta sagt I fljótfærni og hugsunarleysi og á þá að teljast markleysuhjal, sem þingmaður- inn þá hefði átt að biðja þing og þjóð afsökunar á, eða er þetta sannfæring þingmannsins og ætlað fáfröðum til leiðbein- ingar ? Um það ætti þingmaður- inn sjálfur að geta gefið óijúg- fróðastar upplýsingar. Setjum svo, áð síðasta tilgátan sé réttust. A. m. k. er vingjarn- legast í þingmannsins garð að álykta svo, meðan haun hefir ekki gefið áðra skýringu. Hvað munu þá margir þeirra, sem átvinnulausir kunna að verða t næsta vor, eftir að snjóa leysir, treysta sér til að fylgja heilræð- um, og íara t. d. upp á Hellis- heiði á beit? Hv. Þ. G. vildi þÍDgmanna sízt láta prenta þingræðurnar. A. m. k. talaði enginn skarpara gegn prentun þeirra en hann. Sé sfð- asttalda skýringin á orðum hans Utn réttiuá og beitina sanni næst, hví máttu atvinnulausir menn þá ekki eiga kost á áð kynna sér heilræði hans? Ouðm. jR. Ólafsson úr Grindavík, !) Prentararæðan mikla, 2) Leturbr. i Alþtíð. 8) Leturbr, hér,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.